Innlent

Loka Breið­holts­braut alla helgina

Árni Sæberg skrifar
Breiðholtsbraut verður lokað um helgina vegna vinnu við þessa brú.
Breiðholtsbraut verður lokað um helgina vegna vinnu við þessa brú. Vegagerðin

Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að steypuvinnu lokinni þurfi mögulega að takmarka umferð um Breiðholtsbraut. Nánari tímasetningar verði tilkynntar síðar en umferð verði stjórnað af starfsmönnum verktaka.

Hér má sjá lokunarplan Vegagerðarinnar.Vegagerðin

Hámarkshraði um framkvæmdasvæðið hafi verið lækkaður í 30 kílómetra á klukkustund á meðan unnið er við brúna.

Þegar umferð verður hleypt undir brúna á ný verði hæðartakmarkanir fyrst um sinn fjórir metrar, á meðan steypan er að ná styrk. Eftir það verði hámarksfarmhæð 4,2 metrar samkvæmt reglugerð.

Afar mikilvægt sé að verktakar og flutningsaðilar virði hæðartakmarkanir.

„Vegagerðin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem steypuvinnan hefur í för með sér. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og þolinmæði meðan á framkvæmdum stendur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×