Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 19. janúar 2026 11:01 Ég heyri reglulega í starfi mínu sem sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum að stjórnendur eru oft óöruggir um það hvernig samskiptunum eigi að vera háttað í veikindafjarveru starfsfólks. Stjórnendur velta fyrir sér hversu oft þeir eiga að heyra í viðkomandi? Þá hef ég fengið spurningar eins og: ,,Á ég að láta viðkomandi alveg í friði eða á ég að hringja reglulega, og þá hversu oft? Er ég að hringja of oft? Þá hef ég líka heyrt frá óánægju starfsfólks í veikindaleyfi að stjórnandi sé í of litlum samskiptum eða of miklum á meðan á veikindaleyfi stendur. Þó stjórnandi finnist hann vera að sýna umhyggju með reglulegum samskiptum þá geta áhrifin verið neikvæð fyrir starfsmanninn og ýtt undir erfiðar tilfinningar eins og kvíða, samviskubit, depurð og jafnvel ýtt undir streitu. Það er sannarlega huglægt mat hvers og eins hvað er mikill eða lítill stuðningur. Rannsóknir sýna þó að stjórnendur hafa heilmikil áhrif á það hvernig starfsfólk upplifir veikindaleyfið og endurkomu aftur til vinnu. Þá benda rannsóknir m.a. til að langflest starfsfólk kunni að meta að yfirmenn beri umhyggju fyrir heilsu starfsfólks og líðan þess. Það á ekki síður við í veikindum. Mælt er með því að samskipti í tengslum við veikindafjarveru og stuðningur við endurkomu ætti að vera hluti af stefnu fyrirtækja. Mikilvægast er að stjórnandi taki samtalið áður en viðkomandi fer í veikindaleyfi og þeir í sameiningu ákveði eða geri áætlun um það hvernig samskiptunum skuli vera háttað meðan á veikindaleyfi stendur. Hér skiptir einnig miklu máli að verklag vinnustaðarins sé skýrt, þ.e. að starfsfólki sé ljóst hvert hlutverk stjórnandans eða vinnustaðarins sé. Ef verklag og hlutverk eru skýr í þessum málum getur það komið í veg fyrir að starfsmaðurinn upplifi óánægju, vanlíðan, afskiptaleysi eða stuðningsleysi. Þegar svo styttist í áætlaða endurkomu starfsmanns skiptir máli að það sé skýrt hvernig endurkoman verði og hvað muni taka við þegar starfsmaður snýr aftur til vinnu. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnenda og starfsfólks hversu mikið samband er æskilegt í veikindafjarveru. Veikindi eru yfirleitt viðkvæm og erfið fyrir þann sem er að kljást við þau. Það að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna veikinda skapar eðlilega samviskubit, jafnvel skömm og kvíða. Það er ekkert rökrænt eða rétt við það en svona erum við gerð, við viljum sinna okkar skyldum og finnst erfitt að skilja félaga eftir með verkefnin. Þess vegna þarf að vera hægt að ræða við viðkomandi starfsmann, fá hans sjónarmið, og vera í samvinnu með hvernig best er að haga tengslum meðan á veikindaleyfi stendur. Þarna er engin skýr uppskrift sem gildir fyrir alla en samtalið er nauðsynlegt. Það sem við vitum er að gott skipulag og skýrir verkferlar eykur sálrænt öryggi starfsfólks. Fólk er með ólíkar þarfir og væntingar. Sumir upplifa regluleg samskipti sem stuðning en aðrir geta upplifað það sem óþarfa álag, streituvald eða eftirlit. Í einhverjum tilfellum jafnvel sem stjórnsemi og vantraust. Því er mikilvægt að vandað sé til verka. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Stjórnun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyri reglulega í starfi mínu sem sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum að stjórnendur eru oft óöruggir um það hvernig samskiptunum eigi að vera háttað í veikindafjarveru starfsfólks. Stjórnendur velta fyrir sér hversu oft þeir eiga að heyra í viðkomandi? Þá hef ég fengið spurningar eins og: ,,Á ég að láta viðkomandi alveg í friði eða á ég að hringja reglulega, og þá hversu oft? Er ég að hringja of oft? Þá hef ég líka heyrt frá óánægju starfsfólks í veikindaleyfi að stjórnandi sé í of litlum samskiptum eða of miklum á meðan á veikindaleyfi stendur. Þó stjórnandi finnist hann vera að sýna umhyggju með reglulegum samskiptum þá geta áhrifin verið neikvæð fyrir starfsmanninn og ýtt undir erfiðar tilfinningar eins og kvíða, samviskubit, depurð og jafnvel ýtt undir streitu. Það er sannarlega huglægt mat hvers og eins hvað er mikill eða lítill stuðningur. Rannsóknir sýna þó að stjórnendur hafa heilmikil áhrif á það hvernig starfsfólk upplifir veikindaleyfið og endurkomu aftur til vinnu. Þá benda rannsóknir m.a. til að langflest starfsfólk kunni að meta að yfirmenn beri umhyggju fyrir heilsu starfsfólks og líðan þess. Það á ekki síður við í veikindum. Mælt er með því að samskipti í tengslum við veikindafjarveru og stuðningur við endurkomu ætti að vera hluti af stefnu fyrirtækja. Mikilvægast er að stjórnandi taki samtalið áður en viðkomandi fer í veikindaleyfi og þeir í sameiningu ákveði eða geri áætlun um það hvernig samskiptunum skuli vera háttað meðan á veikindaleyfi stendur. Hér skiptir einnig miklu máli að verklag vinnustaðarins sé skýrt, þ.e. að starfsfólki sé ljóst hvert hlutverk stjórnandans eða vinnustaðarins sé. Ef verklag og hlutverk eru skýr í þessum málum getur það komið í veg fyrir að starfsmaðurinn upplifi óánægju, vanlíðan, afskiptaleysi eða stuðningsleysi. Þegar svo styttist í áætlaða endurkomu starfsmanns skiptir máli að það sé skýrt hvernig endurkoman verði og hvað muni taka við þegar starfsmaður snýr aftur til vinnu. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnenda og starfsfólks hversu mikið samband er æskilegt í veikindafjarveru. Veikindi eru yfirleitt viðkvæm og erfið fyrir þann sem er að kljást við þau. Það að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna veikinda skapar eðlilega samviskubit, jafnvel skömm og kvíða. Það er ekkert rökrænt eða rétt við það en svona erum við gerð, við viljum sinna okkar skyldum og finnst erfitt að skilja félaga eftir með verkefnin. Þess vegna þarf að vera hægt að ræða við viðkomandi starfsmann, fá hans sjónarmið, og vera í samvinnu með hvernig best er að haga tengslum meðan á veikindaleyfi stendur. Þarna er engin skýr uppskrift sem gildir fyrir alla en samtalið er nauðsynlegt. Það sem við vitum er að gott skipulag og skýrir verkferlar eykur sálrænt öryggi starfsfólks. Fólk er með ólíkar þarfir og væntingar. Sumir upplifa regluleg samskipti sem stuðning en aðrir geta upplifað það sem óþarfa álag, streituvald eða eftirlit. Í einhverjum tilfellum jafnvel sem stjórnsemi og vantraust. Því er mikilvægt að vandað sé til verka. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun