Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 5. janúar 2026 21:00 Þegar ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára óskar sjálft eftir innlögn í afeitrun vegna ópíóíðafíknar og fær þau svör að ekkert pláss sé tiltækt, myndast tómarúm sem kerfið kýs að líta fram hjá. Í því tómarúmi ríkir ekki aðgerðaleysi, heldur taka við óformlegar, hættulegar og ólöglegar lausnir. Ungmennið leitar til götusala. Aðstandendur, gjarnan án nauðsynlegrar þekkingar eða úrræða, neyðast til að gegna hlutverki heilbrigðisstarfsfólks. Fráhvörf eiga sér stað án faglegs utanumhalds, líkur á bakslagi aukast og hætta á ofskömmtun vex verulega. Í þessu ferli er enginn sem ber formlega ábyrgð. Hér er ekki um að ræða einstök slys eða tilviljanakennd mistök, heldur endurtekið og kerfisbundið mynstur ábyrgðarleysis. Þetta ástand er gjarnan réttlætt með setningum sem hafa orðið fastur liður í orðfæri kerfisins en standast enga faglega eða siðferðilega skoðun. Ungmenni er sagt að fara heim og halda sér hreinu, að bíða þar til ástandið versni, að fjölskyldan þurfi að stíga inn eða að hringt verði síðar. Engin þessara fullyrðinga jafngildir meðferð. Þær fela í sér framsal ábyrgðar frá opinberum aðilum til götunnar, aðstandenda og tilviljana. Lágmarkslausn við þessum aðstæðum er einföld og ætti ekki að vera umdeild. Um leið og ungmenni óskar eftir meðferð eða er metið í bráðri ópíóíðafíkn má það ekki vera án formlegrar vistunar á meðan beðið er eftir innlögn. Á milli ákvörðunar um að hefja meðferð og raunverulegrar afeitrunar verður að vera til staðar skilgreind skyldubrú, en ekki tómarúm. Sú brú felst í bindindismiðaðri, lokaðri og stýrðri bráðabiðvist. Hún er hvorki Vogur né gatan, heldur sjálfstætt úrræði með sólarhringsvist, skýra aðgangsstýringu og algjört bann við vímuefnum. Aldurshópurinn er afmarkaður við 15 til 24 ára. Læknir ber ábyrgð á fráhvarfsmeðferð, hjúkrun er til staðar allan sólarhringinn og reglan er einföld: ungmennið bíður þar til innlögn í afeitrun hefst. Þetta er verndarráðstöfun sem miðar að lífsbjörg, ekki refsing og ekki hugmyndafræðilegt úrræði. Í þessu samhengi verður að vera með öllu skýrt að læknisfræðileg ábyrgð hvílir á heilbrigðiskerfinu. Ef ungmenni er háð ópíóíðum og bíður eftir afeitrun er það hvorki hlutverk götusala að útvega lyf né hlutverk foreldra að stýra fráhvörfum. Allt sem felur í sér að kerfið horfi fram hjá þessari skyldu er meðvituð vanræksla á faglegri ábyrgð og skapar aðstæður þar sem líf og heilsa eru sett í verulega hættu. Ábyrgðarskiptingin má ekki vera óljós. Við mat á fíkn og á biðtíma eftir afeitrun ber heilbrigðiskerfið ábyrgð. Þegar ungmenni er yngra en 18 ára bætist við lagaleg ábyrgð barnaverndar. Fyrir einstaklinga á aldrinum 18 til 24 ára hvílir ábyrgðin á ríkinu. Millibilsástandið, tímabilið milli mats og innlagnar, má aldrei vera grátt svæði heldur skal það ávallt falla undir formlega skyldubrú. Þegar slíkt úrræði er ekki til staðar er það ekki barnið sem bregst, heldur kerfið sem stendur í vanefndum. Slík vanefnd felur jafnframt í sér brot á lögbundnum rétti sjúklinga til samfelldrar heilbrigðisþjónustu og á þeirri jákvæðu skyldu ríkisins að vernda líf og heilsu þegar fyrir liggur raunveruleg og fyrirsjáanleg hætta. Ábyrgðarleysi sem byggist á skorti á úrræðum eða skipulagi afléttir hvorki lagalegri né faglegri ábyrgð hins opinbera. Kjarni málsins er óþægilegur en óhjákvæmilegur. Að láta ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára „redda sér“ ópíóíðum á biðtíma felur í sér óbeint samþykki hins opinbera fyrir ólöglegri neyslu og framsali lífshættu yfir á barnið og fjölskyldu þess. Þetta er ekki flókið úrlausnarefni, heldur afleiðing viljaleysis og hræðslu við að axla ábyrgð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Börn og uppeldi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára óskar sjálft eftir innlögn í afeitrun vegna ópíóíðafíknar og fær þau svör að ekkert pláss sé tiltækt, myndast tómarúm sem kerfið kýs að líta fram hjá. Í því tómarúmi ríkir ekki aðgerðaleysi, heldur taka við óformlegar, hættulegar og ólöglegar lausnir. Ungmennið leitar til götusala. Aðstandendur, gjarnan án nauðsynlegrar þekkingar eða úrræða, neyðast til að gegna hlutverki heilbrigðisstarfsfólks. Fráhvörf eiga sér stað án faglegs utanumhalds, líkur á bakslagi aukast og hætta á ofskömmtun vex verulega. Í þessu ferli er enginn sem ber formlega ábyrgð. Hér er ekki um að ræða einstök slys eða tilviljanakennd mistök, heldur endurtekið og kerfisbundið mynstur ábyrgðarleysis. Þetta ástand er gjarnan réttlætt með setningum sem hafa orðið fastur liður í orðfæri kerfisins en standast enga faglega eða siðferðilega skoðun. Ungmenni er sagt að fara heim og halda sér hreinu, að bíða þar til ástandið versni, að fjölskyldan þurfi að stíga inn eða að hringt verði síðar. Engin þessara fullyrðinga jafngildir meðferð. Þær fela í sér framsal ábyrgðar frá opinberum aðilum til götunnar, aðstandenda og tilviljana. Lágmarkslausn við þessum aðstæðum er einföld og ætti ekki að vera umdeild. Um leið og ungmenni óskar eftir meðferð eða er metið í bráðri ópíóíðafíkn má það ekki vera án formlegrar vistunar á meðan beðið er eftir innlögn. Á milli ákvörðunar um að hefja meðferð og raunverulegrar afeitrunar verður að vera til staðar skilgreind skyldubrú, en ekki tómarúm. Sú brú felst í bindindismiðaðri, lokaðri og stýrðri bráðabiðvist. Hún er hvorki Vogur né gatan, heldur sjálfstætt úrræði með sólarhringsvist, skýra aðgangsstýringu og algjört bann við vímuefnum. Aldurshópurinn er afmarkaður við 15 til 24 ára. Læknir ber ábyrgð á fráhvarfsmeðferð, hjúkrun er til staðar allan sólarhringinn og reglan er einföld: ungmennið bíður þar til innlögn í afeitrun hefst. Þetta er verndarráðstöfun sem miðar að lífsbjörg, ekki refsing og ekki hugmyndafræðilegt úrræði. Í þessu samhengi verður að vera með öllu skýrt að læknisfræðileg ábyrgð hvílir á heilbrigðiskerfinu. Ef ungmenni er háð ópíóíðum og bíður eftir afeitrun er það hvorki hlutverk götusala að útvega lyf né hlutverk foreldra að stýra fráhvörfum. Allt sem felur í sér að kerfið horfi fram hjá þessari skyldu er meðvituð vanræksla á faglegri ábyrgð og skapar aðstæður þar sem líf og heilsa eru sett í verulega hættu. Ábyrgðarskiptingin má ekki vera óljós. Við mat á fíkn og á biðtíma eftir afeitrun ber heilbrigðiskerfið ábyrgð. Þegar ungmenni er yngra en 18 ára bætist við lagaleg ábyrgð barnaverndar. Fyrir einstaklinga á aldrinum 18 til 24 ára hvílir ábyrgðin á ríkinu. Millibilsástandið, tímabilið milli mats og innlagnar, má aldrei vera grátt svæði heldur skal það ávallt falla undir formlega skyldubrú. Þegar slíkt úrræði er ekki til staðar er það ekki barnið sem bregst, heldur kerfið sem stendur í vanefndum. Slík vanefnd felur jafnframt í sér brot á lögbundnum rétti sjúklinga til samfelldrar heilbrigðisþjónustu og á þeirri jákvæðu skyldu ríkisins að vernda líf og heilsu þegar fyrir liggur raunveruleg og fyrirsjáanleg hætta. Ábyrgðarleysi sem byggist á skorti á úrræðum eða skipulagi afléttir hvorki lagalegri né faglegri ábyrgð hins opinbera. Kjarni málsins er óþægilegur en óhjákvæmilegur. Að láta ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára „redda sér“ ópíóíðum á biðtíma felur í sér óbeint samþykki hins opinbera fyrir ólöglegri neyslu og framsali lífshættu yfir á barnið og fjölskyldu þess. Þetta er ekki flókið úrlausnarefni, heldur afleiðing viljaleysis og hræðslu við að axla ábyrgð. Höfundur er lögfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun