Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar 20. nóvember 2025 06:02 Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Evrópusambandið Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun