Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2025 09:02 Sveindís Jane Jónsdóttir var á Íslandi þegar liðsfélagi hennar, Elizabeth Eddy, fékk umdeilda grein sína birta í New York Post í byrjun vikunnar. Samsett/Getty Grein sem fótboltakonan Elizabeth Eddy , liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Angel City, skrifaði í New York Post hefur valdið mikilli óánægju innan liðsins. Þar krafðist Eddy þess að settar yrðu skýrar reglur um að leikmenn úrvalsdeildar kvenna í Bandaríkjunum þyrftu að hafa fæðst með eggjastokka eða gengist undir kynjapróf. „Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við. Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Sjá meira
„Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við.
Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Sjá meira