Á krossgötum Alexandra Briem skrifar 1. janúar 2026 15:02 Krossgötur eru áhugavert fyrirbæri í þjóðtrúnni. Þar getur verið hættulegt að vera, þar eru skilin milli heima óljósari. Þar hittum við mögulega fyrir undarlegar verur. Ég auðvitað trúi ekki á yfirnáttúru, en krossgötur eru samt táknmynd fyrir það þegar við eigum val, fyrir það að við getum ákveðið hvaða framtíð við viljum búa til, og þá líka, hvaða framtíð við viljum ekki. Áramót eru á vissan hátt ákveðnar krossgötur. Þá lítum við yfir liðið ár, gerum upp þær ákvarðanir sem við höfum tekið og árangurinn af þeim. Við sjáum fyrir okkur þær mögulegu framtíðir sem standa frammi fyrir okkur. Og svo reynum við að velja. Reynum að velja heiminn sem við viljum og hafna hinum. Mér finnst eitthvað valdeflandi og skemmtilegt við að líta svona á, þó svo ég viti að framtíðin sem verður er á endanum einhvers konar blanda af ákvörðunum okkar allra og svo óstjórnuðum atburðum sem engin geta séð fyrir. Árið 2025 tókum við Píratar í Reykjavík ákvörðun um það að taka þátt í að mynda fimm flokka meirihluta í borgarstjórn. Það var reyndar ekki erfið ákvörðun, eftir að tilraun til að mynda annan meirihluta runnu út í sandinn var ósköp fátt annað í stöðunni. Vissulega einhver tilraunastarfsemi sem hefði mátt reyna, en það hefði alltaf verið frekar veikt með bara ár eftir til kosninga. Ákvörðunin reyndist þó góð, og samstarfið hefur gengið mjög vel. Ég tók líka þá ákvörðun á árinu að gefa kost á mér til formennsku í Pírötum. Við höfðum þá nýlega tekið ákvörðun um að taka upp formannsembætti, sem ég hafði beitt mér fyrir. Sú ákvörðun var ekki eins árangursrík fyrir mig persónulega - en við fengum samt flottan formann sem hefur þegar staðið sig vel í því að efla innra starf og undirbúa næstu skref. Þá stóð ég frammi fyrir stórum krossgötum, hvernig átti ég að meta niðurstöðuna? Hvað átti ég að lesa út úr henni? Og hvað ætti ég að gera næst? Ég hefði getað metið hana sem svo að verið væri að hafna mér persónulega, að ég væri ekki lengur velkomin eða æskileg. Ég hefði getað ákveðið að skipta um flokk, eða taka pásu frá pólitík. Ég hefði ekki getað ákveðið að hætta, ég held að ég brenni einfaldlega enn fyrir of mörgu sem ég vil gera og ég trúi því einlæglega að ég hafi eitthvað jákvætt fram að færa. Ákvörðunin að vera áfram, að gefast ekki upp, og sækjast þess í stað eftir því að leiða Pírata í borginni næsta vor, var samt til að gera auðveld. Ég nefnilega trúi því, þrátt fyrir allt - þrátt fyrir mistök og átök og allskonar vitleysu sem komið hefur upp - að við stöndum fyrir eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem væri stór skaði af því að myndi hverfa úr íslenskum stjórnmálum. Það verður að vera til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem trúir á lýðræðið, framtíðina og mannréttindi. Sem vill ábyrga loftslagsstefnu, sem vill standa vörð um frjálslyndi og fjölmenningu, sem vill bjóða upp á raunverulegar, jákvæðar kerfisbreytingar, án þess að leita í einfaldar lausnir einangrunarsinna, afturhalds og rasisma. Það verður að vera flokkur sem vill bjóða fólki upp á alvöru von, án þess að gefa lýðræði eða mannréttindi upp á bátinn. Sérstaklega á þessum erfiðu tímum, þar sem öfgahægri, afturhald og fasismi eru í uppgangi í heiminum. Ég trúi því að við getum valið góða framtíð, þar sem við getum átt samleið í friði, án þess að útiloka eða kúga hvert annað, án þess að snúa fátækum, öryrkjum, hinsegin fólki og hælisleitendum hverjum gegn öðrum; framtíð þar sem við getum leyst vandamálin á uppbyggilegan hátt. Kannski mistekst það, en ég trúi því að mér beri skylda til þess að reyna mitt besta, til þess að velja framtíðina sem ég trúi á. Ég trúi því að íslendingar vilji flestir þessa framtíð líka. Við stöndum á krossgötum, af því að við eigum val. Það eru galdrarnir sem fylgja því að standa á krossgötum. Veljum framtíðina. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Píratar Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Krossgötur eru áhugavert fyrirbæri í þjóðtrúnni. Þar getur verið hættulegt að vera, þar eru skilin milli heima óljósari. Þar hittum við mögulega fyrir undarlegar verur. Ég auðvitað trúi ekki á yfirnáttúru, en krossgötur eru samt táknmynd fyrir það þegar við eigum val, fyrir það að við getum ákveðið hvaða framtíð við viljum búa til, og þá líka, hvaða framtíð við viljum ekki. Áramót eru á vissan hátt ákveðnar krossgötur. Þá lítum við yfir liðið ár, gerum upp þær ákvarðanir sem við höfum tekið og árangurinn af þeim. Við sjáum fyrir okkur þær mögulegu framtíðir sem standa frammi fyrir okkur. Og svo reynum við að velja. Reynum að velja heiminn sem við viljum og hafna hinum. Mér finnst eitthvað valdeflandi og skemmtilegt við að líta svona á, þó svo ég viti að framtíðin sem verður er á endanum einhvers konar blanda af ákvörðunum okkar allra og svo óstjórnuðum atburðum sem engin geta séð fyrir. Árið 2025 tókum við Píratar í Reykjavík ákvörðun um það að taka þátt í að mynda fimm flokka meirihluta í borgarstjórn. Það var reyndar ekki erfið ákvörðun, eftir að tilraun til að mynda annan meirihluta runnu út í sandinn var ósköp fátt annað í stöðunni. Vissulega einhver tilraunastarfsemi sem hefði mátt reyna, en það hefði alltaf verið frekar veikt með bara ár eftir til kosninga. Ákvörðunin reyndist þó góð, og samstarfið hefur gengið mjög vel. Ég tók líka þá ákvörðun á árinu að gefa kost á mér til formennsku í Pírötum. Við höfðum þá nýlega tekið ákvörðun um að taka upp formannsembætti, sem ég hafði beitt mér fyrir. Sú ákvörðun var ekki eins árangursrík fyrir mig persónulega - en við fengum samt flottan formann sem hefur þegar staðið sig vel í því að efla innra starf og undirbúa næstu skref. Þá stóð ég frammi fyrir stórum krossgötum, hvernig átti ég að meta niðurstöðuna? Hvað átti ég að lesa út úr henni? Og hvað ætti ég að gera næst? Ég hefði getað metið hana sem svo að verið væri að hafna mér persónulega, að ég væri ekki lengur velkomin eða æskileg. Ég hefði getað ákveðið að skipta um flokk, eða taka pásu frá pólitík. Ég hefði ekki getað ákveðið að hætta, ég held að ég brenni einfaldlega enn fyrir of mörgu sem ég vil gera og ég trúi því einlæglega að ég hafi eitthvað jákvætt fram að færa. Ákvörðunin að vera áfram, að gefast ekki upp, og sækjast þess í stað eftir því að leiða Pírata í borginni næsta vor, var samt til að gera auðveld. Ég nefnilega trúi því, þrátt fyrir allt - þrátt fyrir mistök og átök og allskonar vitleysu sem komið hefur upp - að við stöndum fyrir eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem væri stór skaði af því að myndi hverfa úr íslenskum stjórnmálum. Það verður að vera til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem trúir á lýðræðið, framtíðina og mannréttindi. Sem vill ábyrga loftslagsstefnu, sem vill standa vörð um frjálslyndi og fjölmenningu, sem vill bjóða upp á raunverulegar, jákvæðar kerfisbreytingar, án þess að leita í einfaldar lausnir einangrunarsinna, afturhalds og rasisma. Það verður að vera flokkur sem vill bjóða fólki upp á alvöru von, án þess að gefa lýðræði eða mannréttindi upp á bátinn. Sérstaklega á þessum erfiðu tímum, þar sem öfgahægri, afturhald og fasismi eru í uppgangi í heiminum. Ég trúi því að við getum valið góða framtíð, þar sem við getum átt samleið í friði, án þess að útiloka eða kúga hvert annað, án þess að snúa fátækum, öryrkjum, hinsegin fólki og hælisleitendum hverjum gegn öðrum; framtíð þar sem við getum leyst vandamálin á uppbyggilegan hátt. Kannski mistekst það, en ég trúi því að mér beri skylda til þess að reyna mitt besta, til þess að velja framtíðina sem ég trúi á. Ég trúi því að íslendingar vilji flestir þessa framtíð líka. Við stöndum á krossgötum, af því að við eigum val. Það eru galdrarnir sem fylgja því að standa á krossgötum. Veljum framtíðina. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun