Innlent

Maðurinn sem fannst látinn var um fer­tugt

Atli Ísleifsson skrifar
Untitled-3525 (1)
Vísir/Einar

Maðurinn sem fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi í gærmorgun var um fertugt. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi í Kópavogi hafi borist á ellefta tímanum í gærmorgun. 

Lögregla hélt rakleiðis á vettvang, en maðurinn, sem var um fertugt, reyndist látinn er að var komið. 

Í frétt Vísis í gær kom fram að maðurinn hafi fundist í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi, en tæknideild lögreglu var þar að störfum stóran hluta dagsins í gær.

Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.

„Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Skýrslutökur stóðu yfir í gær og er framhaldið í dag, en enginn er í haldi vegna málsins.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×