Innlent

Skot­vopnin reyndust eftir­líkingar

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hér má sjá manninn stilla sér upp með eftirlíkingum af skotvopnum.
Hér má sjá manninn stilla sér upp með eftirlíkingum af skotvopnum. Skjáskot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið.

Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótórhjól á höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótórhjóli með Range Rover sér á hægri hönd og BMW bíl á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvo skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotarifill og skammbyssu að ræða.

Myndböndin vöktu þó nokkra athylgi og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn.

Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Range Rover. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok  þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. 

@sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp

Range Rover bifreiðin er bílaleigubíll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×