Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 16:16 Efri röð frá vinstri: Nii Mensah, Jakeem Rose og Ugnius Asmena. Neðri röð: Jake Reeves, Dylan Earl og Ashton Evans. Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. Íkveikjan olli skaða sem talinn er hafa kostað um 1,3 milljónir punda, eða um 213 milljónir króna. Höfuðpaurinn, hinn 21 árs gamli Dylan Earl, var dæmdur í sautján ára fangelsi. Jake Reeves (24) var dæmdur í tólf ára fanglesi. Þeir tveir eru fyrstu mennirnir sem eru dæmdir á grunni nýrra þjóðaröryggislaga í Bretlandi, samkvæmt enskum saksóknurum. Hinir fjórir sem voru dæmdir fengu vægari dóma en allir eru þeir á bilinu tuttugu til 24 ára gamlir, samkvæmt frétt BBC. Nii Mensah (23) var dæmdur í tíu ára fangelsi en hann streymdi árásinni í beinni útsendingu á netinu. Jakeem Rose (23) var dæmdur í níu ára fangelsi en hann kveikti eldinn. Ugnius Asmena (21) útvegaði flóttabíl var dæmdur í átta ára fangelsi. Ashton Evans (20) var dæmdur í níu ára fangelsi en hann mun hafa tekið þátt í skipulagningu mannránsins. Sjá einnig: Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Earl var ráðinn af útsendurum Wagner á Telegram og átti hann að fá níu þúsund pund fyrir íkveikjuna. Hann mun þó hafa fengið minna en það þar sem þeir kveiktu of snemma í húsinu, áður en Wagner-liðar höfðu gefið þeim grænt ljós á íkveikjuna. Dómarinn í málinu benti á við dómsuppkvaðningu í morgun að ekki væri um einangrað atvik að ræða. Tíu dögum eftir að þeir kveiktu í vöruskemmunni í Lundúnum kom upp svipað atvik á Spáni. Þá höfðu Wagner-liðar rætt mögulega íkveikju í Tékklandi við Earl, auk frekari árása í Bretlandi. Dómarinn sagði íkveikjuna hafa ákveðna hryðjuverkatengingu, þó mennirnir hefðu ekki áttað sig á því. Leita í meira mæli til glæpamanna Undanfarin ár hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um að tengjast sambærilegum og verri glæpum víðsvegar um Evrópu. Þeir eru sagðir standa fyrir því sem kallað er fjölþáttaógnir en meðal annars hafa þeir verið sakaðir um íkveikjur, banatilræði og skemmdir á innviðum. Eftir að eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury á árum áður og enn frekar eftir innrás Rússa í Úkraínu, var Rússum gert að fækka verulega starfsmönnum í sendiráðum sínum víða um Evrópu. Vegna þessa neyddust Rússar til að kalla marga af njósnurum sínum sem njóta pólitískrar verndar heim til Rússlands. Forsvarsmenn vestrænna leyniþjónusta hafa í kjölfarið sagt að Rússar hafi í auknum mæli leitað til glæpamanna, eins og í umræddu tilfelli í Englandi, til að fremja afbrot á vegum rússneska ríkisins. England Erlend sakamál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Íkveikjan olli skaða sem talinn er hafa kostað um 1,3 milljónir punda, eða um 213 milljónir króna. Höfuðpaurinn, hinn 21 árs gamli Dylan Earl, var dæmdur í sautján ára fangelsi. Jake Reeves (24) var dæmdur í tólf ára fanglesi. Þeir tveir eru fyrstu mennirnir sem eru dæmdir á grunni nýrra þjóðaröryggislaga í Bretlandi, samkvæmt enskum saksóknurum. Hinir fjórir sem voru dæmdir fengu vægari dóma en allir eru þeir á bilinu tuttugu til 24 ára gamlir, samkvæmt frétt BBC. Nii Mensah (23) var dæmdur í tíu ára fangelsi en hann streymdi árásinni í beinni útsendingu á netinu. Jakeem Rose (23) var dæmdur í níu ára fangelsi en hann kveikti eldinn. Ugnius Asmena (21) útvegaði flóttabíl var dæmdur í átta ára fangelsi. Ashton Evans (20) var dæmdur í níu ára fangelsi en hann mun hafa tekið þátt í skipulagningu mannránsins. Sjá einnig: Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Earl var ráðinn af útsendurum Wagner á Telegram og átti hann að fá níu þúsund pund fyrir íkveikjuna. Hann mun þó hafa fengið minna en það þar sem þeir kveiktu of snemma í húsinu, áður en Wagner-liðar höfðu gefið þeim grænt ljós á íkveikjuna. Dómarinn í málinu benti á við dómsuppkvaðningu í morgun að ekki væri um einangrað atvik að ræða. Tíu dögum eftir að þeir kveiktu í vöruskemmunni í Lundúnum kom upp svipað atvik á Spáni. Þá höfðu Wagner-liðar rætt mögulega íkveikju í Tékklandi við Earl, auk frekari árása í Bretlandi. Dómarinn sagði íkveikjuna hafa ákveðna hryðjuverkatengingu, þó mennirnir hefðu ekki áttað sig á því. Leita í meira mæli til glæpamanna Undanfarin ár hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um að tengjast sambærilegum og verri glæpum víðsvegar um Evrópu. Þeir eru sagðir standa fyrir því sem kallað er fjölþáttaógnir en meðal annars hafa þeir verið sakaðir um íkveikjur, banatilræði og skemmdir á innviðum. Eftir að eitrað var fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury á árum áður og enn frekar eftir innrás Rússa í Úkraínu, var Rússum gert að fækka verulega starfsmönnum í sendiráðum sínum víða um Evrópu. Vegna þessa neyddust Rússar til að kalla marga af njósnurum sínum sem njóta pólitískrar verndar heim til Rússlands. Forsvarsmenn vestrænna leyniþjónusta hafa í kjölfarið sagt að Rússar hafi í auknum mæli leitað til glæpamanna, eins og í umræddu tilfelli í Englandi, til að fremja afbrot á vegum rússneska ríkisins.
England Erlend sakamál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira