Handbolti

Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Höskuldsson var hetja Selfyssinga í kvöld.
Hannes Höskuldsson var hetja Selfyssinga í kvöld. @hanneshoskulds

Hannes Höskuldsson var hetja Selfyssinga í botnslagnum í Olís-deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Afturelding komst á toppinn en mögulega bara tímabundið.

Selfoss vann 35-34 sigur á ÍR í uppgjöri tveggja neðstu liða deildarinnar. ÍR-ingar eru því áfram á botninum og Selfoss nú fjórum stigum á undan þeim.

Hannes sá til þess að heimamenn fögnuðu sigri en hann skoraði sigurmarkið. Sigurinn kemur liðinu upp í níunda sætið.

Hannes var með tíu mörk í þrettán skotum í kvöld en Anton Breki Hjaltason skoraði átta mörk fyrir Selfoss. Jason Dagur Þórisson var með sex mörk.

Bernard Kristján Owusu Darkoh var markahæstur hjá ÍR með ellefu mörk og Baldur Fritz Bjarnason skoraði níu mörk. Jökull Blöndal Björnsson var með átta mörk.

Afturelding komst í toppsætið með átta marka sigri á HK í Mosfellsbænum, 41-33. Haukarnir geta tekið það af þeim aftur seinna í kvöld.

4. Oscar Sven Leithoff Lykke skoraði tíu mörk fyrir Aftureldingu og Ihor Kopyshynskyi var með sjö mörk. Sigurður Jefferson Guarino og Jóhann Birgir Ingvarsson skoruðu báðir átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×