Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar 5. janúar 2026 11:33 Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands. Það voru Norðmenn sem hér voru búsettir sem kenndu Reykvíkingum að renna sér á skíðum á fyrstu árum tuttugustu aldar. Fljótlega fengu þessir frumherjar skíðaíþróttarinnar augastað á brekkunni við Ártún og farið var að ryðja þar og slétta fyrir skíðabraut. Á árinu 1907 mun hafa verið stofnað Skíðafélagið Áfram, en litlar upplýsingar eru til um starfsemi þess og virðist það hafa lognast skjótt útaf. Í þessari fyrstu skíðabraut Reykvíkinga voru haldin mót, þar sem keppt var í kunnuglegum greinum á borð við svig – en einnig í sérkennilegri skíðaíþróttum á borð við para-keppni þar sem keppendur af sitthvoru kyni renndu sér niður brekkuna í kapp við klukkuna en þurftu að haldast í hendur alla leið niður. Þá var keppt í háskagreinum, þar sem skíðamaðurinn renndi sér niður með logandi kyndil í annari hendi! Ekki hugnaðist öllum valið á skíðabrekkunni. Stjórnendur Ungmennafélaganna í bænum töldu Ártún alltof langt í burtu sem skíðasvæði og kappkostuðu að koma upp nothæfri skíðabraut utan í Öskjuhlíð. Þrátt fyrir mikið streð fór sú vinna að mestu fyrir gýg. Skíðabrautin, sem rudd var á sex sumrum af félagsfólki, varð að sönnu slétt og fögur, en þar festi sjaldan snjó! Langt er um liðið síðan fullorðnir skíðamenn í Reykjavík hættu að líta við Ártúnsbrekku. Með tilkomu bílasamgangna opnuðust ný og betri skíðasvæði í Bláfjöllum, í Henglinum og víðar. Eftir sem áður hélt gamla brekkan við Ártún áfram að vera mikilvæg uppeldisstöð fyrir yngstu iðkendurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er því mikið gleðiefni að snjóframleiðsla sé hafin Í Ártúnsbrekkunni. Það þýðir að hægt verður að renna sér þar miklu stærri hluta ársins en verið hefur, sem mun gleðja fjölmargar fjölskyldur. Reynslan sem fæst af snjóframleiðslunni mun jafnframt nýtast á öðrum skíðasvæðum á vegum borgarinnar, s.s. í hinum fyrirhugaða Vetrargarði í Breiðholtshverfi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Skíðasvæði Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands. Það voru Norðmenn sem hér voru búsettir sem kenndu Reykvíkingum að renna sér á skíðum á fyrstu árum tuttugustu aldar. Fljótlega fengu þessir frumherjar skíðaíþróttarinnar augastað á brekkunni við Ártún og farið var að ryðja þar og slétta fyrir skíðabraut. Á árinu 1907 mun hafa verið stofnað Skíðafélagið Áfram, en litlar upplýsingar eru til um starfsemi þess og virðist það hafa lognast skjótt útaf. Í þessari fyrstu skíðabraut Reykvíkinga voru haldin mót, þar sem keppt var í kunnuglegum greinum á borð við svig – en einnig í sérkennilegri skíðaíþróttum á borð við para-keppni þar sem keppendur af sitthvoru kyni renndu sér niður brekkuna í kapp við klukkuna en þurftu að haldast í hendur alla leið niður. Þá var keppt í háskagreinum, þar sem skíðamaðurinn renndi sér niður með logandi kyndil í annari hendi! Ekki hugnaðist öllum valið á skíðabrekkunni. Stjórnendur Ungmennafélaganna í bænum töldu Ártún alltof langt í burtu sem skíðasvæði og kappkostuðu að koma upp nothæfri skíðabraut utan í Öskjuhlíð. Þrátt fyrir mikið streð fór sú vinna að mestu fyrir gýg. Skíðabrautin, sem rudd var á sex sumrum af félagsfólki, varð að sönnu slétt og fögur, en þar festi sjaldan snjó! Langt er um liðið síðan fullorðnir skíðamenn í Reykjavík hættu að líta við Ártúnsbrekku. Með tilkomu bílasamgangna opnuðust ný og betri skíðasvæði í Bláfjöllum, í Henglinum og víðar. Eftir sem áður hélt gamla brekkan við Ártún áfram að vera mikilvæg uppeldisstöð fyrir yngstu iðkendurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er því mikið gleðiefni að snjóframleiðsla sé hafin Í Ártúnsbrekkunni. Það þýðir að hægt verður að renna sér þar miklu stærri hluta ársins en verið hefur, sem mun gleðja fjölmargar fjölskyldur. Reynslan sem fæst af snjóframleiðslunni mun jafnframt nýtast á öðrum skíðasvæðum á vegum borgarinnar, s.s. í hinum fyrirhugaða Vetrargarði í Breiðholtshverfi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun