Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:47 Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun