Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2026 13:29 Lindsey Graham með Donald Trump á dögunum. AP/Alex Brandon Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins Í Bandaríkjunum, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann hefði fengið Donald Trump, forseta, til að veita frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússum blessun sína. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings þingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjanna, var samið fyrir mörgum mánuðum síðan en aldrei lagt fyrir þing vegna andstöðu Trumps. Í yfirlýsingu sem hann sendi út í gær sagðist Graham hafa átt langan skilvirkan fund með Trump og að Trump hefði veitt frumvarpinu samþykki sitt. „Þetta er góður tími, þar sem Úkraínumenn eru að gefa ívilnanir og stefna að friði og Pútín gerir ekkert nema tala og heldur áfram að drepa saklaust fólk,“ sagði Graham. After a very productive meeting today with President Trump on a variety of issues, he greenlit the bipartisan Russia sanctions bill that I have been working on for months with Senator Blumenthal and many others.This will be well-timed, as Ukraine is making concessions for peace…— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) January 7, 2026 Hann sagði að frumvarpið myndi gera Trump kleift að refsa ríkjum sem kaupa enn olíu af Rússlandi og fjármagna þannig stríðsrekstur Rússa. Sala á olíu og jarðgasi er langstærsta tekjulind rússneska ríkisins. Graham vísaði sérstaklega til Kína, Indlands og Brasilíu og sagði að frumvarpið myndi gefa Trump mikið vogarafl gagnvart þeim til að fá ráðamenn þar til að hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Um tíma í fyrra þótti mögulegt að þingmenn gætu farið fram hjá Trump og gert frumvarpið að lögum án samþykkis hans. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði hann mögulegt að atkvæðagreiðsla um frumvarpið gæti farið fram í næstu viku. Blaðamenn vestanhafs sem fjalla um þingið segja það hæpið. Mikið sé um að vera á þingi í næstu viku og segir einn blaðamaður að líklega verði ekki hægt að greiða atkvæði um frumvarpið fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði. Þá séu nokkrir þingmenn, og þá sérstaklega einn öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul, sem hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið og hótað að gera allt sem þeir geta til að standa í vegi þess. Ekki í fyrsta sinn Eins og áður segir eru nokkrir mánuðir síðan frumvarpið var fyrst samið. Síðan þá mun það hafa tekið nokkrum breytingum þar sem Graham og félagar hafa reynt að koma til móts við Trump og aðra í Hvíta húsinu. Eins og kemur fram í frétt Politico er þetta ekki í fyrsta sinn sem Graham segir frumvarpið á leið í gegnum þingið. Það hefur ekki raungerst í þeim tilfellum. Talsmaður Grahams svaraði ekki fyrirspurn Politico um hvort frumvarpið hefði tekið umfangsmiklum breytingum og hvaða breytingar þær væru þá. Frá því hann tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna hefur Trump ítrekað hótað því að beita Rússa hörðum refsiaðgerðum en lítið staðið við hótanir sínar. Í október beitti hann tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum en eftirfylgni varðandi þær aðgerðir er talin hafa verið lítil. Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. 7. janúar 2026 10:27 Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa sent að minnsta kosti eitt herskip til að mæta olíuflutningaskipi sem Bandaríkjamenn hafa veitt eftirför frá því að það freistaði þess að komast til hafnar í Venesúela. 7. janúar 2026 07:12 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. 30. desember 2025 15:40 Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024. 30. desember 2025 15:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Í yfirlýsingu sem hann sendi út í gær sagðist Graham hafa átt langan skilvirkan fund með Trump og að Trump hefði veitt frumvarpinu samþykki sitt. „Þetta er góður tími, þar sem Úkraínumenn eru að gefa ívilnanir og stefna að friði og Pútín gerir ekkert nema tala og heldur áfram að drepa saklaust fólk,“ sagði Graham. After a very productive meeting today with President Trump on a variety of issues, he greenlit the bipartisan Russia sanctions bill that I have been working on for months with Senator Blumenthal and many others.This will be well-timed, as Ukraine is making concessions for peace…— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) January 7, 2026 Hann sagði að frumvarpið myndi gera Trump kleift að refsa ríkjum sem kaupa enn olíu af Rússlandi og fjármagna þannig stríðsrekstur Rússa. Sala á olíu og jarðgasi er langstærsta tekjulind rússneska ríkisins. Graham vísaði sérstaklega til Kína, Indlands og Brasilíu og sagði að frumvarpið myndi gefa Trump mikið vogarafl gagnvart þeim til að fá ráðamenn þar til að hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Um tíma í fyrra þótti mögulegt að þingmenn gætu farið fram hjá Trump og gert frumvarpið að lögum án samþykkis hans. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði hann mögulegt að atkvæðagreiðsla um frumvarpið gæti farið fram í næstu viku. Blaðamenn vestanhafs sem fjalla um þingið segja það hæpið. Mikið sé um að vera á þingi í næstu viku og segir einn blaðamaður að líklega verði ekki hægt að greiða atkvæði um frumvarpið fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði. Þá séu nokkrir þingmenn, og þá sérstaklega einn öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul, sem hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið og hótað að gera allt sem þeir geta til að standa í vegi þess. Ekki í fyrsta sinn Eins og áður segir eru nokkrir mánuðir síðan frumvarpið var fyrst samið. Síðan þá mun það hafa tekið nokkrum breytingum þar sem Graham og félagar hafa reynt að koma til móts við Trump og aðra í Hvíta húsinu. Eins og kemur fram í frétt Politico er þetta ekki í fyrsta sinn sem Graham segir frumvarpið á leið í gegnum þingið. Það hefur ekki raungerst í þeim tilfellum. Talsmaður Grahams svaraði ekki fyrirspurn Politico um hvort frumvarpið hefði tekið umfangsmiklum breytingum og hvaða breytingar þær væru þá. Frá því hann tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna hefur Trump ítrekað hótað því að beita Rússa hörðum refsiaðgerðum en lítið staðið við hótanir sínar. Í október beitti hann tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum en eftirfylgni varðandi þær aðgerðir er talin hafa verið lítil.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. 7. janúar 2026 10:27 Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa sent að minnsta kosti eitt herskip til að mæta olíuflutningaskipi sem Bandaríkjamenn hafa veitt eftirför frá því að það freistaði þess að komast til hafnar í Venesúela. 7. janúar 2026 07:12 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17 „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. 30. desember 2025 15:40 Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024. 30. desember 2025 15:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. 7. janúar 2026 10:27
Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa sent að minnsta kosti eitt herskip til að mæta olíuflutningaskipi sem Bandaríkjamenn hafa veitt eftirför frá því að það freistaði þess að komast til hafnar í Venesúela. 7. janúar 2026 07:12
Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. 5. janúar 2026 10:17
„Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. 30. desember 2025 15:40
Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024. 30. desember 2025 15:34