Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar 31. desember 2025 08:31 Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun