Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 9. desember 2025 08:45 Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir. Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum .Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til. Gerendur hins vegar geta nýtt stafræna vettvanginn til að beita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi. Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er. Gerendur fá oft frípassa í ofbeldismálum og hann virkar líka á stafrænum vettvangi. Það virðist enginn munur á því hvernig ofbeldinu er beitt, kerfið er oftast vanbúið til að takast á við þau mál. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf viðurkennt aukningu á stafrænu kynferðisofbeldi og skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki - vegna vantrausts á kerfinu. Kerfi sem nauðsynlegt er að bæta svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot. Við megum ekki sætta okkur við að konur séu aldrei öruggar. Við megum ekki samþykkja að þeir sem beita ofbeldi hafi yfirburðastöðu innan kerfisins sem á að vernda þolendur. Og við verðum að viðurkenna að stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki ,,netvandamál” heldur samfélagsleg áskorun sem endurspeglar rótgróið valdakerfi sem við höfum leyft að grassera allt of lengi. Það er búið að normalísera að konur þurfi stöðugt að verja sig. Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á. Það er mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir. Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum .Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til. Gerendur hins vegar geta nýtt stafræna vettvanginn til að beita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi. Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er. Gerendur fá oft frípassa í ofbeldismálum og hann virkar líka á stafrænum vettvangi. Það virðist enginn munur á því hvernig ofbeldinu er beitt, kerfið er oftast vanbúið til að takast á við þau mál. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf viðurkennt aukningu á stafrænu kynferðisofbeldi og skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki - vegna vantrausts á kerfinu. Kerfi sem nauðsynlegt er að bæta svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot. Við megum ekki sætta okkur við að konur séu aldrei öruggar. Við megum ekki samþykkja að þeir sem beita ofbeldi hafi yfirburðastöðu innan kerfisins sem á að vernda þolendur. Og við verðum að viðurkenna að stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki ,,netvandamál” heldur samfélagsleg áskorun sem endurspeglar rótgróið valdakerfi sem við höfum leyft að grassera allt of lengi. Það er búið að normalísera að konur þurfi stöðugt að verja sig. Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á. Það er mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar