Innlent

Bein út­sending: Konur streyma á Arnar­hól

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Inga Auðbjörg Straumland heldur utan um skipulagningu viðburðarins. Hér er hún í Sóleyjargötu en umferð um götuna er lokuð í dag vegna viðburðarins.
Inga Auðbjörg Straumland heldur utan um skipulagningu viðburðarins. Hér er hún í Sóleyjargötu en umferð um götuna er lokuð í dag vegna viðburðarins. Vísir/Sigurjón

Skipuleggjendur reikna með mikilli þátttöku í kvennaverkfallinu í dag þegar haldið er upp á það að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. Vísir verður í beinni útsendingu og vakt frá sögugöngu eftir Sóleyjargötu þar sem leikkonur bregða sér í gervi kvenskörunga og svo frá Arnarhóli þar sem reiknað er með múgi og margmenni.

Konur um allt land leggja niður launaða og ólaunaða vinnu í tilefni dagsins og aðrar yfirgefa vinnustaði sína klukkan 13:30 þegar formlega dagskrá á höfuðborgarsvæðinu hefst.

Söguganga verður gengin frá Sóleyjargötu við Njarðargötu þar sem boðið verður upp á ýmsa gjörninga. Meðal annars mun leikkonan Sandra Barelli bregða sér í gervi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenskörungs.

Formlega dagskrá hefst á Arnarhóli klukkan 15.

Helstu tíðindi má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni (f5).




Fleiri fréttir

Sjá meira
×