Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2026 09:13 Frá mótmælum í Portland í nótt, eftir að hjón voru særð af alríkisútsendurum. AP/Jenny Kane Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir að farþegi í bílnum hafi verið glæpamaður sem dvelji ólöglega í Bandaríkjunum. Hann sé frá Venesúela, tengist glæpasamtökunum Tren de Aragua, sé viðloðinn vændi og hafi komið að nýlegri skotárás í Portland. Þar segir einnig að þegar útsendarar ráðuneytisins hafi kynnt sig hafi ökumaður bílsins reynt að keyra yfir þá. Einn útsendari Landamæraeftirlits Bandaríkjanna er sagður hafa óttast um líf sitt og skotið á bílinn. AP tekur fram að engar upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem styðji þessa yfirlýsingu og að fyrri yfirlýsingar ráðuneytisins eftir sambærileg atvik, þar á meðal eftir banaskotin í Minneapolis í vikunni, hafi reynst rangar. Þá hafa Trumpliðar ítrekað sakað meðlimi Tren de Aragua um að bera ábyrgð á ofbeldi og fíkniefnasölu víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Hjón voru í bílnum og særðust bæði en þau keyrðu á brott þegar þau voru særð. Í kjölfarið hringdu þau á neyðarlínuna eftir aðstoð. Lögregluþjónar fundu hjónin þar sem þau höfðu sagst vera nokkrum kílómetrum frá sjúkrahúsinu þar sem þau voru skotin. Ástand þeirra liggur ekki fyrir en bæði eru sögð á lífi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins KGW News í Portland um atvikið. Heita rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur reynt að senda þjóðvarðliða til Portland, sem þykir mjög vinstri sinnuð borg, en dómarar hafa staðið í vegi hans. Spennan hefur verið nokkuð mikil þar á undanförnum mánuðum og hafa mótmæli verið við höfuðstöðvar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) þar. Dan Rayfield, dómsmálaráðherra Oregon, hefur heitið því að atvikið verði rannsakað í þaula og komist verði til botns í því hvort alríkisútsendarar hafi farið eftir reglum. Þeir verði ákærðir ef tilefni þykir til. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir að farþegi í bílnum hafi verið glæpamaður sem dvelji ólöglega í Bandaríkjunum. Hann sé frá Venesúela, tengist glæpasamtökunum Tren de Aragua, sé viðloðinn vændi og hafi komið að nýlegri skotárás í Portland. Þar segir einnig að þegar útsendarar ráðuneytisins hafi kynnt sig hafi ökumaður bílsins reynt að keyra yfir þá. Einn útsendari Landamæraeftirlits Bandaríkjanna er sagður hafa óttast um líf sitt og skotið á bílinn. AP tekur fram að engar upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem styðji þessa yfirlýsingu og að fyrri yfirlýsingar ráðuneytisins eftir sambærileg atvik, þar á meðal eftir banaskotin í Minneapolis í vikunni, hafi reynst rangar. Þá hafa Trumpliðar ítrekað sakað meðlimi Tren de Aragua um að bera ábyrgð á ofbeldi og fíkniefnasölu víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Hjón voru í bílnum og særðust bæði en þau keyrðu á brott þegar þau voru særð. Í kjölfarið hringdu þau á neyðarlínuna eftir aðstoð. Lögregluþjónar fundu hjónin þar sem þau höfðu sagst vera nokkrum kílómetrum frá sjúkrahúsinu þar sem þau voru skotin. Ástand þeirra liggur ekki fyrir en bæði eru sögð á lífi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins KGW News í Portland um atvikið. Heita rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur reynt að senda þjóðvarðliða til Portland, sem þykir mjög vinstri sinnuð borg, en dómarar hafa staðið í vegi hans. Spennan hefur verið nokkuð mikil þar á undanförnum mánuðum og hafa mótmæli verið við höfuðstöðvar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) þar. Dan Rayfield, dómsmálaráðherra Oregon, hefur heitið því að atvikið verði rannsakað í þaula og komist verði til botns í því hvort alríkisútsendarar hafi farið eftir reglum. Þeir verði ákærðir ef tilefni þykir til.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira