Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2025 15:49 Drengirnir fór hér yfir á hlaupahjóli þegar ekið var á þá. Sólin var afar lágt á lofti þegar atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna var eldri ökumaður sem blindast af sól og sér ekki börn sem eru á gangbrautinni. Vitni á staðnum sögðu sólina hafa verið mjög lágt á lofti og mjög blindandi í þessari akstursátt. Það var minniháttar slys á barninu,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Laugarnesskóli sést hér í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Senda ábendingu á veghaldara Árni segir skýrt verklag hjá lögreglu þegar slys eiga sér stað að senda ábendingar til veghaldara, sérstaklega þegar tvö slys eru á sama stað eða þau varða börn. „Ef það eru slys á börnum þá skoðum við það sérstaklega,“ segir Árni sem á von á því að lögreglan sendi ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. Árni Friðleifsson segir lögreglu alltaf taka það mjög alvarlega þegar ekið er á börn. Vísir/Ívar Fannar Það verði þó að taka tillit til þess að sól hafi verið lágt á lofti og sem dæmi sé ekki víst að umferðarljós hefðu stöðvað þennan ökumann við þessar tilteknu aðstæður. Hvað varðar hitt slysið, í október, segir hann „glórulaust“ að ökumaður hafi farið af vettvangi. Bæði slys voru tilkynnt til lögreglunnar. Sólin afar lágt á lofti Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla, varð vitni að atvikinu í dag. „Ég var rétt búin að labba yfir með konunni minni og syni og var komin fjóra til fimm metra þegar ég heyrði bílinn nauðhemla,“ segir hann og að bíllinn hafi farið á hjól drengs sem var að fara yfir götuna. Hjólið sé skemmt en drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hann segir annan dreng hafa verið á staðnum en aðeins var tilkynnt um eitt barn til lögreglu. Guðmundur segir sólina hafa verið lágt á lofti og hann hafi sjálfur sérstaklega gætt að því að ökumenn myndu sjá hann. Ökumaðurinn hafi verið miður sín yfir atvikinu. „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna,“ segir hann. Fjallað var um atvikið á Vísi en þá lét ökumaðurinn sig hverfa af vettvangi án þess að stöðva. Vitni láðist að skilja eftir númer. Faðir drengsins sagði hann í áfalli. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Frétt uppfærð 16:51 þann 11.11.2025 Í upprunalegri útgáfu var haft eftir lögreglu að barnið hefði verið á hlaupahjóli. Samkvæmt vitni sem fréttastofa ræddi við var barnið á reiðhjóli. Þá kom einnig fram í upprunalegri útgáfu að í tilkynningu til lögreglu hefði aðeins verið talað um að ekið hefði verið á eitt barn. Þau voru tvö, annað á hjóli, og það var síðar leiðrétt. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna var eldri ökumaður sem blindast af sól og sér ekki börn sem eru á gangbrautinni. Vitni á staðnum sögðu sólina hafa verið mjög lágt á lofti og mjög blindandi í þessari akstursátt. Það var minniháttar slys á barninu,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Laugarnesskóli sést hér í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Senda ábendingu á veghaldara Árni segir skýrt verklag hjá lögreglu þegar slys eiga sér stað að senda ábendingar til veghaldara, sérstaklega þegar tvö slys eru á sama stað eða þau varða börn. „Ef það eru slys á börnum þá skoðum við það sérstaklega,“ segir Árni sem á von á því að lögreglan sendi ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. Árni Friðleifsson segir lögreglu alltaf taka það mjög alvarlega þegar ekið er á börn. Vísir/Ívar Fannar Það verði þó að taka tillit til þess að sól hafi verið lágt á lofti og sem dæmi sé ekki víst að umferðarljós hefðu stöðvað þennan ökumann við þessar tilteknu aðstæður. Hvað varðar hitt slysið, í október, segir hann „glórulaust“ að ökumaður hafi farið af vettvangi. Bæði slys voru tilkynnt til lögreglunnar. Sólin afar lágt á lofti Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla, varð vitni að atvikinu í dag. „Ég var rétt búin að labba yfir með konunni minni og syni og var komin fjóra til fimm metra þegar ég heyrði bílinn nauðhemla,“ segir hann og að bíllinn hafi farið á hjól drengs sem var að fara yfir götuna. Hjólið sé skemmt en drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hann segir annan dreng hafa verið á staðnum en aðeins var tilkynnt um eitt barn til lögreglu. Guðmundur segir sólina hafa verið lágt á lofti og hann hafi sjálfur sérstaklega gætt að því að ökumenn myndu sjá hann. Ökumaðurinn hafi verið miður sín yfir atvikinu. „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna,“ segir hann. Fjallað var um atvikið á Vísi en þá lét ökumaðurinn sig hverfa af vettvangi án þess að stöðva. Vitni láðist að skilja eftir númer. Faðir drengsins sagði hann í áfalli. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Frétt uppfærð 16:51 þann 11.11.2025 Í upprunalegri útgáfu var haft eftir lögreglu að barnið hefði verið á hlaupahjóli. Samkvæmt vitni sem fréttastofa ræddi við var barnið á reiðhjóli. Þá kom einnig fram í upprunalegri útgáfu að í tilkynningu til lögreglu hefði aðeins verið talað um að ekið hefði verið á eitt barn. Þau voru tvö, annað á hjóli, og það var síðar leiðrétt.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira