Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 6. nóvember 2025 12:45 Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun