Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 08:31 Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Fram að þessu hefur þröskuldurinn sem þessu fólki hefur verið gert að klífa til að komast inn á húsnæðismarkað verið nær ókleifur öllum, nema þeim sem hafa getað reitt sig á fjárhagslegan stuðning úr baklandi sínu. Farið verður í endurbætur á eldri kerfum auk þess sem ráðist verður í markvissar aðgerðir og uppbyggingu húsnæðis um land allt. Í fyrsta lagi á að tryggja að hlutdeildarlánin svokölluðu virki almennilega. Það verður gert með því að rýmka skilyrði fyrir lánveitingu, tryggja að þeim verði úthlutað mánaðalega. Hækka á fjárhæðina sem ríkið setur í lánveitingarnar um 1,5 milljarð króna á ári. Í öðru lagi með því að stórauka framboð á íbúðum, þar sem sérstök áhersla verður á uppbyggingu íbúða sem henta ungu fólki og fyrstu kaupendum. Stærsta skrefið sem stigið verður í því sambandi er uppbygging 4.000 íbúða í Úlfarsárdal. Í þriðja lagi á að hækka framlag ríkisins til uppbyggingu íbúða fyrir námsmenn og öryrkja auk félagslegra íbúða á vegum sveitarfélaga. Í fjórða lagi er ríkisstjórnin að gera sitt til að tryggja áfram framboð á verðtryggðum lánum sem henta best fyrstu kaupendum með því að bregðast hratt og fumlaust við vaxtadómi Hæstaréttar með nýju vaxtaviðmiði. Síðast en ekki síst verður tryggt að skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði verði réttur til tíu ára sem allir eiga, ekki tilviljanakennd aðgerð sem hingað til hefur verið framlengd ár frá ári og hefur samkvæmt aðallega nýst tekjuhæstu hópum samfélagsins. Vonast var til að húsnæðispakkinn, sá stærsti í áratugi, myndi leiða til þess að Seðlabankinn myndi slaka á lánþegaskilyrðum. Tveimur dögum síðar var hann búinn að gera það, ungu fólki og fyrstu kaupendum til heilla. Svona vinnur ríkisstjórn sem lætur verkin tala. Ríkisstjórn sem þorir og framkvæmir. Svona vinnur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er kennari og sitjandi varaþingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Fram að þessu hefur þröskuldurinn sem þessu fólki hefur verið gert að klífa til að komast inn á húsnæðismarkað verið nær ókleifur öllum, nema þeim sem hafa getað reitt sig á fjárhagslegan stuðning úr baklandi sínu. Farið verður í endurbætur á eldri kerfum auk þess sem ráðist verður í markvissar aðgerðir og uppbyggingu húsnæðis um land allt. Í fyrsta lagi á að tryggja að hlutdeildarlánin svokölluðu virki almennilega. Það verður gert með því að rýmka skilyrði fyrir lánveitingu, tryggja að þeim verði úthlutað mánaðalega. Hækka á fjárhæðina sem ríkið setur í lánveitingarnar um 1,5 milljarð króna á ári. Í öðru lagi með því að stórauka framboð á íbúðum, þar sem sérstök áhersla verður á uppbyggingu íbúða sem henta ungu fólki og fyrstu kaupendum. Stærsta skrefið sem stigið verður í því sambandi er uppbygging 4.000 íbúða í Úlfarsárdal. Í þriðja lagi á að hækka framlag ríkisins til uppbyggingu íbúða fyrir námsmenn og öryrkja auk félagslegra íbúða á vegum sveitarfélaga. Í fjórða lagi er ríkisstjórnin að gera sitt til að tryggja áfram framboð á verðtryggðum lánum sem henta best fyrstu kaupendum með því að bregðast hratt og fumlaust við vaxtadómi Hæstaréttar með nýju vaxtaviðmiði. Síðast en ekki síst verður tryggt að skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði verði réttur til tíu ára sem allir eiga, ekki tilviljanakennd aðgerð sem hingað til hefur verið framlengd ár frá ári og hefur samkvæmt aðallega nýst tekjuhæstu hópum samfélagsins. Vonast var til að húsnæðispakkinn, sá stærsti í áratugi, myndi leiða til þess að Seðlabankinn myndi slaka á lánþegaskilyrðum. Tveimur dögum síðar var hann búinn að gera það, ungu fólki og fyrstu kaupendum til heilla. Svona vinnur ríkisstjórn sem lætur verkin tala. Ríkisstjórn sem þorir og framkvæmir. Svona vinnur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er kennari og sitjandi varaþingmaður Samfylkingarinnar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun