Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. nóvember 2025 16:03 Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Mjódd Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun