Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. janúar 2026 07:01 Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það. Hann viðurkenndi nefnilega í því að krónan væri ekki vandamálið í þeim efnum og ekki orsök hárra vaxta heldur hagstjórnin. „En ef við skoðum bara gjaldmiðilinn, þá hefur það óneitanlega töluverða kosti að vera með stóran og stöðugan gjaldmiðil. En það hefur líka stundum kosti að vera með lítinn og sveigjanlegan gjaldmiðil. Og ástæða þess að vextir eru eitthvað hærri hér og hafa sögulega verið heldur en í nágrannalöndunum eða Bandaríkjunum, er kannski ekki það endilega að við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil, heldur það að við höfum ekki haldið neitt sérstaklega vel á spilunum.“ Til þessa hafa Evrópusambandssinnar viljað meina að vandamálið væri beinlínis það að Ísland væri með sjálfstæðan gjaldmiðil sem í ofan á lag væri smár. Háir vextir væru af þeim sökum óhjákvæmilegur fylgifiskur hennar. Hins vegar hafa hagfræðingar eins og Ólafur Margeirsson fært gild rök fyrir því að það standist ekki skoðun. Þá ætti það að sama skapi að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Sú væri hins vegar alls ekki raunin. Þar á milli væri mjög lítil fylgni. „Það er svona auðvitað hægt að finna einhverjar skýringar, en það má kannski segja að skýringin hafi svona almennt bara verið agaleysi í íslenzkri hagstjórn, bæði í ríkisfjármálum og peningamálum, og líka í ákvörðunum um kaup og kjör á vinnumarkaði,“ sagði Gylfi sömuleiðis um ástæður vaxta og verðbólgu hér á landi. Hins vegar yrði það ekki lagað með upptöku annars gjaldmiðils. Eftir sem áður yrði að koma á meiri aga í peninga- og efnahagsmálunum hér á landi. „Það er síðan annað mál hvort við, með því að taka upp annan gjaldmiðil, gætum leyst þessi vandamál, vegna þess að ein hættan við að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem krefst mikils aga, er að ef við værum áfram með það agaleysi sem hefur einkennt íslenzka hagstjórn […] þá yrði ansi erfitt að vera með gjaldmiðil sem að krefst mikils aga,“ sagði Gylfi áfram. Með öðrum orðum væri meiri agi forsenda þess að taka upp evruna en tækist að koma honum á væri vandinn leystur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það. Hann viðurkenndi nefnilega í því að krónan væri ekki vandamálið í þeim efnum og ekki orsök hárra vaxta heldur hagstjórnin. „En ef við skoðum bara gjaldmiðilinn, þá hefur það óneitanlega töluverða kosti að vera með stóran og stöðugan gjaldmiðil. En það hefur líka stundum kosti að vera með lítinn og sveigjanlegan gjaldmiðil. Og ástæða þess að vextir eru eitthvað hærri hér og hafa sögulega verið heldur en í nágrannalöndunum eða Bandaríkjunum, er kannski ekki það endilega að við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil, heldur það að við höfum ekki haldið neitt sérstaklega vel á spilunum.“ Til þessa hafa Evrópusambandssinnar viljað meina að vandamálið væri beinlínis það að Ísland væri með sjálfstæðan gjaldmiðil sem í ofan á lag væri smár. Háir vextir væru af þeim sökum óhjákvæmilegur fylgifiskur hennar. Hins vegar hafa hagfræðingar eins og Ólafur Margeirsson fært gild rök fyrir því að það standist ekki skoðun. Þá ætti það að sama skapi að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Sú væri hins vegar alls ekki raunin. Þar á milli væri mjög lítil fylgni. „Það er svona auðvitað hægt að finna einhverjar skýringar, en það má kannski segja að skýringin hafi svona almennt bara verið agaleysi í íslenzkri hagstjórn, bæði í ríkisfjármálum og peningamálum, og líka í ákvörðunum um kaup og kjör á vinnumarkaði,“ sagði Gylfi sömuleiðis um ástæður vaxta og verðbólgu hér á landi. Hins vegar yrði það ekki lagað með upptöku annars gjaldmiðils. Eftir sem áður yrði að koma á meiri aga í peninga- og efnahagsmálunum hér á landi. „Það er síðan annað mál hvort við, með því að taka upp annan gjaldmiðil, gætum leyst þessi vandamál, vegna þess að ein hættan við að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem krefst mikils aga, er að ef við værum áfram með það agaleysi sem hefur einkennt íslenzka hagstjórn […] þá yrði ansi erfitt að vera með gjaldmiðil sem að krefst mikils aga,“ sagði Gylfi áfram. Með öðrum orðum væri meiri agi forsenda þess að taka upp evruna en tækist að koma honum á væri vandinn leystur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun