„Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Lovísa Arnardóttir skrifar 10. nóvember 2025 14:01 Birgitta hvetur fólk til að hugsa sig vandlega áður en það staðfestir kaupin. Aðsendar Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun, UOS, hvetur fólk til að staldra við og íhuga hvort það raunverulega hafi þörf fyrir vörur eða flíkur sem það hefur hugsað sér að versla á afsláttardegi á morgun eða í lok mánaðar. Dagur einhleypra er á morgun og hafa margar verslanir auglýst afslátt í tilefni af því, sumar eru jafnvel búnar að vera með afslátt alla helgina. Svartur föstudagur og stafrænn mánudagur eru svo í kringum síðustu helgi mánaðarins. Birgitta bendir á að Íslendingar losi sig við hátt í tíu tonn af fötum á dag. Það er eins tveir stórir fílar eða þrír meðalstórir bílar. Ef fötin eru þjöppuð saman gætu þau fyllt um 40 til 50 fermetra rými með um tveggja til þriggja metra lofthæð, einn gám eða lítið íbúðarhús. Myndirnar eru teknar í textílmóttöku Sorpu í Gufunesi. Aðsendar Söfnun textíls breyttist árið 2023 þegar sveitarfélög tóku við verkefninu af Rauða krossinum í samræmi við nýja löggjöf. Í tilkynningu frá UOS kemur fram að þessi söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun á þessum úrgangi hafi reynst sveitarfélögum afar íþyngjandi og kostnaðarsöm, sérstaklega með tilliti til þess að eftirspurn eftir notuðum fatnaði er lítil. „Það er verulega lítil eftirspurn eftir notuðum textíl í þróunaraðstoð og mörg ríki utan Evrópu hafa hætt að taka á móti notuðum textíl,“ segir Birgitta og að þó svo að það hafi á einhverjum tímapunkti verið góðverk að fara með notaðan textíl í söfnun fyrir börn eða fólk í neyð erlendis sé magnið svo mikið í dag að meirihlutinn sé sendur í endurnýtingarfarveg, eins og brennslu til orkuframleiðslu. Aðeins fimm til tíu prósent af því sem er farið með í gáma á Íslandi er notað innanlands. Ekki lengur bara góðverk að gefa textíl „Þetta var einu sinni góðverk en þetta hefur breyst svo hratt,“ segir Birgitta og að til dæmis sé þetta ekki sama stóra fjáröflunarverkefnið og það var áður hjá Rauða krossinum. Þau safni enn fötum og selji þau en það sé ekki á sama skala og áður. Kostnaðurinn hafi aukist og markaðsverðið lækkað. „Við vorum innrætt þessu af ástæðu en það eru breyttar forsendur núna.“ Birgitta segir alla geta gert eitthvað en til að byrja með sé einfaldlega gott að staldra við og sjá hvort það sé raunveruleg þörf fyrir öllu sem er í körfunni eða sem á að versla. „Það mikilvægasta er að draga úr neyslu þar sem innkaupin ráðast í dag að miklu leyti af löngun en ekki þörfum.“ Árlegt átak stofnunarinnar, Saman gegn sóun, er einnig hafið og á vef átaksins er að finna ýmis ráð til að auka líftíma fatnaðar og textíls sem samræmast hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Eins og að kaupa minna, nota fötin lengur, kaupa notað, leigja eða fá lánað við sérstök tilefni, koma fötum til annarra í áframhaldandi notkun og svo skila þeim á rétta staði. „Þetta er fyrst og fremst bara út af þessu magni, sem hefur aukist gríðarlega síðustu ár,“ segir Birgitta og að á sama tíma hafi ýmsir farvegir lokast fyrir endurvinnslu. Betra að það fari í brennslu en urðun „Það er miklu minni eftirspurn eftir þessum textíl og hann kemst miklu sjaldnar í endurnýtingu. Það er bæði því gæðin eru minni en svo er magnið alls staðar í Evrópu svo mikið. Framboðið er miklu meira en eftirspurnin og vandamálið liggur þar,“ segir Birgitta. Hún gerir ráð fyrir að um helmingur fari í orkuvinnslu. „Það er auðvitað betra en ef það færi í urðun en fólk er kannski að skila með þeirri hugsun að fötin fari í endurvinnslu en það er sjaldnast þannig. Við getum ekki flokkað okkur frá þessu vandamáli og það er alltaf magnið sem er stærsta vandamálið.“ Hún segir verðstríð í gangi á markaði og það sé erfitt að eiga við verslanir eins og Temu og Shein sem selji föt og ýmsar vörur ódýrt. Ítrekað hefur þó verið greint frá því að vörurnar geti innihaldið ýmis aukaefni sem geti verið hættuleg. Rauði krossinn, og fleiri hringrásarverslanir, hafa tilkynnt að þær selji ekki fatnað frá þessum verslunum vegna þess. Birgitta segist meðvituð um að efnahagsástandið sé þannig að fólk mögulega leiti frekar í ódýrari verslanir en tekur þó fram að magnið sé svo mikið að það sé ekki annað hægt en að velta því fyrir sér hvort það sé raunveruleg þörf. „Það er kannski komið út fyrir einhverja raunverulega þörf og er orðin einhver tilbúin vöntun sem er búin til af samfélagsmiðlum,“ segir Birgitta. Birgitta er í fötum á myndinni sem hún keypti í Hringekjunni og fékk á fataskiptimarkaði í vinnunni. Aðsend Kaupa minna og fá sparifötin lánuð Margir áhrifavaldar eru sem dæmi í samstarfi við fataverslanir og sýna á sínum samfélagsmiðlum reglulega vörur sem þau hafa keypt eða fengið í samstarfi. „Það er kannski okkar hlutverk að vera mótvægi við einmitt þetta,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Mér finnst aðallega gott að spá í magni og hugsa þegar ég að kaupa hvort varan muni endast og hvort mig vanti hana reglulega. Ég kaupi mikið í Hringekjunni og svo er reglulega fataskiptamarkaður í vinnunni. Spariföt fæ ég yfirleitt lánuð af því að það er óþarfi að vera með eina frík sem maður notar annað hvert ár inni í skáp,“ segir hún og að fyrir börn sé til ótrúlegt magn af notuðum fötum. „Í loppuverslunum, hjá ættingjum og bara hjá fólki í kringum mann.“ Birgitta segir að þó að það sé meiri vinna og tímafrekara að kaupa notað þá sé það kannski ekki eins yfirþyrmandi ef fólk er ekki að kaupa í sama magni og fækkar innkaupunum með því að hugsa vel um það áður en það kaupir. „Við erum að leggja áherslu á að kaupa bara ekki eitthvað. Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað sem þú kannski þarft ekki.“ Umhverfismál Verslun Deilihagkerfi Loftslagsmál Félagasamtök Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10 Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. 10. desember 2023 16:18 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Sjá meira
Dagur einhleypra er á morgun og hafa margar verslanir auglýst afslátt í tilefni af því, sumar eru jafnvel búnar að vera með afslátt alla helgina. Svartur föstudagur og stafrænn mánudagur eru svo í kringum síðustu helgi mánaðarins. Birgitta bendir á að Íslendingar losi sig við hátt í tíu tonn af fötum á dag. Það er eins tveir stórir fílar eða þrír meðalstórir bílar. Ef fötin eru þjöppuð saman gætu þau fyllt um 40 til 50 fermetra rými með um tveggja til þriggja metra lofthæð, einn gám eða lítið íbúðarhús. Myndirnar eru teknar í textílmóttöku Sorpu í Gufunesi. Aðsendar Söfnun textíls breyttist árið 2023 þegar sveitarfélög tóku við verkefninu af Rauða krossinum í samræmi við nýja löggjöf. Í tilkynningu frá UOS kemur fram að þessi söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun á þessum úrgangi hafi reynst sveitarfélögum afar íþyngjandi og kostnaðarsöm, sérstaklega með tilliti til þess að eftirspurn eftir notuðum fatnaði er lítil. „Það er verulega lítil eftirspurn eftir notuðum textíl í þróunaraðstoð og mörg ríki utan Evrópu hafa hætt að taka á móti notuðum textíl,“ segir Birgitta og að þó svo að það hafi á einhverjum tímapunkti verið góðverk að fara með notaðan textíl í söfnun fyrir börn eða fólk í neyð erlendis sé magnið svo mikið í dag að meirihlutinn sé sendur í endurnýtingarfarveg, eins og brennslu til orkuframleiðslu. Aðeins fimm til tíu prósent af því sem er farið með í gáma á Íslandi er notað innanlands. Ekki lengur bara góðverk að gefa textíl „Þetta var einu sinni góðverk en þetta hefur breyst svo hratt,“ segir Birgitta og að til dæmis sé þetta ekki sama stóra fjáröflunarverkefnið og það var áður hjá Rauða krossinum. Þau safni enn fötum og selji þau en það sé ekki á sama skala og áður. Kostnaðurinn hafi aukist og markaðsverðið lækkað. „Við vorum innrætt þessu af ástæðu en það eru breyttar forsendur núna.“ Birgitta segir alla geta gert eitthvað en til að byrja með sé einfaldlega gott að staldra við og sjá hvort það sé raunveruleg þörf fyrir öllu sem er í körfunni eða sem á að versla. „Það mikilvægasta er að draga úr neyslu þar sem innkaupin ráðast í dag að miklu leyti af löngun en ekki þörfum.“ Árlegt átak stofnunarinnar, Saman gegn sóun, er einnig hafið og á vef átaksins er að finna ýmis ráð til að auka líftíma fatnaðar og textíls sem samræmast hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Eins og að kaupa minna, nota fötin lengur, kaupa notað, leigja eða fá lánað við sérstök tilefni, koma fötum til annarra í áframhaldandi notkun og svo skila þeim á rétta staði. „Þetta er fyrst og fremst bara út af þessu magni, sem hefur aukist gríðarlega síðustu ár,“ segir Birgitta og að á sama tíma hafi ýmsir farvegir lokast fyrir endurvinnslu. Betra að það fari í brennslu en urðun „Það er miklu minni eftirspurn eftir þessum textíl og hann kemst miklu sjaldnar í endurnýtingu. Það er bæði því gæðin eru minni en svo er magnið alls staðar í Evrópu svo mikið. Framboðið er miklu meira en eftirspurnin og vandamálið liggur þar,“ segir Birgitta. Hún gerir ráð fyrir að um helmingur fari í orkuvinnslu. „Það er auðvitað betra en ef það færi í urðun en fólk er kannski að skila með þeirri hugsun að fötin fari í endurvinnslu en það er sjaldnast þannig. Við getum ekki flokkað okkur frá þessu vandamáli og það er alltaf magnið sem er stærsta vandamálið.“ Hún segir verðstríð í gangi á markaði og það sé erfitt að eiga við verslanir eins og Temu og Shein sem selji föt og ýmsar vörur ódýrt. Ítrekað hefur þó verið greint frá því að vörurnar geti innihaldið ýmis aukaefni sem geti verið hættuleg. Rauði krossinn, og fleiri hringrásarverslanir, hafa tilkynnt að þær selji ekki fatnað frá þessum verslunum vegna þess. Birgitta segist meðvituð um að efnahagsástandið sé þannig að fólk mögulega leiti frekar í ódýrari verslanir en tekur þó fram að magnið sé svo mikið að það sé ekki annað hægt en að velta því fyrir sér hvort það sé raunveruleg þörf. „Það er kannski komið út fyrir einhverja raunverulega þörf og er orðin einhver tilbúin vöntun sem er búin til af samfélagsmiðlum,“ segir Birgitta. Birgitta er í fötum á myndinni sem hún keypti í Hringekjunni og fékk á fataskiptimarkaði í vinnunni. Aðsend Kaupa minna og fá sparifötin lánuð Margir áhrifavaldar eru sem dæmi í samstarfi við fataverslanir og sýna á sínum samfélagsmiðlum reglulega vörur sem þau hafa keypt eða fengið í samstarfi. „Það er kannski okkar hlutverk að vera mótvægi við einmitt þetta,“ segir Birgitta og heldur áfram: „Mér finnst aðallega gott að spá í magni og hugsa þegar ég að kaupa hvort varan muni endast og hvort mig vanti hana reglulega. Ég kaupi mikið í Hringekjunni og svo er reglulega fataskiptamarkaður í vinnunni. Spariföt fæ ég yfirleitt lánuð af því að það er óþarfi að vera með eina frík sem maður notar annað hvert ár inni í skáp,“ segir hún og að fyrir börn sé til ótrúlegt magn af notuðum fötum. „Í loppuverslunum, hjá ættingjum og bara hjá fólki í kringum mann.“ Birgitta segir að þó að það sé meiri vinna og tímafrekara að kaupa notað þá sé það kannski ekki eins yfirþyrmandi ef fólk er ekki að kaupa í sama magni og fækkar innkaupunum með því að hugsa vel um það áður en það kaupir. „Við erum að leggja áherslu á að kaupa bara ekki eitthvað. Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað sem þú kannski þarft ekki.“
Umhverfismál Verslun Deilihagkerfi Loftslagsmál Félagasamtök Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10 Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. 10. desember 2023 16:18 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Sjá meira
Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10
Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. 10. desember 2023 16:18