Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 5. janúar 2026 08:32 Fíkn er flókinn og alvarlegur sjúkdómur sem hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur einnig á aðstandendur hans og samfélagið í heild. Hún er ekki spurning um veikleika, skort á sjálfsaga eða rangar ákvarðanir, heldur langvinnur sjúkdómur sem hefur áhrif á heilastarfsemi, hegðun, tilfinningalíf og sjálfsmynd. Fíkn raskar því hvernig heilinn vinnur úr umbun, streitu og sársauka og skapar vítahring þar sem einstaklingurinn missir smám saman stjórn. Fíkn einkennist af áráttu, stjórnleysi og sífellt aukinni þörf fyrir meira – meira magn, meiri styrk eða meiri deyfingu. Hún getur birst í fjölbreyttum myndum, svo sem í tengslum við áfengi, lyf og önnur vímuefni, en einnig í hegðun, til dæmis mat, kynlífi eða sjálfsskaða. Þrátt fyrir ólíkar birtingarmyndir eiga þessar fíknir oft sameiginlegan kjarna: þær verða leið til að takast á við erfiðar tilfinningar og innri vanlíðan. Ég hef glímt við fíkn í ýmsum myndum, þ.á.m. matarfíkn, áfengisfíkn, fíkn í róandi lyf og fíkn í sjálfsskaða. Þessar fíknir voru ólíkar að utan, en áttu sameiginlega rót. Þær voru leiðir til að deyfa, róa eða flýja vanlíðan. Með tímanum urðu þær þó ekki lausn heldur vandinn sjálfur. Eitt helsta einkenni fíknar er þolmyndun. Það sem áður dugði hættir að hafa áhrif og einstaklingurinn þarf sífellt meira til að ná sömu tilfinningu. Samhliða veikist dómgreind, mörk færast til og áhættusöm hegðun verður algengari. Þrátt fyrir vitund um skaðlegar afleiðingar getur einstaklingurinn ekki hætt, þar sem fíknin hefur tekið yfir stjórnina. Fíkn og andlegir sjúkdómar Fíknisjúkdómar og andlegir sjúkdómar eru oft nátengdir. Kvíði, þunglyndi, áfallastreita, persónuleikaraskanir og aðrir geðrænir erfiðleikar eru bæði áhættuþættir fyrir þróun fíknar og algengar afleiðingar hennar. Í mörgum tilfellum er erfitt að greina hvort kemur á undan, þar sem vandamálin fléttast saman og viðhalda hvort öðru. Fíkn þróast gjarnan sem tilraun til sjálfsmeðferðar. Hún getur veitt tímabundinn létti, róað taugakerfið eða deyft sársaukafullar hugsanir. Sá léttir er þó skammvinnur. Með tímanum magnar fíknin sjálf upp andlega vanlíðan, eykur skömm, einangrun og sjálfsfyrirlitningu og getur aukið sjálfsvígshugsanir. Einstaklingurinn festist þannig í tvöföldum vítahring þar sem notkun eykur þá vanlíðan sem hún átti upphaflega að deyfa. Því er nauðsynlegt að meðferð við fíkn taki mið af andlegri heilsu í heild. Einhliða áhersla á að stöðva neyslu eða hegðun án þess að vinna með undirliggjandi sársauka skilar takmörkuðum árangri. Ef rót vandans er ekki snert birtist fíknin gjarnan bara í nýrri mynd. Fordómar Fordómar gagnvart fíkn eru enn útbreiddir. Fólk með fíkn er oft litið á sem ábyrgðarlaust eða sjálfum sér að kenna, sem gerir það að verkum að margir skammast sín og forðast að leita sér aðstoðar. Slík viðhorf eru ekki aðeins röng heldur skaðleg og geta tafið eða komið í veg fyrir bata. Fordómar birtast einnig innan kerfa og stofnanna. Margir upplifa að ekki sé hlustað á þá eða að vandinn sé einfaldaður. Þegar fíkn er ekki viðurkennd sem sjúkdómur verður hún einstaklingsbundið vandamál í augum annarra, sem eykur einangrun og dregur úr líkum á árangursríkri meðferð. Kerfið Þrátt fyrir að fíkn og andleg veikindi séu viðurkennd sem alvarleg vandamál er þjónustan oft skipulögð á þann hátt að ábyrgð dreifist milli kerfa. Fíknimeðferð og geðheilbrigðisþjónusta starfa gjarnan aðskilin, sem getur orðið til þess að einstaklingar með flókinn og samtvinnaðan vanda (bæði fíkn og andlegan vanda) fái ekki þá aðstoð sem þeir þurfa. Aðgangur að úrræðum er oft háður skilyrðum sem ekki taka mið af raunverulegri stöðu fólks í mikilli vanlíðan. Þegar stöðugleiki eða edrúmennska eru sett sem skilyrði fyrir aðgangi að þjónustu getur það komið í veg fyrir að þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda fái viðeigandi meðferð, þar sem krafist er árangurs áður en stuðningur hefst. Þegar biðlistar eru langir, meðferð ósamfelld og ábyrgð óljós milli úrræða verður bataferli brothættara, með aukinni hættu á bakslagi og vantrausti gagnvart kerfinu. Til að bæta úr þessu þarf samþætta, samfellda og mannúðlega þjónustu þar sem einstaklingurinn er í forgrunni og tekið er mið af því að bataferli er sveiflukennt og tímafrekt. Edrúmennska og von Þann 13. júlí 2025 hóf ég edrúmennsku mína. Þann 13. janúar verða liðnir sex mánuðir í edrúmennsku. Edrúmennska felur ekki aðeins í sér að hætta neyslu eða skaðlegri hegðun, heldur að takast á við tilfinningar og líðan án deyfingar. Það er krefjandi ferli sem kallar á stuðning, sjálfsvinnu og þolinmæði. Þrátt fyrir alvarleika fíknar er bataferli mögulegt. Með mannúð, skilningi og samþættri þjónustu er hægt að rjúfa vítahringinn. Fíkn er ekki skömm heldur sjúkdómur sem hægt er að ná bata frá. Vonin byrjar oft á einum degi í einu – en hún verður sterkari þegar samfélagið ber sameiginlega ábyrgð. Höfundur er kennaranemi við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fíkn er flókinn og alvarlegur sjúkdómur sem hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur einnig á aðstandendur hans og samfélagið í heild. Hún er ekki spurning um veikleika, skort á sjálfsaga eða rangar ákvarðanir, heldur langvinnur sjúkdómur sem hefur áhrif á heilastarfsemi, hegðun, tilfinningalíf og sjálfsmynd. Fíkn raskar því hvernig heilinn vinnur úr umbun, streitu og sársauka og skapar vítahring þar sem einstaklingurinn missir smám saman stjórn. Fíkn einkennist af áráttu, stjórnleysi og sífellt aukinni þörf fyrir meira – meira magn, meiri styrk eða meiri deyfingu. Hún getur birst í fjölbreyttum myndum, svo sem í tengslum við áfengi, lyf og önnur vímuefni, en einnig í hegðun, til dæmis mat, kynlífi eða sjálfsskaða. Þrátt fyrir ólíkar birtingarmyndir eiga þessar fíknir oft sameiginlegan kjarna: þær verða leið til að takast á við erfiðar tilfinningar og innri vanlíðan. Ég hef glímt við fíkn í ýmsum myndum, þ.á.m. matarfíkn, áfengisfíkn, fíkn í róandi lyf og fíkn í sjálfsskaða. Þessar fíknir voru ólíkar að utan, en áttu sameiginlega rót. Þær voru leiðir til að deyfa, róa eða flýja vanlíðan. Með tímanum urðu þær þó ekki lausn heldur vandinn sjálfur. Eitt helsta einkenni fíknar er þolmyndun. Það sem áður dugði hættir að hafa áhrif og einstaklingurinn þarf sífellt meira til að ná sömu tilfinningu. Samhliða veikist dómgreind, mörk færast til og áhættusöm hegðun verður algengari. Þrátt fyrir vitund um skaðlegar afleiðingar getur einstaklingurinn ekki hætt, þar sem fíknin hefur tekið yfir stjórnina. Fíkn og andlegir sjúkdómar Fíknisjúkdómar og andlegir sjúkdómar eru oft nátengdir. Kvíði, þunglyndi, áfallastreita, persónuleikaraskanir og aðrir geðrænir erfiðleikar eru bæði áhættuþættir fyrir þróun fíknar og algengar afleiðingar hennar. Í mörgum tilfellum er erfitt að greina hvort kemur á undan, þar sem vandamálin fléttast saman og viðhalda hvort öðru. Fíkn þróast gjarnan sem tilraun til sjálfsmeðferðar. Hún getur veitt tímabundinn létti, róað taugakerfið eða deyft sársaukafullar hugsanir. Sá léttir er þó skammvinnur. Með tímanum magnar fíknin sjálf upp andlega vanlíðan, eykur skömm, einangrun og sjálfsfyrirlitningu og getur aukið sjálfsvígshugsanir. Einstaklingurinn festist þannig í tvöföldum vítahring þar sem notkun eykur þá vanlíðan sem hún átti upphaflega að deyfa. Því er nauðsynlegt að meðferð við fíkn taki mið af andlegri heilsu í heild. Einhliða áhersla á að stöðva neyslu eða hegðun án þess að vinna með undirliggjandi sársauka skilar takmörkuðum árangri. Ef rót vandans er ekki snert birtist fíknin gjarnan bara í nýrri mynd. Fordómar Fordómar gagnvart fíkn eru enn útbreiddir. Fólk með fíkn er oft litið á sem ábyrgðarlaust eða sjálfum sér að kenna, sem gerir það að verkum að margir skammast sín og forðast að leita sér aðstoðar. Slík viðhorf eru ekki aðeins röng heldur skaðleg og geta tafið eða komið í veg fyrir bata. Fordómar birtast einnig innan kerfa og stofnanna. Margir upplifa að ekki sé hlustað á þá eða að vandinn sé einfaldaður. Þegar fíkn er ekki viðurkennd sem sjúkdómur verður hún einstaklingsbundið vandamál í augum annarra, sem eykur einangrun og dregur úr líkum á árangursríkri meðferð. Kerfið Þrátt fyrir að fíkn og andleg veikindi séu viðurkennd sem alvarleg vandamál er þjónustan oft skipulögð á þann hátt að ábyrgð dreifist milli kerfa. Fíknimeðferð og geðheilbrigðisþjónusta starfa gjarnan aðskilin, sem getur orðið til þess að einstaklingar með flókinn og samtvinnaðan vanda (bæði fíkn og andlegan vanda) fái ekki þá aðstoð sem þeir þurfa. Aðgangur að úrræðum er oft háður skilyrðum sem ekki taka mið af raunverulegri stöðu fólks í mikilli vanlíðan. Þegar stöðugleiki eða edrúmennska eru sett sem skilyrði fyrir aðgangi að þjónustu getur það komið í veg fyrir að þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda fái viðeigandi meðferð, þar sem krafist er árangurs áður en stuðningur hefst. Þegar biðlistar eru langir, meðferð ósamfelld og ábyrgð óljós milli úrræða verður bataferli brothættara, með aukinni hættu á bakslagi og vantrausti gagnvart kerfinu. Til að bæta úr þessu þarf samþætta, samfellda og mannúðlega þjónustu þar sem einstaklingurinn er í forgrunni og tekið er mið af því að bataferli er sveiflukennt og tímafrekt. Edrúmennska og von Þann 13. júlí 2025 hóf ég edrúmennsku mína. Þann 13. janúar verða liðnir sex mánuðir í edrúmennsku. Edrúmennska felur ekki aðeins í sér að hætta neyslu eða skaðlegri hegðun, heldur að takast á við tilfinningar og líðan án deyfingar. Það er krefjandi ferli sem kallar á stuðning, sjálfsvinnu og þolinmæði. Þrátt fyrir alvarleika fíknar er bataferli mögulegt. Með mannúð, skilningi og samþættri þjónustu er hægt að rjúfa vítahringinn. Fíkn er ekki skömm heldur sjúkdómur sem hægt er að ná bata frá. Vonin byrjar oft á einum degi í einu – en hún verður sterkari þegar samfélagið ber sameiginlega ábyrgð. Höfundur er kennaranemi við HA.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun