Handbolti

Gísli Þor­geir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gísli Þorgeir hefur verið mjög öflugur fyrir Ísland á EM. 
Gísli Þorgeir hefur verið mjög öflugur fyrir Ísland á EM.  Vísir/EPA

Riðlakeppninni á EM í handbolta lauk í gærkvöldi og þá er tilefni til að skoða tölfræðina áður en milliriðlarnir hefjast.

Ísland tók tvö stig með sér í milliriðilinn og er í góðum málum fyrir fyrsta leik gegn Króatíu á morgun. Svíþjóð bíður svo á sunnudag, Sviss á þriðjudag og Slóvenía á miðvikudag.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skaraði fram úr í íslenska liðinu í leikjunum gegn Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi. Hann er bæði marka- og stoðsendingahæstur hjá íslenska liðinu og er í fjórða sæti yfir stoðsendingahæstu menn mótsins.

  1. Óli Mittún - 24 stoðsendingar
  2. Blaz Janc - 19 stoðsendingar
  3. Sander Sagosen - 18 stoðsendingar
  4. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Aellen Felix - 17 stoðsendingar
  5. Mathias Gidsel - 16 stoðsendingar

Markaskorunin hefur dreifst nokkuð jafnt milli sóknarmanna Íslands en Gísli hefur verið langduglegastur að leggja upp fyrir liðsfélaga sína. 

Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæran leik gegn Ungverjalandi og er í fjórða sæti yfir flest varin skot á mótinu.

Elliði Snær Viðarsson sýndi mjög öfluga varnarframmistöðu í síðasta leik og situr í fimmta sæti yfir flest varin skot utan af velli. Hann er líka efstur á íslenska listanum yfir stolna bolta. 

Tölfræðin er þó ekki alveg heilög, eins og Viktor Gísli fékk að kynnast, þá getur hún klikkað. Viktor er með fleiri varin skot en tölfræði EHF gefur til kynna og Gísli er líka með fleiri stoðsendingar, en leikmenn annarra liða lenda eflaust líka í því. 

Svo má draga það stórlega í efa að Elliði Snær Viðarsson sé búinn að gefa fleiri stoðsendingar á mótinu en Ómar Ingi Magnússon. Listanum skal því taka með fyrirvara um villur en hann er unninn upp úr opinberri tölfræði evrópska handboltasambandsins. 

Heildar tölfræðilista EHF má finna hér en hér fyrir neðan er helsta tölfræðin hjá strákunum okkar tekin saman.

Hverjir skoruðu mest?

  • Gísli Þorgeir Kristjánsson - 16 mörk
  • Ómar Ingi Magnússon - 15 mörk
  • Orri Freyr Þorkelsson - 13 mörk
  • Janus Daði Smárason - 11 mörk
  • Orri Freyr Þorkelsson og Haukur Þrastarson - 7 mörk

Hverjir gáfu flestar stoðsendingar?

  • Gísli Þorgeir Kristjánsson - 17 stoðsendingar
  • Elliði Snær Viðarsson - 6 stoðsendingar
  • Ómar Ingi Magnússon - 5 stoðsendingar
  • Janus Daði Smárason - 5 stoðsendingar
  • Haukur Þrastarson - 4 stoðsendingar

Hverjir töpuðu boltanum oftast?

  1. Janus Daði Smárason - 6 tapaðir boltar
  2. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon - 5 tapaðir boltar
  3. Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson - 3 tapaðir boltar

Hver skýtur fastast?

  1. Viggó Kristjánsson - Meðalskothraði 124.74 km/klst.

Hverjir spila mest?

  1. Viktor Gísli Hallgrímsson - 2 klst. og 37 mínútur.
  2. Óðinn Þór Ríkharðsson - 2 klst. og 19 mínútur.
  3. Ómar Ingi Magnússon - 1 klst. og 59 mínútur.
  4. Elliði Snær Viðarsson - 1 klst. og 55 mínútur.

Hver var oftast rekinn út af?

  1. Ýmir Örn Gíslason - 3 brottvísanir, 1 rautt spjald og 1 gult spjald
  2. Ómar Ingi Magnússon - 2 brottvísanir og 1 gult spjald
  3. Janus Daði Smárason - 2 brottvísanir

Hver stelur boltanum oftast?

  1. Elliði Snær Viðarsson - 5 stolnir boltar
  2. Viggó Kristjánsson - 3 stolnir boltar
  3. Elvar Örn Jónsson, Orri Freyr Þorkelsson og Haukur Þrastarson - 2 stolnir boltar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×