Skoðun

Ekki setja Steinunni í 2. sæti…

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

…af því að hún er kona

…af því að hún er skemmtileg

…af því að hún er reynslumikil

…af því að hún var um árabil talskona Stígamóta

…af því að hún rak skrifstofu UN Women í Reykjavík og Japan

…af því að hún er forkona kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

…af því að hún er með próf í mannfræði og alþjóðasamskiptum

…af því að hún hefur unnið að stefnumótun fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök

…af því að hún starfaði sem sérfræðingur í mansalsmálum fyrir Innanríkisráðuneytið

Settu Steinunni í 2. sætið af því að …

…hún hefur skýra sýn

…hún er lausnamiðuð

…hún er góður hlustandi

…hún elskar borgina sína

…hún er gegnheill femínisti

…hún er jafnaðarkona í hjarta sínu

…hún brennur fyrir hagsmunum almennings í Reykjavík

Svo er Steinunn yfirveguð, heiðarleg og einlæg manneskja og þess vegna á hún heima í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga.

Höfundur er kennslukona.




Skoðun

Sjá meira


×