Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar 17. desember 2025 08:33 Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs. Nú stendur Reykjalundur frammi fyrir nýjum tækifærum sem kalla á að við nýtum þá reynslu sem safnað hefur verið svo endurhæfing á Íslandi verði áfram byggð á heildrænni nálgun, þverfaglegu samstarfi og mannlegri nánd sem hefur reynst svo vel í gegnum tíðina. Samningur við stjórnvöld: Markmið og rekstrarforsendur Meðferðarstarf Reykjalundar byggist alfarið á greiðslum frá stjórnvöldum, þ.e. í gegnum þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru einu tekjur stofnunarinnar og þar með lykilforsenda þess að hægt sé að halda uppi mikilvægri þjónustu sem stenst kröfur samfélagsins. Þess vegna er það réttmætt og í senn hófsöm og eðlileg krafa að samningar okkar tryggi ekki aðeins launagreiðslur þeirra sem sinna þjónustu við sjúklinga á Reykjalundi, heldur einnig að greiðslur nái yfir húsnæði sem uppfyllir kröfur um nútíma endurhæfingu, rekstur og viðhald húsnæðis og búnaðar og starfsaðstöðu fyrir þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga. Fjárfesting sem margborgar sig Fjárfesting í endurhæfingu er ekki einvörðungu kostnaður – hún er mikilvæg forvörn. Hún tryggir að einstaklingar nái fyrr betri heilsu, búi við meira sjálfstæði og minnkar þörf fyrir dýrari meðferðir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Með öðrum orðum: þegar stjórnvöld fjárfesta í traustum grunni Reykjalundar er það fjárfesting í sjálfu samfélaginu. Horft fram á við Reykjalundur er öflug stofnun sem hefur alla burði til að þróa áfram fjölbreytta starfsemi í takt við breyttar þarfir samfélagsins. Þar má nefna: Heilsueflingu og forvarnir þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, næringu, streitustjórnun og geðræna heilsu í samstarfi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila. Endurhæfingu tengda langvinnum verkjum, stoðkerfisvandamálum og þreytuheilkennum. Sérhæfða starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill snúa aftur á vinnumarkað. Samstarf við háskóla, heima og erlendis, um rannsóknir og þróun endurhæfingar sem getur styrkt bæði faglegt starf og nýsköpun. Miðstöð fyrir fjölskyldumeðferð í tengslum við endurhæfingu. Samþættingu þjónustu með annarri heilbrigðis- og félagsþjónustu, t.d. á Grensási. Einnig þarf að bæta sérhæfða sálfræðiþjónustu, fræðslu, handleiðslu og greiningarvinnu. Þetta eru aðeins dæmi um þætti sem myndu styrkja endurhæfingarstarf Reykjalundar – og allt þetta á samleið með hefð Reykjalundar um heildræna nálgun. Framtíð byggð á traustum grunni Reykjalundur stendur á tímamótum sem gefa tilefni til bjartsýni. Með því að halda áfram að vinna í anda þess sem hefur mótað stofnunina frá upphafi – þekking, samkennd og faglegt samstarf – eru allar forsendur til staðar á Reykjalundi til að auka og þróa enn frekar bæði endurhæfingarstarfsemi og tengda heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Á sama tíma þarf fjármögnun stjórnvalda að tryggja raunhæfar rekstrarforsendur, þannig að það starf sem byggt hefur verið upp á liðnum 80 árum á Reykjalundi fái að dafna og þjóna þjóðinni áfram. Spurningin er ekki hvort við höfum efni á að sinna öflugri endurhæfingu, heldur hvort við höfum efni á að gera það ekki. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Óbótamenn að verki Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs. Nú stendur Reykjalundur frammi fyrir nýjum tækifærum sem kalla á að við nýtum þá reynslu sem safnað hefur verið svo endurhæfing á Íslandi verði áfram byggð á heildrænni nálgun, þverfaglegu samstarfi og mannlegri nánd sem hefur reynst svo vel í gegnum tíðina. Samningur við stjórnvöld: Markmið og rekstrarforsendur Meðferðarstarf Reykjalundar byggist alfarið á greiðslum frá stjórnvöldum, þ.e. í gegnum þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru einu tekjur stofnunarinnar og þar með lykilforsenda þess að hægt sé að halda uppi mikilvægri þjónustu sem stenst kröfur samfélagsins. Þess vegna er það réttmætt og í senn hófsöm og eðlileg krafa að samningar okkar tryggi ekki aðeins launagreiðslur þeirra sem sinna þjónustu við sjúklinga á Reykjalundi, heldur einnig að greiðslur nái yfir húsnæði sem uppfyllir kröfur um nútíma endurhæfingu, rekstur og viðhald húsnæðis og búnaðar og starfsaðstöðu fyrir þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga. Fjárfesting sem margborgar sig Fjárfesting í endurhæfingu er ekki einvörðungu kostnaður – hún er mikilvæg forvörn. Hún tryggir að einstaklingar nái fyrr betri heilsu, búi við meira sjálfstæði og minnkar þörf fyrir dýrari meðferðir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Með öðrum orðum: þegar stjórnvöld fjárfesta í traustum grunni Reykjalundar er það fjárfesting í sjálfu samfélaginu. Horft fram á við Reykjalundur er öflug stofnun sem hefur alla burði til að þróa áfram fjölbreytta starfsemi í takt við breyttar þarfir samfélagsins. Þar má nefna: Heilsueflingu og forvarnir þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, næringu, streitustjórnun og geðræna heilsu í samstarfi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila. Endurhæfingu tengda langvinnum verkjum, stoðkerfisvandamálum og þreytuheilkennum. Sérhæfða starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill snúa aftur á vinnumarkað. Samstarf við háskóla, heima og erlendis, um rannsóknir og þróun endurhæfingar sem getur styrkt bæði faglegt starf og nýsköpun. Miðstöð fyrir fjölskyldumeðferð í tengslum við endurhæfingu. Samþættingu þjónustu með annarri heilbrigðis- og félagsþjónustu, t.d. á Grensási. Einnig þarf að bæta sérhæfða sálfræðiþjónustu, fræðslu, handleiðslu og greiningarvinnu. Þetta eru aðeins dæmi um þætti sem myndu styrkja endurhæfingarstarf Reykjalundar – og allt þetta á samleið með hefð Reykjalundar um heildræna nálgun. Framtíð byggð á traustum grunni Reykjalundur stendur á tímamótum sem gefa tilefni til bjartsýni. Með því að halda áfram að vinna í anda þess sem hefur mótað stofnunina frá upphafi – þekking, samkennd og faglegt samstarf – eru allar forsendur til staðar á Reykjalundi til að auka og þróa enn frekar bæði endurhæfingarstarfsemi og tengda heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Á sama tíma þarf fjármögnun stjórnvalda að tryggja raunhæfar rekstrarforsendur, þannig að það starf sem byggt hefur verið upp á liðnum 80 árum á Reykjalundi fái að dafna og þjóna þjóðinni áfram. Spurningin er ekki hvort við höfum efni á að sinna öflugri endurhæfingu, heldur hvort við höfum efni á að gera það ekki. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar