Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lovísa Arnardóttir skrifar 23. október 2025 17:46 Annað fyrirtækið sem leitað var hjá er Terra. Terra Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar aðgerðir til þess að afla gagna og upplýsinga vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu á samkeppnislögum. Fyrirtækin eru Terra og Kubbur. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru sex starfsmenn fyrirtækjanna handteknir í aðgerðunum. Framkvæmdar voru húsleitir á níu stöðum. Alls tóku 30 starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Fyrirtækin sjá bæði um sorphirðu hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. Kubbur sér til dæmis um sorphirðu hjá Bolungarvík, Fjarðabyggð, Ísafjarðarbæ, Kópavogsbæ og Múlaþingi. Terra er með þjónustu um allt land og er með átta starfsstöðvar um allt land. Terra tók til dæmis nýverið yfir sorpþjónustu í Vestmannaeyjabæ. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að rannsóknin beinist að ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna og að hún grundvallist á kæru Samkeppniseftirlitsins. Þá kemur fram að samhliða rannsókn embættis héraðssaksóknara á ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna hafi Samkeppniseftirlitið til rannsóknar hugsanleg brot hlutaðeigandi fyrirtækja á banni 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 við samráði keppinauta um meðal annars gerð tilboða í útboðum og skiptingu markaða. Framangreindar aðgerðir embættis héraðssaksóknara voru framkvæmdar í samvinnu við Samkeppniseftirlitið, en ákvæði 42. gr. samkeppnislaga heimila samvinnu og miðlun upplýsinga milli embættis héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið muni ekki veita frekari upplýsingar á þessu stigi. Tilkynningin er aðgengileg hér. Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fyrirtækin sjá bæði um sorphirðu hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. Kubbur sér til dæmis um sorphirðu hjá Bolungarvík, Fjarðabyggð, Ísafjarðarbæ, Kópavogsbæ og Múlaþingi. Terra er með þjónustu um allt land og er með átta starfsstöðvar um allt land. Terra tók til dæmis nýverið yfir sorpþjónustu í Vestmannaeyjabæ. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að rannsóknin beinist að ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna og að hún grundvallist á kæru Samkeppniseftirlitsins. Þá kemur fram að samhliða rannsókn embættis héraðssaksóknara á ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna hafi Samkeppniseftirlitið til rannsóknar hugsanleg brot hlutaðeigandi fyrirtækja á banni 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 við samráði keppinauta um meðal annars gerð tilboða í útboðum og skiptingu markaða. Framangreindar aðgerðir embættis héraðssaksóknara voru framkvæmdar í samvinnu við Samkeppniseftirlitið, en ákvæði 42. gr. samkeppnislaga heimila samvinnu og miðlun upplýsinga milli embættis héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið muni ekki veita frekari upplýsingar á þessu stigi. Tilkynningin er aðgengileg hér.
Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira