Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar 6. janúar 2026 10:30 „Rekstrarleyfishafi skal greiða árlegt umhverfisgjald vegna affalla í sjókvíaeldi.“ Þetta er tilvitnun úr drögum að frumvarpi til laga um lagareldi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram til samráðs seint í desember. Á venjulegri íslensku er þýðingin á þessu stofnanamáli ráðherrans svona: „Fyrirtæki sem stundar sjókvíaeldi á laxi skal greiða árlegt gjald fyrir laxana sem það lætur drepast í kvíum sínum.“ Í drögum Hönnu Katrínar er hvergi nefnt að fyrirtæki sem fara svo illa með eldisdýrin sín að þau drepast í stórum stíl muni missi leyfi til að ala dýr. Þau skulu hins vegar greiða gjald fyrir það í ríkissjóð. Hrollvekjandi miskunnarleysi Því miður er þetta hrollvekjandi miskunnarleysi lýsandi fyrir frumvarpsdrögin í heild. Afar vont frumvarp síðustu ríkisstjórnar, sem var stoppað vorið 2024, hefur verið gert enn verra í meðförum atvinnuvegaráðherra. Ekki er einu sinni reynt að þykjast lengur að það eigi að ná utanum sleppingar eldislaxa úr sjókvíunum, lúsafárið eða gríðarlegan dauða eldisdýranna. Frumvarp Hönnu Katrínar er klæðskerasniðið að hagsmunum stóru norsku kauphallarfyrirtækjanna þriggja sem hér starfa, Arctic Fish, Arnarlax og Kaldvík, gegn afkomu bændafjölskyldna um allt land, almannahagsmunum, velferð eldisdýranna, lífríki og náttúru Íslands. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig frumvarpsvinna getur farið svona illa út af sporinu einsog hefur gerst í þessu tilviki. Lögreglumál Matvælastofnun birtir einu sinni í mánuði tölur yfir dauða eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Þó enn eigi eftir að birta tölur fyrir desember liggur fyrir að dauðinn á síðasta ári er sá mesti í 40 ára sögu sjókvíaeldis við landið. Á fyrstu ellefu mánuðum 2025 drápust rúmlega fimm milljón eldislaxar í kvíunum. Það er um 400.000 meira en allt árið 2024, sem var það versta í sögunni eftir fyrra rmetár 2023. Allt stefnir í að dauðinn 2025 verði um 20 prósent meiri í fyrra en árið þar á undan. Þetta ástand er með öðrum orðum stjórnlaust. Á Vestfjörðum var allt á kafi í lús í kvíunum í haust. Í sumar og vor var dauðinn gríðarlegur á Austfjörðum vegna þörungablóma sem sogaði súrefnið úr sjónum og eldislaxarnir köfnuðu.Kaldvík er eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem starfar á Austfjörðum. Á síðasta ári sektaði Matvælastofnun Kaldvík vegna brota á dýravelferðarlögunum í einu máli og vísað öðru enn verra til lögreglu vegna gruns um brota á sömu lögum. Í miðju þessu ástandi vill atvinnuvegaráðherra opna Mjóafjörð á Austförðum fyrir sjókvíaeldi. Myndin sýnir austfirskan eldislax með vetrarsár. Um það bil annar hver eldislax sem Kaldvík hefur sett í í sjókvíar á Austfjörðum undanfarin tvö ár hefur drepist af völdum vetrarsára, sníkjudýra, marglittna eða kafnað vegna þörungarblóma. Þetta er iðnaður sem nýtur sérstakrar blessunar atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínar Friðrikssonar. Ásættanlegt? Atvinnuvegaráðherra hefur hvergi minnst á að henni finnist þessi meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á eldisdýrunum ekki í lagi. Þvert á móti vill hún auka veg þessa dýraníðs með því að opna fleiri firði fyrir sjókvíum.Vorið 2024 reyndi síðasta ríkisstjórn að koma í gegn lögum þar sem dauði eldislaxa hefði mátt vera yfir 20 prósent í 18 eldistímabil (hver eldislota er tæp tvö ár) í röð áður en fyrirtækin hefðu missti leyfi. Var þó gildistími leyfa sextán ár. Þetta ákvæði var sem sagt algjör leikaraskapur. Atvinnuvegaráðherra hefur fellt þessa grímu í nýju drögunum. Nú skulu fyrirtækin bara greiða gjald fyrir eldislaxana sem kafna í kvíunum eða drepast vegna vetrarsára eða áverka af völdum lúsar. Í maí 2023 bókaði sjálfstætt ráðgefandi fagráð Matvælastofnunar um velferð dýra þessa ályktun: „Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi.“ Á þeim tæpu þremur árum sem eru liðin frá bókun fagráðsins hefur fjöldi dauðra eldislaxa í sjókvíum nánast tvöfaldast. Hvorki stjórn Matvælastofnunar né þeir ráðherrar, sem hafa setið í því ráðuneyti sem fer með laxeldi, hafa brugðist við ósk fagráðsins um hvort þetta sé ásættanlegt. Núverandi atvinnuvegaráðherra gekk beint inn í það þagnarbandalag. Dýraníð á iðnaðarskala Sú pólitíska sýn sem birtist í þessum drögum atvinnuvegaráðherra gerir Viðreisn ekki aðeins að harðsnúnasta stóriðju- og sérhagsmunagæsluflokki seinni tíma heldur fer líka af hörku gegn sjónarmiðum kjósenda Viðreisnar og hinna flokkanna í ríkisstjórn landsins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups um málefnið kemur fram að 70 prósent stuðningsmanna Viðreisnar eru neikvæð í garð opins sjókvíaeldis, aðeins 5 prósent eru jákvæð, restin hvorki né. Andspyrnan er enn meiri í flokki forsætisráðherra, 80 prósent á móti, aðeins 5 prósent jákvæð, og línurnar svipaðar meðal stuðningsfólks Flokks fólksins. Í heild eru 64,5 prósent þjóðarinnar á móti sjókvíaeldi, aðeins 13,5 prósent eru því fylgjandi restin hvorki né.Samstarfsflokkar Viðreisnar hljóta að taka í taumana. Vonandi eiga málleysingjarnir áfram traust skjól hjá Ingu Sæland. Það dýraníð á iðnaðarskala sem Hanna Katrín boðar má ekki verða að lögum. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Sjókvíaeldi Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
„Rekstrarleyfishafi skal greiða árlegt umhverfisgjald vegna affalla í sjókvíaeldi.“ Þetta er tilvitnun úr drögum að frumvarpi til laga um lagareldi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram til samráðs seint í desember. Á venjulegri íslensku er þýðingin á þessu stofnanamáli ráðherrans svona: „Fyrirtæki sem stundar sjókvíaeldi á laxi skal greiða árlegt gjald fyrir laxana sem það lætur drepast í kvíum sínum.“ Í drögum Hönnu Katrínar er hvergi nefnt að fyrirtæki sem fara svo illa með eldisdýrin sín að þau drepast í stórum stíl muni missi leyfi til að ala dýr. Þau skulu hins vegar greiða gjald fyrir það í ríkissjóð. Hrollvekjandi miskunnarleysi Því miður er þetta hrollvekjandi miskunnarleysi lýsandi fyrir frumvarpsdrögin í heild. Afar vont frumvarp síðustu ríkisstjórnar, sem var stoppað vorið 2024, hefur verið gert enn verra í meðförum atvinnuvegaráðherra. Ekki er einu sinni reynt að þykjast lengur að það eigi að ná utanum sleppingar eldislaxa úr sjókvíunum, lúsafárið eða gríðarlegan dauða eldisdýranna. Frumvarp Hönnu Katrínar er klæðskerasniðið að hagsmunum stóru norsku kauphallarfyrirtækjanna þriggja sem hér starfa, Arctic Fish, Arnarlax og Kaldvík, gegn afkomu bændafjölskyldna um allt land, almannahagsmunum, velferð eldisdýranna, lífríki og náttúru Íslands. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig frumvarpsvinna getur farið svona illa út af sporinu einsog hefur gerst í þessu tilviki. Lögreglumál Matvælastofnun birtir einu sinni í mánuði tölur yfir dauða eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Þó enn eigi eftir að birta tölur fyrir desember liggur fyrir að dauðinn á síðasta ári er sá mesti í 40 ára sögu sjókvíaeldis við landið. Á fyrstu ellefu mánuðum 2025 drápust rúmlega fimm milljón eldislaxar í kvíunum. Það er um 400.000 meira en allt árið 2024, sem var það versta í sögunni eftir fyrra rmetár 2023. Allt stefnir í að dauðinn 2025 verði um 20 prósent meiri í fyrra en árið þar á undan. Þetta ástand er með öðrum orðum stjórnlaust. Á Vestfjörðum var allt á kafi í lús í kvíunum í haust. Í sumar og vor var dauðinn gríðarlegur á Austfjörðum vegna þörungablóma sem sogaði súrefnið úr sjónum og eldislaxarnir köfnuðu.Kaldvík er eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem starfar á Austfjörðum. Á síðasta ári sektaði Matvælastofnun Kaldvík vegna brota á dýravelferðarlögunum í einu máli og vísað öðru enn verra til lögreglu vegna gruns um brota á sömu lögum. Í miðju þessu ástandi vill atvinnuvegaráðherra opna Mjóafjörð á Austförðum fyrir sjókvíaeldi. Myndin sýnir austfirskan eldislax með vetrarsár. Um það bil annar hver eldislax sem Kaldvík hefur sett í í sjókvíar á Austfjörðum undanfarin tvö ár hefur drepist af völdum vetrarsára, sníkjudýra, marglittna eða kafnað vegna þörungarblóma. Þetta er iðnaður sem nýtur sérstakrar blessunar atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínar Friðrikssonar. Ásættanlegt? Atvinnuvegaráðherra hefur hvergi minnst á að henni finnist þessi meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á eldisdýrunum ekki í lagi. Þvert á móti vill hún auka veg þessa dýraníðs með því að opna fleiri firði fyrir sjókvíum.Vorið 2024 reyndi síðasta ríkisstjórn að koma í gegn lögum þar sem dauði eldislaxa hefði mátt vera yfir 20 prósent í 18 eldistímabil (hver eldislota er tæp tvö ár) í röð áður en fyrirtækin hefðu missti leyfi. Var þó gildistími leyfa sextán ár. Þetta ákvæði var sem sagt algjör leikaraskapur. Atvinnuvegaráðherra hefur fellt þessa grímu í nýju drögunum. Nú skulu fyrirtækin bara greiða gjald fyrir eldislaxana sem kafna í kvíunum eða drepast vegna vetrarsára eða áverka af völdum lúsar. Í maí 2023 bókaði sjálfstætt ráðgefandi fagráð Matvælastofnunar um velferð dýra þessa ályktun: „Fagráð um velferð dýra óskar eftir því að fram fari á vegum MAST og Matvælaráðuneytisins mun ítarlegri umræða þegar í stað um hvers konar afföll séu í raun ásættanleg í sjókvíaeldi.“ Á þeim tæpu þremur árum sem eru liðin frá bókun fagráðsins hefur fjöldi dauðra eldislaxa í sjókvíum nánast tvöfaldast. Hvorki stjórn Matvælastofnunar né þeir ráðherrar, sem hafa setið í því ráðuneyti sem fer með laxeldi, hafa brugðist við ósk fagráðsins um hvort þetta sé ásættanlegt. Núverandi atvinnuvegaráðherra gekk beint inn í það þagnarbandalag. Dýraníð á iðnaðarskala Sú pólitíska sýn sem birtist í þessum drögum atvinnuvegaráðherra gerir Viðreisn ekki aðeins að harðsnúnasta stóriðju- og sérhagsmunagæsluflokki seinni tíma heldur fer líka af hörku gegn sjónarmiðum kjósenda Viðreisnar og hinna flokkanna í ríkisstjórn landsins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups um málefnið kemur fram að 70 prósent stuðningsmanna Viðreisnar eru neikvæð í garð opins sjókvíaeldis, aðeins 5 prósent eru jákvæð, restin hvorki né. Andspyrnan er enn meiri í flokki forsætisráðherra, 80 prósent á móti, aðeins 5 prósent jákvæð, og línurnar svipaðar meðal stuðningsfólks Flokks fólksins. Í heild eru 64,5 prósent þjóðarinnar á móti sjókvíaeldi, aðeins 13,5 prósent eru því fylgjandi restin hvorki né.Samstarfsflokkar Viðreisnar hljóta að taka í taumana. Vonandi eiga málleysingjarnir áfram traust skjól hjá Ingu Sæland. Það dýraníð á iðnaðarskala sem Hanna Katrín boðar má ekki verða að lögum. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar