Innlent

Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tónleikarýmum hefur fækkað í borginni á undanförnum árum.
Tónleikarýmum hefur fækkað í borginni á undanförnum árum. Vísir/Viktor Freyr

Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. 

Gert er ráð fyrir að hópurinn, sem skipaður verður fulltrúum Tónlistarborgarinnar Reykjavík, Tónlistarmiðstöðvar, Tónlistarráðs og tónleikahaldara, skili áfanganiðurstöðum fyrir 15. janúar næstkomandi og lokaniðurstöðum fyrir 1. mars. 

Tillagan var lögð fram af meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinsti grænna. Fram kemur í tillögunni að íslenskir tónlistarmenn hafi haslað sér völl á alþjóðavettvangi svo tekið hafi verið eftir. Mikil gróska hafi verið í íslenku tónlistarlífi frá því fyrir aldamót. 

„Það er nauðsynleg forsenda fyrir blómlegu tónlistarlífi að aðstaða til lifandi tónlistarflutnings sé góð og fjölbreytt. Það er því verulegt áhyggjuenfi að tónleikastöðum hefur fækkað til muna undanfarin ár og hefur fjórum tónleikastöðum í miðborginni verið lokað á undanförnum tveimur árum,“ segir í tillögunni. Snúa þurfi vörn í sókn.

Fjallað var um þessa þróun á Vísi í ágúst 2024 en þá var Kex, sem lengi var vinsæll tónleikastaður, að loka tónleikarýminu til að bæta við hótelherbergjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×