Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. október 2025 13:32 Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. En sei, sei, vertu rólegur Helgi, síðan frá mars á þessu ári hefur verið að störfum stýrihópur um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd! Sagan rifjuð upp Svo sem rakið hefur í eldri skrifum mínum um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur Reykjavíkurborg borið ábyrgð á rekstri skiptistöðvarinnar síðan árið 2015 en þá hætti Strætó bs. að koma nálægt rekstri skiptistöðva almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Allar götur síðan 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram margvíslegar tillögur til að bæta ástandið á þessari stærstu skiptistöð landsins. Þeim tillögum hefur verið mætt af fálæti af vinstri-meirihlutum hvers tíma. Hvers vegna að stinga niður penna núna? Ástæða þess að ég sting núna niður penna er að ég fékk í hendur ótvíræð sönnunargögn um eignaspjöll unglinga sem höfðust við í skiptistöðinni að kvöldi til í upphafi þessarar viku. Ungmennin, sem voru allmörg, virðast hafa tekið pókemon vörur ófrjálsri hendi úr sjálfsafgreiðslukassa ásamt því að valda skemmdum á kassanum. Fyrir utan að valda tjóni hefur háttsemi af þessum toga í för með sér að notendur skiptistöðvarinnar upplifi sig ekki örugga. Það sama á við um þá sem sinna verslunarrekstri á skiptistöðinni. Það er áskorun fyrir þá, sem verða fyrir tjóni vegna svona smáþjófnaðar og eignaspjalla, að eiga í samskiptum við lögreglu. Það er hins vegar ein höfuðskylda borgarinnar að tryggja umgjörð um skiptistöðina þannig að allir sem um hana fara hafi sterka öryggistilfinningu. Þess vegna hefur sú tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins legið lengi fyrir að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður allan tímann sem stöðin er opin, eða að slík öryggisgæsla sé að lágmarki viðhöfð þegar búið er að loka verslun stöðvarinnar, það er, á kvöldin. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt, öryggismyndavélar duga ekki einar og sér. Krafan er einföld Laga þarf svo margt í umhverfi skiptistöðvarinnar í Mjódd. Sú krafa er hins vegar einföld og auðveldlega framkvæmanleg að bæta öryggisgæslu skiptistöðvarinnar. Til þess þarf ekki stýrihóp frá Reykjavíkurborg. Nær væri að láta verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. En sei, sei, vertu rólegur Helgi, síðan frá mars á þessu ári hefur verið að störfum stýrihópur um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd! Sagan rifjuð upp Svo sem rakið hefur í eldri skrifum mínum um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur Reykjavíkurborg borið ábyrgð á rekstri skiptistöðvarinnar síðan árið 2015 en þá hætti Strætó bs. að koma nálægt rekstri skiptistöðva almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Allar götur síðan 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram margvíslegar tillögur til að bæta ástandið á þessari stærstu skiptistöð landsins. Þeim tillögum hefur verið mætt af fálæti af vinstri-meirihlutum hvers tíma. Hvers vegna að stinga niður penna núna? Ástæða þess að ég sting núna niður penna er að ég fékk í hendur ótvíræð sönnunargögn um eignaspjöll unglinga sem höfðust við í skiptistöðinni að kvöldi til í upphafi þessarar viku. Ungmennin, sem voru allmörg, virðast hafa tekið pókemon vörur ófrjálsri hendi úr sjálfsafgreiðslukassa ásamt því að valda skemmdum á kassanum. Fyrir utan að valda tjóni hefur háttsemi af þessum toga í för með sér að notendur skiptistöðvarinnar upplifi sig ekki örugga. Það sama á við um þá sem sinna verslunarrekstri á skiptistöðinni. Það er áskorun fyrir þá, sem verða fyrir tjóni vegna svona smáþjófnaðar og eignaspjalla, að eiga í samskiptum við lögreglu. Það er hins vegar ein höfuðskylda borgarinnar að tryggja umgjörð um skiptistöðina þannig að allir sem um hana fara hafi sterka öryggistilfinningu. Þess vegna hefur sú tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins legið lengi fyrir að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður allan tímann sem stöðin er opin, eða að slík öryggisgæsla sé að lágmarki viðhöfð þegar búið er að loka verslun stöðvarinnar, það er, á kvöldin. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt, öryggismyndavélar duga ekki einar og sér. Krafan er einföld Laga þarf svo margt í umhverfi skiptistöðvarinnar í Mjódd. Sú krafa er hins vegar einföld og auðveldlega framkvæmanleg að bæta öryggisgæslu skiptistöðvarinnar. Til þess þarf ekki stýrihóp frá Reykjavíkurborg. Nær væri að láta verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar