Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 15:37 Jóhann Berg Guðmundsson spilar tímamótaleik í Bakú í kvöld. Getty/Rafal Oleksiewicz Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Íslands í leiknum mikilvæga á móti Aserbaísjan í undankeppni HM í kvöld sem þýðir að hann leikur sinn hundraðasta leik á Neftvi Arena í Bakú. Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt og hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Logi Tómasson, Sævar Atli Magnússon og Daníel Tristan Guðjohnsen byrjuðu allir síðasta leik liðsins, sem var á móti Frökkum í október, en þeir eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sævar Atli meiddist í þeim leik en hinir tveir byrja á bekknum í dag. Jóhann Berg kemur inn í liðið ásamt þeim Andra Lucasi Guðjohnsen og Kristian Nökkva Hlynssyni. Andri Lucas var í banni í Frakkaleiknum en Kristian kom þá inn á sem varamaður fyrir Daníel Tristan og skoraði þá jöfnunarmarkið. Jóhann Berg verður inni á miðjunni með Ísaki Bergmann Jóhannessyni, Hákoni Arnari Haraldssyni og Kristian Nökkva Hlynssyni. Þeir eru allir fæddir annaðhvort árið 2003 eða árið 2004 en Jóhann Berg lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 þegar þessir þrír liðsfélagar hans voru enn á leikskóla, fjögurra eða fimm ára gamlir. Fyrsti landsleikur Jóhanns var líka á móti Aserbaídsjan en hann fór fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst 2008 en Ólafur Jóhannesson var þá landsliðsþjálfari. Leikurinn endaði 1-1 og var Jóhann Berg í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Jóhann lagði upp mark Íslands í leiknum sem Grétar Rafn Steinsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Jóhanns en það var jöfnunarmarkið í leiknum. Leikurinn í kvöld verður aftur á móti fyrsti A-landsleikur Jóhanns síðan í nóvember 2024 og því um leið fyrsti landsleikur hans fyrir Arnar Gunnalaugsson. Jóhann Berg verður aðeins fimmti leikmaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir karlalandsliðið og átjándi leikmaðurinn til að spila hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla eða kvenna. Birkir Bjarnason (113), Aron Einar Gunnarsson (107), Rúnar Kristinsson (104) og Birkir Már Sævarsson (103) hafa einnig spilað hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla en hundrað landsleikjakonurnar eru þrettán talsins. Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt og hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Logi Tómasson, Sævar Atli Magnússon og Daníel Tristan Guðjohnsen byrjuðu allir síðasta leik liðsins, sem var á móti Frökkum í október, en þeir eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sævar Atli meiddist í þeim leik en hinir tveir byrja á bekknum í dag. Jóhann Berg kemur inn í liðið ásamt þeim Andra Lucasi Guðjohnsen og Kristian Nökkva Hlynssyni. Andri Lucas var í banni í Frakkaleiknum en Kristian kom þá inn á sem varamaður fyrir Daníel Tristan og skoraði þá jöfnunarmarkið. Jóhann Berg verður inni á miðjunni með Ísaki Bergmann Jóhannessyni, Hákoni Arnari Haraldssyni og Kristian Nökkva Hlynssyni. Þeir eru allir fæddir annaðhvort árið 2003 eða árið 2004 en Jóhann Berg lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 þegar þessir þrír liðsfélagar hans voru enn á leikskóla, fjögurra eða fimm ára gamlir. Fyrsti landsleikur Jóhanns var líka á móti Aserbaídsjan en hann fór fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst 2008 en Ólafur Jóhannesson var þá landsliðsþjálfari. Leikurinn endaði 1-1 og var Jóhann Berg í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Jóhann lagði upp mark Íslands í leiknum sem Grétar Rafn Steinsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Jóhanns en það var jöfnunarmarkið í leiknum. Leikurinn í kvöld verður aftur á móti fyrsti A-landsleikur Jóhanns síðan í nóvember 2024 og því um leið fyrsti landsleikur hans fyrir Arnar Gunnalaugsson. Jóhann Berg verður aðeins fimmti leikmaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir karlalandsliðið og átjándi leikmaðurinn til að spila hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla eða kvenna. Birkir Bjarnason (113), Aron Einar Gunnarsson (107), Rúnar Kristinsson (104) og Birkir Már Sævarsson (103) hafa einnig spilað hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla en hundrað landsleikjakonurnar eru þrettán talsins. Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen
Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira