Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson og Johan Rockström skrifa 22. janúar 2026 06:50 Íslendingar kannast flestir við Golfstrauminn sem er hluti hafstraumakerfis í Norður-Atlantshafi og gegnir lykilhlutverki í að gera Ísland byggilegt. Ein alvarlegasta ógnin sem við stöndum frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga er hættan á hnignun eða hruni veltihringrásar Atlantshafsins (AMOC), þess hafstraumakerfis sem Golfstraumurinn tilheyrir, og er undirstaða loftslagsstöðugleika, fæðuöryggis og orkuöryggis í Norður-Evrópu. Loftslagsvandinn hverfur ekki þótt athygli heimsins beinist um þessar mundir fyrst og fremst að hernaðarátökum og sviptingum í alþjóðakerfinu. Árið 2025 var eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í fyrsta sinn hefur meðal hlýnun jarðar mælst meiri en 1,5°C í þrjú ár samfleytt miðað við upphaf iðnbyltingar. Niðurstaða COP 30 var vonbrigði. Ef fram fer sem horfir mun losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu halda áfram að aukast á komandi árum og hlýnun jarðar stefna yfir 2,5°C, langt inn á hættuslóðir sem varðaðar eru vendipunktum fyrir lífið á jörðinni. Þannig færumst við nær og nær svokölluðum loftslagsvendipunktum sem geta falið í sér óafturkræfar og hamfarakenndar breytingar á kerfunum sem gera jörðina byggilega. Vísindarannsóknir benda til þess að við nálgumst slík mörk fyrir Amazon-regnskóginn, bráðnun Grænlandsjökuls, eyðileggingu hitabeltiskóralrifa og AMOC. Loftslagsgögn frá síðustu ísöld sýna að AMOC getur breyst úr „virku“ ástandi, eins og í dag, yfir í „óvirkt“ ástand þar sem hringrásin stöðvast að mestu. Allt frá því að fyrstu skýrslur milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) voru birtar hefur ríkt breið samstaða um það meðal vísindamanna að hlýnun jarðar veiki hafstraumakerfið. Þótt óvissa ríki um nákvæmlega hvenær vendipunkti er náð er ljóst að áhættan eykst verulega með hækkandi hitastigi og líkurnar eru nú taldar mun meiri en fyrir örfáum árum. Í 70% tilvika sýna líkön hrun AMOCeftir árið 2100 ef losun gróðurhúsalofttegunda verður mikil til framtíðar og jafnvel þótt losun dragist rækilega saman og bestu sviðsmyndir um samdrátt í losun ganga eftir sýna líkön hrun AMOC í 25% tilvika. Fjöldi vísbendinga er um að veltihringrásin sé þegar farin að glata stöðugleika sínum og veikjast. Þegar lagt er mat á áhættu vegna til dæmis flugsamgangna eða framleiðslu kjarnorku er aðalspurningin ekki hvort hægt sé að spá fyrir um hvert smáatriði með óyggjandi hætti heldur hvort raunverulegar líkur séu á stórkostlegu tjóni og hvernig megi lágmarka hættuna. Við ættum að nálgast hættu vegna loftslagsbreytinga með sama hætti. Áhættan á hruni AMOC og geigvænlegum afleiðingum þess er þegar orðin óásættanlega mikil. Hrun AMOC hefði víðtækar og djúpstæðar afleiðingar á heimsvísu og eru fæðukerfi sérstaklega berskjölduð fyrir áhrifunum. Rannsóknir benda til þess allt að 90% af því landi í Bretlandi sem nú er ræktanlegt geti tapast og að land sem hentar til ræktunar á mikilvægum nytjajurtum geti dregist verulega saman um allan heim. Langvarandi þurrkar í Evrópu myndu grafa undan landbúnaði og gera núverandi matvælaframleiðslukerfi óstarfhæf. Breytingar á úrkomubelti hitabeltisins hefðu í för með sér alvarlega þurrka og flóð. Óstöðugleiki AMOC hefur sérstaka þýðingu fyrir Norðurlöndin vegna áhrifa á loftslag í Norður-Atlantshafi. Beinar afleiðingar væru breytt hita- og úrkomumynstur og auknar vetrarhörkur sem myndu valda sveiflukenndari uppskeru í landbúnaði, álagi á orkuframleiðslu með vatnsafli, truflun aðfangakeðja og röskun á sjávarútvegi vegna vistkerfisbreytinga og öfgaveðra. Meðal frekari afleiddra afleiðinga fyrir samfélög, efnahag og öryggi má nefna óstöðugleika í þeim heimshlutum sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir loftslagsbreytingum, aukinn fólksflutning til Evrópu, álag á mannúðar- og varnarkerfi og pólitíska sundrung[MA1] . Hnignun AMOC er þannig hnattrænt viðfangsefni en ekki staðbundinn vandi. Stjórnvöld í Evrópuríkjum eru smám saman að vakna. AMOC er komið á dagskrá þjóðaröryggisráðs Íslands, háttsettir embættismenn á Írlandi segja AMOC stærstu loftslagsáhættu sem Írland stendur frammi fyrir, varnargreiningar í Finnlandi og Frakklandi fjalla um áhrif veltihringrásarinnar og í Bretlandi hefur umtalsverðum fjármunum verið ráðstafað til rannsókna á loftslagsvendipunktum. Óstöðugleiki AMOC er ekki lengur fjarlæg sviðsmynd heldur öryggishætta sem þjóðir heims verða að horfast í augu við. Greiningar í Evrópu á varnar- og öryggismálum og vísindagögn leiða að sömu niðurstöðu: um er að ræða alvarlega kerfisáhættu sem ábyrg stjórnvöld hljóta að bregðast við og búa sig undir. Við köllum því eftir afgerandi aðgerðum: Í fyrsta lagi þurfum við að styrkja forystu Norðurlanda í loftslagsmálum: ráðast í samstilltar aðgerðir sem miða að því að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis og stilla saman strengi þegar kemur að samskiptum við ríki sem draga lappirnar í loftslagsaðgerðum. Eina leiðin til að lágmarka hættuna á röskun AMOC er að takmarka hlýnun jarðar eins hratt og auðið er. Í öðru lagi þurfum við að byggja í sameiningu upp sterk og samþætt kerfi til eftirlits, vöktunar, líkanagerðar og viðbúnaðar vegna AMOC-hættunnar og annarra loftslagsvendipunkta, og samþætta þau áætlanagerð vegna þjóðaröryggis og almannavarna. Norður-Atlantshafið býr við sérstaka áhættu þegar kemur að loftslagsvendipunktum, enda miðpunktur sex samtengdra vendipunkta og hlýnar tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en aðrir staðir á jörðinni. Í þriðja lagi verðum við að setja kerfisáhættu í loftslagsmálum kirfilega á dagskrá og greiða fyrir rannsóknum sem taka ekki aðeins til einstakra geira heldur til margvíslegra afleiddra áhrifa og afleiðinga fyrir samfélagið allt. Umræða og undirbúningur vegna hættunnar á röskun AMOC er ekki hræðsluáróður eða svartagallsraus heldur þvert á móti ábyrgir stjórnarhættir á tímum loftslagsvár. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Johan Rockström er forstjóri Potsdam Institute For Climate Impact og prófessor í jarðkerfisfræði. Sænsk útgáfa af greininni birtist í Dagens Nyheter . Þakkir til Reykjavik Institute. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Loftslagsmál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar kannast flestir við Golfstrauminn sem er hluti hafstraumakerfis í Norður-Atlantshafi og gegnir lykilhlutverki í að gera Ísland byggilegt. Ein alvarlegasta ógnin sem við stöndum frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga er hættan á hnignun eða hruni veltihringrásar Atlantshafsins (AMOC), þess hafstraumakerfis sem Golfstraumurinn tilheyrir, og er undirstaða loftslagsstöðugleika, fæðuöryggis og orkuöryggis í Norður-Evrópu. Loftslagsvandinn hverfur ekki þótt athygli heimsins beinist um þessar mundir fyrst og fremst að hernaðarátökum og sviptingum í alþjóðakerfinu. Árið 2025 var eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í fyrsta sinn hefur meðal hlýnun jarðar mælst meiri en 1,5°C í þrjú ár samfleytt miðað við upphaf iðnbyltingar. Niðurstaða COP 30 var vonbrigði. Ef fram fer sem horfir mun losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu halda áfram að aukast á komandi árum og hlýnun jarðar stefna yfir 2,5°C, langt inn á hættuslóðir sem varðaðar eru vendipunktum fyrir lífið á jörðinni. Þannig færumst við nær og nær svokölluðum loftslagsvendipunktum sem geta falið í sér óafturkræfar og hamfarakenndar breytingar á kerfunum sem gera jörðina byggilega. Vísindarannsóknir benda til þess að við nálgumst slík mörk fyrir Amazon-regnskóginn, bráðnun Grænlandsjökuls, eyðileggingu hitabeltiskóralrifa og AMOC. Loftslagsgögn frá síðustu ísöld sýna að AMOC getur breyst úr „virku“ ástandi, eins og í dag, yfir í „óvirkt“ ástand þar sem hringrásin stöðvast að mestu. Allt frá því að fyrstu skýrslur milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) voru birtar hefur ríkt breið samstaða um það meðal vísindamanna að hlýnun jarðar veiki hafstraumakerfið. Þótt óvissa ríki um nákvæmlega hvenær vendipunkti er náð er ljóst að áhættan eykst verulega með hækkandi hitastigi og líkurnar eru nú taldar mun meiri en fyrir örfáum árum. Í 70% tilvika sýna líkön hrun AMOCeftir árið 2100 ef losun gróðurhúsalofttegunda verður mikil til framtíðar og jafnvel þótt losun dragist rækilega saman og bestu sviðsmyndir um samdrátt í losun ganga eftir sýna líkön hrun AMOC í 25% tilvika. Fjöldi vísbendinga er um að veltihringrásin sé þegar farin að glata stöðugleika sínum og veikjast. Þegar lagt er mat á áhættu vegna til dæmis flugsamgangna eða framleiðslu kjarnorku er aðalspurningin ekki hvort hægt sé að spá fyrir um hvert smáatriði með óyggjandi hætti heldur hvort raunverulegar líkur séu á stórkostlegu tjóni og hvernig megi lágmarka hættuna. Við ættum að nálgast hættu vegna loftslagsbreytinga með sama hætti. Áhættan á hruni AMOC og geigvænlegum afleiðingum þess er þegar orðin óásættanlega mikil. Hrun AMOC hefði víðtækar og djúpstæðar afleiðingar á heimsvísu og eru fæðukerfi sérstaklega berskjölduð fyrir áhrifunum. Rannsóknir benda til þess allt að 90% af því landi í Bretlandi sem nú er ræktanlegt geti tapast og að land sem hentar til ræktunar á mikilvægum nytjajurtum geti dregist verulega saman um allan heim. Langvarandi þurrkar í Evrópu myndu grafa undan landbúnaði og gera núverandi matvælaframleiðslukerfi óstarfhæf. Breytingar á úrkomubelti hitabeltisins hefðu í för með sér alvarlega þurrka og flóð. Óstöðugleiki AMOC hefur sérstaka þýðingu fyrir Norðurlöndin vegna áhrifa á loftslag í Norður-Atlantshafi. Beinar afleiðingar væru breytt hita- og úrkomumynstur og auknar vetrarhörkur sem myndu valda sveiflukenndari uppskeru í landbúnaði, álagi á orkuframleiðslu með vatnsafli, truflun aðfangakeðja og röskun á sjávarútvegi vegna vistkerfisbreytinga og öfgaveðra. Meðal frekari afleiddra afleiðinga fyrir samfélög, efnahag og öryggi má nefna óstöðugleika í þeim heimshlutum sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir loftslagsbreytingum, aukinn fólksflutning til Evrópu, álag á mannúðar- og varnarkerfi og pólitíska sundrung[MA1] . Hnignun AMOC er þannig hnattrænt viðfangsefni en ekki staðbundinn vandi. Stjórnvöld í Evrópuríkjum eru smám saman að vakna. AMOC er komið á dagskrá þjóðaröryggisráðs Íslands, háttsettir embættismenn á Írlandi segja AMOC stærstu loftslagsáhættu sem Írland stendur frammi fyrir, varnargreiningar í Finnlandi og Frakklandi fjalla um áhrif veltihringrásarinnar og í Bretlandi hefur umtalsverðum fjármunum verið ráðstafað til rannsókna á loftslagsvendipunktum. Óstöðugleiki AMOC er ekki lengur fjarlæg sviðsmynd heldur öryggishætta sem þjóðir heims verða að horfast í augu við. Greiningar í Evrópu á varnar- og öryggismálum og vísindagögn leiða að sömu niðurstöðu: um er að ræða alvarlega kerfisáhættu sem ábyrg stjórnvöld hljóta að bregðast við og búa sig undir. Við köllum því eftir afgerandi aðgerðum: Í fyrsta lagi þurfum við að styrkja forystu Norðurlanda í loftslagsmálum: ráðast í samstilltar aðgerðir sem miða að því að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis og stilla saman strengi þegar kemur að samskiptum við ríki sem draga lappirnar í loftslagsaðgerðum. Eina leiðin til að lágmarka hættuna á röskun AMOC er að takmarka hlýnun jarðar eins hratt og auðið er. Í öðru lagi þurfum við að byggja í sameiningu upp sterk og samþætt kerfi til eftirlits, vöktunar, líkanagerðar og viðbúnaðar vegna AMOC-hættunnar og annarra loftslagsvendipunkta, og samþætta þau áætlanagerð vegna þjóðaröryggis og almannavarna. Norður-Atlantshafið býr við sérstaka áhættu þegar kemur að loftslagsvendipunktum, enda miðpunktur sex samtengdra vendipunkta og hlýnar tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en aðrir staðir á jörðinni. Í þriðja lagi verðum við að setja kerfisáhættu í loftslagsmálum kirfilega á dagskrá og greiða fyrir rannsóknum sem taka ekki aðeins til einstakra geira heldur til margvíslegra afleiddra áhrifa og afleiðinga fyrir samfélagið allt. Umræða og undirbúningur vegna hættunnar á röskun AMOC er ekki hræðsluáróður eða svartagallsraus heldur þvert á móti ábyrgir stjórnarhættir á tímum loftslagsvár. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Johan Rockström er forstjóri Potsdam Institute For Climate Impact og prófessor í jarðkerfisfræði. Sænsk útgáfa af greininni birtist í Dagens Nyheter . Þakkir til Reykjavik Institute.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar