Ölgerðin vill ekki láta kenna sig við „öfgahægrið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. nóvember 2025 13:35 Ölgerðin segir Egils Orku hvorki í samstarfi við Sverri Helgason né Bjórkastið. Hér til hliðar má sjá annan stjórnanda hlaðvarpsins, Jón Þormar Pálsson. Ölgerðin segist ekki vera í samstarfi við Bjórkastið eða stjórnanda þess í tengslum við orkudrykkinn Egils Orku. Sá stjórnandi lýsti drykknum sem opinberum drykk íslenska öfgahægrisins og hafa aðrir gantast með að hann tengist hvítri kynþáttahyggju. Heimildin greindi frá því í morgun að Ölgerðin hefði neitað fyrir samstarf við hlaðvarpið og liti málið alvarlegum augum. Sverrir Helgason, einn fjögurra stjórnanda Bjórkastsins, lýsti því yfir á samfélagsmiðlinum X í byrjun október að „hvít orka“ væri „official drykkur íslenska öfgahægrisins.“ Með hvítri orku er átt við Flona II með ferskjubragði, annað samstarf Ölgerðarinnar við rapparann. Sverrir komst nýlega í fréttirnar eftir að hann sagði sig úr stjórn ungra Miðflokksmanna eftir að hann sagði það ekki skipta sig máli að vera kallaður rasisti. Hann lýsti því sjálfur að hann væri kynþáttaraunsæismaður. Eins og nafnið ber með sér er bjór drukkinn í Bjórkastinu en síðustu vikur hefur hvít orka verið á borðum hlaðvarpsins í miklu magni. Sverrir tvítaði um miðjan síðasta mánuð myndbandi af bíl Ölgerðarinnar og skrifaði við það: „Hvað er í gangi hérna? Tesla frá ölgerðinni merkt hvítri orku! Þetta hlýtur að vera hundaflauta.“ hvað er í gangi hérna? tesla frá ölgerðinni merkt hvítri orku! þetta hlýtur að vera hundaflauta pic.twitter.com/5jStKh2lcJ— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 16, 2025 Arnar Arinbjarnarson deildi færslunni og skrifaði: „Skemmtilegt að Ölgerðin, dyggðaskreyttasta fyrirtæki landsins, komi með Hvíta orku á markað. Ég bara varð að prófa.“ Arnar deildi þessari mynd af Orkunni. Með færslunni fylgdi mynd af Orku og Donald Trump og hlekkur á Wikipedia-síðu um „White power,“ slagorð þeirra sem trúa á yfirburði hvítra. Heimildin hafði samband við Ölgerðina til að spyrjast fyrir um hvort fyrirtækið væri um að drykkurinn væri tengdur íslenska öfgahægrinu á samfélagsmiðlum. Ölgerðin svaraði Heimildinni svo: „Orka er ekki í neinu samstarfi við þáttastjórnandann né þáttinn sjálfan og það að hann hafi valið að hafa þessa vöru hjá sér, er á engan hátt með vitund eða vilja okkar. Við lítum þetta alvarlegum augum.“ Segir ristjórn Heimildarinnar andlega krypplinga Sverrir brást við fréttaflutningi Heimildarinnar á X í hádeginu: „Þetta er ógeðslega fyndið, þetta lið á gaymildinni er svo LN og heimskt, þeir skilja ekki neitt.“ Sverrir Helgason er virkur á X-inu.Youtube „Sem er samt líka viðbúið, þeir sem eru LN geta ekki skilið þá sem eru LU, þeir eru of raped af þessu libba hugarfari, algjörir andlegir krypplingar,“ skrifaði hann einnig. Með hugtakinu „LN“ er átt við „lengst niðri“ sem er öfugt við „LU“ eða „lengst uppi“ sem er orðið útbreitt hugtak meðal hægrimanna á X. Af því tilefni hefur sami hópur byrjað að gantast með LU-kex rétt eins og Egils Orkuna. Samfélagsmiðlar Ölgerðin Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
Heimildin greindi frá því í morgun að Ölgerðin hefði neitað fyrir samstarf við hlaðvarpið og liti málið alvarlegum augum. Sverrir Helgason, einn fjögurra stjórnanda Bjórkastsins, lýsti því yfir á samfélagsmiðlinum X í byrjun október að „hvít orka“ væri „official drykkur íslenska öfgahægrisins.“ Með hvítri orku er átt við Flona II með ferskjubragði, annað samstarf Ölgerðarinnar við rapparann. Sverrir komst nýlega í fréttirnar eftir að hann sagði sig úr stjórn ungra Miðflokksmanna eftir að hann sagði það ekki skipta sig máli að vera kallaður rasisti. Hann lýsti því sjálfur að hann væri kynþáttaraunsæismaður. Eins og nafnið ber með sér er bjór drukkinn í Bjórkastinu en síðustu vikur hefur hvít orka verið á borðum hlaðvarpsins í miklu magni. Sverrir tvítaði um miðjan síðasta mánuð myndbandi af bíl Ölgerðarinnar og skrifaði við það: „Hvað er í gangi hérna? Tesla frá ölgerðinni merkt hvítri orku! Þetta hlýtur að vera hundaflauta.“ hvað er í gangi hérna? tesla frá ölgerðinni merkt hvítri orku! þetta hlýtur að vera hundaflauta pic.twitter.com/5jStKh2lcJ— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 16, 2025 Arnar Arinbjarnarson deildi færslunni og skrifaði: „Skemmtilegt að Ölgerðin, dyggðaskreyttasta fyrirtæki landsins, komi með Hvíta orku á markað. Ég bara varð að prófa.“ Arnar deildi þessari mynd af Orkunni. Með færslunni fylgdi mynd af Orku og Donald Trump og hlekkur á Wikipedia-síðu um „White power,“ slagorð þeirra sem trúa á yfirburði hvítra. Heimildin hafði samband við Ölgerðina til að spyrjast fyrir um hvort fyrirtækið væri um að drykkurinn væri tengdur íslenska öfgahægrinu á samfélagsmiðlum. Ölgerðin svaraði Heimildinni svo: „Orka er ekki í neinu samstarfi við þáttastjórnandann né þáttinn sjálfan og það að hann hafi valið að hafa þessa vöru hjá sér, er á engan hátt með vitund eða vilja okkar. Við lítum þetta alvarlegum augum.“ Segir ristjórn Heimildarinnar andlega krypplinga Sverrir brást við fréttaflutningi Heimildarinnar á X í hádeginu: „Þetta er ógeðslega fyndið, þetta lið á gaymildinni er svo LN og heimskt, þeir skilja ekki neitt.“ Sverrir Helgason er virkur á X-inu.Youtube „Sem er samt líka viðbúið, þeir sem eru LN geta ekki skilið þá sem eru LU, þeir eru of raped af þessu libba hugarfari, algjörir andlegir krypplingar,“ skrifaði hann einnig. Með hugtakinu „LN“ er átt við „lengst niðri“ sem er öfugt við „LU“ eða „lengst uppi“ sem er orðið útbreitt hugtak meðal hægrimanna á X. Af því tilefni hefur sami hópur byrjað að gantast með LU-kex rétt eins og Egils Orkuna.
Samfélagsmiðlar Ölgerðin Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira