Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2025 12:33 Nýja flugbrautin í Nuuk. Fjallið Sermitsiaq, sem flugvélin rakst á, sést til hægri. Isavia Flugmaður litlu Cessna-flugvélarinnar, sem fórst við Nuuk á laugardag, var reyndur breskur ferjuflugmaður. Hann hugðist millilenda í Reykjavík á sunnudagskvöld og fljúga áfram til Skotlands á mánudag. „Hann var einn af okkar fastakúnnum. Hann fór oft hérna í gegn, nánast vikulega,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Íslenska flugafgreiðslufélagsins Reykjavik FBO. „Hann var mjög reyndur ferjuflugmaður og búinn að starfa við þetta í mörg ár. Hann var þægilegur í viðmóti og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessvegna kemur manni þetta svo mikið á óvart.“ Flugmaðurinn hugðist fljúga frá Goose Bay á Labrador (YYR) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi. Þegar Narsarsuaq-völlur lokaðist ákvað hann að stefna til Nuuk.FlightAware Flugmaðurinn var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hann hugðist fara hefðbundna flugleið ferjuflugmanna um Grænland og Ísland, með millilendingu í Narsarsuaq og Reykjavík. Flugvélin bar skrásetningarstafina N9009F. Hér sést flugferill hennar áður en hún rakst á fjallið.Flightradar24 Eftir flugtak frá Goose Bay á Labrador snemma að morgni laugardags áætlaði hann að fljúga til Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flugvöllurinn þar lokaðist hins vegar vegna slæms skyggnis. Flugmaðurinn breytti þá um stefnu og ákvað í staðinn að halda til Nuuk. Flugvélin, sem var ný af gerðinni Cessna 182 Skylane, hafði áætlað lendingu í Narsarsuaq klukkan 13:10. Ferlar á flugratsjársíðum sýna flugvélina stefna í átt að Nuuk og að fjallinu Sermitsiaq, sem er á eyju norðaustan bæjarins. Síðasta skráða flughæð vélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð. Tilkynnt var í gærmorgun að flak flugvélarinnar hefði fundist í hlíðum fjallsins og að flugmaðurinn hefði látist. Fjallið Sermitsiaq. Flugvélin fórst í efstu tindum fjallsinsGetty Að sögn Guðmundar Þengils hjá Íslenska flugafgreiðslufélaginu rak flugmaðurinnn fyrirtæki sem annaðist ferjuflug. Flaug hann meðal annars mikið fyrir flugvélaframleiðendur með nýjar flugvélar frá verksmiðjum til viðskiptavina. Hann áætlaði að koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Segir Guðmundur að hann hafi yfirleitt gist á Hótel Natura og flogið svo héðan daginn eftir, oftast til Wick-flugvallar í Skotlandi. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst, Cessna 182 Skylane.wikimedia/Adrian Pingstone Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
„Hann var einn af okkar fastakúnnum. Hann fór oft hérna í gegn, nánast vikulega,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdastjóri Íslenska flugafgreiðslufélagsins Reykjavik FBO. „Hann var mjög reyndur ferjuflugmaður og búinn að starfa við þetta í mörg ár. Hann var þægilegur í viðmóti og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessvegna kemur manni þetta svo mikið á óvart.“ Flugmaðurinn hugðist fljúga frá Goose Bay á Labrador (YYR) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi. Þegar Narsarsuaq-völlur lokaðist ákvað hann að stefna til Nuuk.FlightAware Flugmaðurinn var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Evrópu. Hann hugðist fara hefðbundna flugleið ferjuflugmanna um Grænland og Ísland, með millilendingu í Narsarsuaq og Reykjavík. Flugvélin bar skrásetningarstafina N9009F. Hér sést flugferill hennar áður en hún rakst á fjallið.Flightradar24 Eftir flugtak frá Goose Bay á Labrador snemma að morgni laugardags áætlaði hann að fljúga til Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flugvöllurinn þar lokaðist hins vegar vegna slæms skyggnis. Flugmaðurinn breytti þá um stefnu og ákvað í staðinn að halda til Nuuk. Flugvélin, sem var ný af gerðinni Cessna 182 Skylane, hafði áætlað lendingu í Narsarsuaq klukkan 13:10. Ferlar á flugratsjársíðum sýna flugvélina stefna í átt að Nuuk og að fjallinu Sermitsiaq, sem er á eyju norðaustan bæjarins. Síðasta skráða flughæð vélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð. Tilkynnt var í gærmorgun að flak flugvélarinnar hefði fundist í hlíðum fjallsins og að flugmaðurinn hefði látist. Fjallið Sermitsiaq. Flugvélin fórst í efstu tindum fjallsinsGetty Að sögn Guðmundar Þengils hjá Íslenska flugafgreiðslufélaginu rak flugmaðurinnn fyrirtæki sem annaðist ferjuflug. Flaug hann meðal annars mikið fyrir flugvélaframleiðendur með nýjar flugvélar frá verksmiðjum til viðskiptavina. Hann áætlaði að koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Segir Guðmundur að hann hafi yfirleitt gist á Hótel Natura og flogið svo héðan daginn eftir, oftast til Wick-flugvallar í Skotlandi. Flugvél sömu gerðar og sú sem fórst, Cessna 182 Skylane.wikimedia/Adrian Pingstone
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56 Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. 27. október 2025 12:48
Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. 26. október 2025 08:56
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11