Vill skoða úrsögn úr EES Agnar Már Másson skrifar 11. desember 2025 16:06 Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. Sérstök umræða var haldin á Alþingi um skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd. Í skýrslunni er meðal annars bent á að fólksfjölgun á Íslandi hafi hlutfallslega verið þrettán sinnum meiri á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Umræðan var haldin að frumkvæði Snorra en hann vildi meina að dómsmálaráðherra neitaði að taka EES-samstarfið til umræðu í sambandi við innflytjendamál. „Það er auðvitað stóra breytan í innflytjendamálum hér að hér eru opin landamæri fyrir 450 milljónir manna,“ sagði Snorri, sem telur að Íslendingar muni þurfa að grípa til neyðarheimilda innan EES til að taka stjórn á fólksflutningum ef útlendingum héldi áfram að fjölga á Íslandi tvöfalt hraðar en Íslendingum. „Við höfum þær heimildir. Við gætum það,“ sagði hann og bætti svo við: „Ef það virkar ekki, ef við hreinlega missum stjórn á eigin lýðfræðilegu örlögum, þá tel ég að hagsmunum okkar sé augljóslega betur borgið utan samstarfsins ef þetta heldur svona áfram mikið lengur.“ Snorri sagðist enn fremur telja að Alþingi tillögu á borð við þá sem Svisslendingar greiða atkvæði um á næsta ári um að takmarka íbúafjölda í landinu við tíu milljónir. Málið var lagt fram af Svissneska þjóðflokknum, SVP, og nýtur stuðnings 48 prósenta Svisslendinga samkvæmt skoðanakönnunum, samkvæmt Swissinfo. Á samfélagsmiðlinum Facebook brást Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, við þeim ummælum sem Snorri lét falla í pontu Alþingis. Sigmar sagði það augljóst að Snorri áttaði sig ekki á að EES-samstarfið byggðist á gagnkvæmni. „Tugþúsundir Íslendinga vinna, læra og njóta réttinda í Evrópu á grundvelli þessa samstarfs sem í raun er undirstaða þeirrar velferðar sem við búum við í dag. Það gildir líka um kjósendur Miðflokksins,“ skrifar Viðreisnarmaðurinn, sem tekur fram að ekki hafi fylgt sögunni að íslensk fyrirtæki myndu missa starfsfólk í „tugþúsundatali“. Hann segir aukinheldur að ríki og sveitarfélög myndu missa þúsundir starfsmanna úr velferðarþjónustu auk þess sem tugþúsundir myndu missa réttindi sín í Evrópu til búsetu og atvinnu, þar með talið þúsundir Íslendinga sem búa á Spáni og víðar. „Þetta er vanhugsaður og varasamur málflutningur og ekkert annað en aðför að atvinnulífi og velferð þjóðarinnar. Ef við lokum á aðra, þá loka aðrir á okkur. Hræðsla Miðflokksins við flugfrelsið sem EES-samstarfið tryggir er andstætt íslenskum hagsmunum.“ Snorri brást svo sjálfur við færslu Sigmars í ummælum undir færslunni: „Ég tek að vísu ekki undir þína lýsingu um að umræða um kosti og galla frjáls flæðis fólks sé andstæð íslenskum hagsmunum, heldur snýst hún af okkar hálfu einmitt um að gæta íslenskra hagsmuna.“ Sigmar svaraði þá: „Ég fagna því að þið segið loksins hreint út afstöðu ykkar til EES samstarfsins. Það er mikilvægt að tala skýrt því þá liggur það fyrir að þið viljið svipta Íslendinga þeim réttindum til náms og vinnu í Evrópu sem EES tryggir.“ EES-samningurinn Miðflokkurinn Viðreisn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sérstök umræða var haldin á Alþingi um skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd. Í skýrslunni er meðal annars bent á að fólksfjölgun á Íslandi hafi hlutfallslega verið þrettán sinnum meiri á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Umræðan var haldin að frumkvæði Snorra en hann vildi meina að dómsmálaráðherra neitaði að taka EES-samstarfið til umræðu í sambandi við innflytjendamál. „Það er auðvitað stóra breytan í innflytjendamálum hér að hér eru opin landamæri fyrir 450 milljónir manna,“ sagði Snorri, sem telur að Íslendingar muni þurfa að grípa til neyðarheimilda innan EES til að taka stjórn á fólksflutningum ef útlendingum héldi áfram að fjölga á Íslandi tvöfalt hraðar en Íslendingum. „Við höfum þær heimildir. Við gætum það,“ sagði hann og bætti svo við: „Ef það virkar ekki, ef við hreinlega missum stjórn á eigin lýðfræðilegu örlögum, þá tel ég að hagsmunum okkar sé augljóslega betur borgið utan samstarfsins ef þetta heldur svona áfram mikið lengur.“ Snorri sagðist enn fremur telja að Alþingi tillögu á borð við þá sem Svisslendingar greiða atkvæði um á næsta ári um að takmarka íbúafjölda í landinu við tíu milljónir. Málið var lagt fram af Svissneska þjóðflokknum, SVP, og nýtur stuðnings 48 prósenta Svisslendinga samkvæmt skoðanakönnunum, samkvæmt Swissinfo. Á samfélagsmiðlinum Facebook brást Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, við þeim ummælum sem Snorri lét falla í pontu Alþingis. Sigmar sagði það augljóst að Snorri áttaði sig ekki á að EES-samstarfið byggðist á gagnkvæmni. „Tugþúsundir Íslendinga vinna, læra og njóta réttinda í Evrópu á grundvelli þessa samstarfs sem í raun er undirstaða þeirrar velferðar sem við búum við í dag. Það gildir líka um kjósendur Miðflokksins,“ skrifar Viðreisnarmaðurinn, sem tekur fram að ekki hafi fylgt sögunni að íslensk fyrirtæki myndu missa starfsfólk í „tugþúsundatali“. Hann segir aukinheldur að ríki og sveitarfélög myndu missa þúsundir starfsmanna úr velferðarþjónustu auk þess sem tugþúsundir myndu missa réttindi sín í Evrópu til búsetu og atvinnu, þar með talið þúsundir Íslendinga sem búa á Spáni og víðar. „Þetta er vanhugsaður og varasamur málflutningur og ekkert annað en aðför að atvinnulífi og velferð þjóðarinnar. Ef við lokum á aðra, þá loka aðrir á okkur. Hræðsla Miðflokksins við flugfrelsið sem EES-samstarfið tryggir er andstætt íslenskum hagsmunum.“ Snorri brást svo sjálfur við færslu Sigmars í ummælum undir færslunni: „Ég tek að vísu ekki undir þína lýsingu um að umræða um kosti og galla frjáls flæðis fólks sé andstæð íslenskum hagsmunum, heldur snýst hún af okkar hálfu einmitt um að gæta íslenskra hagsmuna.“ Sigmar svaraði þá: „Ég fagna því að þið segið loksins hreint út afstöðu ykkar til EES samstarfsins. Það er mikilvægt að tala skýrt því þá liggur það fyrir að þið viljið svipta Íslendinga þeim réttindum til náms og vinnu í Evrópu sem EES tryggir.“
EES-samningurinn Miðflokkurinn Viðreisn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira