Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Aron Guðmundsson skrifar 13. desember 2025 09:32 Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli og verið farsæll í starfi Guðmundur Guðmundsson segir árangur sinn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia tala sínu máli. Hann lítur stoltur yfir farinn veg sem reyndi á og var krefjandi á köflum. Leiðir Guðmundar og Fredericia skyldu á þriðja ári samstarfsins nú fyrr á árinu eftir brösótt gengi í upphafi tímabils en þess ber þó að geta að liðinu hefur ekki tekist að snúa genginu við undir stjórn nýs þjálfara og situr í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar. Undir stjórn Guðmundar náði Fredericia sögulegum árangri, vann fyrstu medalíu sína í 43 ár, komst í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar gegn stórliði Álaborgar og spilaði í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Ég geri mjög miklar kröfur til sjálfs míns sem þjálfara, alltaf. Að sama skapi geri ég miklar kröfur til allra í kringum mig,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild. „Lykillinn að velgengninni, að mínu mati, þarna var góð umgjörð í kringum liðið sem er og hefur verið. Síðan náum við að spila ótrúlega góða vörn sem andstæðingar okkar áttu mjög erfitt með að leysa. Við spiluðum framliggjandi vörn sem ég spilaði áður með íslenska landsliðinu. Ég byrjaði að þróa þessa vörn árið 2008 og hef síðan þá verið að þróa hana meira og meira. Hann er lykillinn að þessu finnst mér, þessi stórkostlegi varnarleikur.“ Guðmundur á hliðarlínunni sem þjálfari Fredericia á fyrsta tímabili liðsins í Meistaradeild Evrópu, stærsta sviði félagsliðaboltansVísir/Getty Lykillinn sé stöðugleiki Í gegnum sinn feril hefur Guðmundur verið trúr sínum gildum og sannfærst enn frekar um þau eftir því sem líður á. „Fyrir mig hefur það alltaf skipt miklu máli að gera þá leikmenn betri sem hjá mér eru. Ég hef til að mynda fyllst gleði þegar að leikmenn mínir verða landsliðsmenn. Það hefur fylgt mér alveg síðan að ég fór frá Íslandi á sínum tíma, mér hefur alltaf fundist það heilög skylda mín sem þjálfari að gera þá leikmenn sem hjá mér eru betri. Ég er mjög glaður yfir því að Einar Ólafsson skyldi verða landsliðsmaður þegar að hann starfaði undir minni stjórn. Hann er það enn og er bara gríðarlega efnilegur drengur sem tók stórstígum framförum undir minni stjórn sem varnarmaður.“ Til að ná árangri í hverju sem er krefst það þess að menn leggi sig fram eitt hundrað prósent. „Á hverjum einasta degi á hverri einustu æfingu, alltaf. Þú þarft alltaf að vera á fullu, það má aldrei slaka á. Liðin sem ná að halda stöðugleika, sem er mjög erfitt, eru líklegri til að ná meiri árangri. Þetta tókst okkur í þessi þrjú ár, meira og minna. Það eru þessir þættir sem mér finnst mjög athyglisverðir. Að eiga þátt í því að breyta hugarfari, víkka sjóndeildarhringinn, láta menn trúa á að allt sé mögulegt. Mér fannst það takast. Árangurinn segir það.“ Danski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja Sjá meira
Leiðir Guðmundar og Fredericia skyldu á þriðja ári samstarfsins nú fyrr á árinu eftir brösótt gengi í upphafi tímabils en þess ber þó að geta að liðinu hefur ekki tekist að snúa genginu við undir stjórn nýs þjálfara og situr í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar. Undir stjórn Guðmundar náði Fredericia sögulegum árangri, vann fyrstu medalíu sína í 43 ár, komst í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar gegn stórliði Álaborgar og spilaði í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Ég geri mjög miklar kröfur til sjálfs míns sem þjálfara, alltaf. Að sama skapi geri ég miklar kröfur til allra í kringum mig,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild. „Lykillinn að velgengninni, að mínu mati, þarna var góð umgjörð í kringum liðið sem er og hefur verið. Síðan náum við að spila ótrúlega góða vörn sem andstæðingar okkar áttu mjög erfitt með að leysa. Við spiluðum framliggjandi vörn sem ég spilaði áður með íslenska landsliðinu. Ég byrjaði að þróa þessa vörn árið 2008 og hef síðan þá verið að þróa hana meira og meira. Hann er lykillinn að þessu finnst mér, þessi stórkostlegi varnarleikur.“ Guðmundur á hliðarlínunni sem þjálfari Fredericia á fyrsta tímabili liðsins í Meistaradeild Evrópu, stærsta sviði félagsliðaboltansVísir/Getty Lykillinn sé stöðugleiki Í gegnum sinn feril hefur Guðmundur verið trúr sínum gildum og sannfærst enn frekar um þau eftir því sem líður á. „Fyrir mig hefur það alltaf skipt miklu máli að gera þá leikmenn betri sem hjá mér eru. Ég hef til að mynda fyllst gleði þegar að leikmenn mínir verða landsliðsmenn. Það hefur fylgt mér alveg síðan að ég fór frá Íslandi á sínum tíma, mér hefur alltaf fundist það heilög skylda mín sem þjálfari að gera þá leikmenn sem hjá mér eru betri. Ég er mjög glaður yfir því að Einar Ólafsson skyldi verða landsliðsmaður þegar að hann starfaði undir minni stjórn. Hann er það enn og er bara gríðarlega efnilegur drengur sem tók stórstígum framförum undir minni stjórn sem varnarmaður.“ Til að ná árangri í hverju sem er krefst það þess að menn leggi sig fram eitt hundrað prósent. „Á hverjum einasta degi á hverri einustu æfingu, alltaf. Þú þarft alltaf að vera á fullu, það má aldrei slaka á. Liðin sem ná að halda stöðugleika, sem er mjög erfitt, eru líklegri til að ná meiri árangri. Þetta tókst okkur í þessi þrjú ár, meira og minna. Það eru þessir þættir sem mér finnst mjög athyglisverðir. Að eiga þátt í því að breyta hugarfari, víkka sjóndeildarhringinn, láta menn trúa á að allt sé mögulegt. Mér fannst það takast. Árangurinn segir það.“
Danski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja Sjá meira