Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2025 20:00 Erlendur Þorsteinsson segir að bregðast þurfi við auknum fjölda slysa þar sem ekið er á gangandi og hjólandi vegfarendur. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira