Innlent

Ragn­hildur Alda vill halda öðru sætinu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ragnhildur segir flokkinn í dauðafæri í borginni.
Ragnhildur segir flokkinn í dauðafæri í borginni. Vísir/Vilhelm

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að sækjast öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor og bjóða fram krafta mína til að vinna af heilindum og dugnaði fyrir borgarbúa eins og ég hef gert síðustu fjögur árin,“ segir hún í tilkynningu á Facebook-síðu sinni.

„Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðafæri til að ná glæsilegum árangri í kosningunum í vor og ég vil leggja mitt af mörkum til að ná góðri samstöðu meðal frambjóðenda flokksins og allra Sjálfstæðismanna,“ segir hún að lokum.

Í byrjun janúar mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 35 prósenta fylgi. Í byrjun desember mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 31 prósent fylgi í Reykjavík. 

Hildur Björnsdóttir, núverandi oddviti flokksins, hefur gefið út að hún ætli aftur fram sem oddviti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, gaf út í morgun að hann ætlaði ekki fram gegn henni eftir fjölda áskoranna. Hann vísaði til þess að þörf væri á að flokkurinn gengi samhentur til verka og sagði sóknarfæri í borginni fyrir flokkinn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×