Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar 22. janúar 2026 17:31 Viðkvæm staða fámenns menningarsamfélags er viðeigandi alþjóðlegt fréttaefni á þessum síðustu og verstu tímum. Horfurnar hafa oft verið bjartari í þeirri varnarbaráttu sem við Íslendingar heyjum fyrir tungunni og þar með þjóðmenningu okkar og sjálfstæði. Tíðindamikil vika í stjórnmálunum er að baki. Ég átti afar ánægjulegt spjall við fréttamann BBC frá Skotlandi á Alþingi í vikunni, sem hafði áhuga á stöðu íslenskrar tungu. Hér á landi hefur ásælni menningarlegrar nýlendustefnu Bandaríkjanna farið fram úr hófi á undanförnum árum, þar sem enska hefur í gegnum tæknibreytingar og menningarneyslu grafið um sig í öllu okkar daglega lífi. Ákveðinn árangur hefur náðst við að gera íslenskuna gjaldgenga í stafrænum heimi en mun betur má ef duga skal. Lítið en táknrænt dæmi: Er það eitthvað annað en hneisa að Apple bregðist ekki við ítrekuðum óskum Íslendinga um að geta stillt síma sína á íslensku? Gögnin okkar eru tilbúin, það eina sem þeir þurfa að gera er að hlaða þeim inn. Árum saman höfum við sent erindi og beðið, en allt hefur komið fyrir ekki. Það er óviðunandi að fyrirtæki sem hefur eins víðtæka starfsemi hér á landi láti hjá líða að bregðast við sjálfsögðum óskum heimamanna. Vítahringur ágerist Afleiðingar stafrænnar ofneyslu bandarískrar afþreyingar blandast síðan í eitraðan kokteil með hinni stóru ógninni sem steðjar að tungumálinu, sem er glórulaus innflytjendastefna síðustu ára. Í leik- og grunnskólum landsins reynist í auknum mæli óraunhæft að kenna börnum innflytjenda íslensku, sem víða eru jafnvel orðinn meirihluti nemenda. Það er af sem áður var að þeir innflytjendur sem hingað komu áttu ekki annan kost en læra íslensku. Nú eru íslensku börnin orðin svo fær í ensku að oft verður hún að millimáli á meðal nemenda, sem koma úr öllum áttum. Börnin fara í sömu búðir og veitingastaði og við. Þar venjast þau því að víða sé enska hið almenna algilda samskiptamál. Hver er staða íslenskunnar í þessu umhverfi? Með tíð og tíma fer hún að líkjast eins konar heimamáli, í stað þess að vera fullburða opinbert tungumál á öllum sviðum í verkskiptu og nútímalegu menningarsamfélagi. Hvers vegna gefur okkar kynslóð þennan afslátt af sjálfsvirðingu sinni, sem hefði þótt óhugsandi fyrir aðeins örfáum áratugum? Skýringa er líklega að leita í þeirri útsmognu áróðursherferð sem hefur talist nauðsynleg til að réttlæta grundvallarbreytingar á innflytjendastefnu á öllum Vesturlöndum. Boðskapurinn er sá að nú sé tímabært að menn sleppi í grunninn takinu af eigin menningu, enda sé annað siðferðislega óréttlætanlegt á tuttugustu og fyrstu öld. Því miður hafa margir gert þessar ranghugmyndir að sínum og hingað erum við komin. Þarfir annarra Við þessar aðstæður erum við í ýmsu tilliti berskjölduð fyrir hvers konar yfirgangi að utan, eins og við sjáum í túristavæðingu íslensks samfélags. Heilu göturnar í Reykjavík bera þess fá merki að hér sé töluð íslenska og sömu sögu er jafnvel að segja af heilu bæjarfélögunum á landsbyggðinni. Enginn minnist þess að hafa samþykkt að sníða tilveru okkar að þörfum ferðamanna en dropinn holar steininn. Ég hef í vikunni verið að undirbúa tillögu á Alþingi um að auglýsingar á Íslandi skuli einfaldlega vera á íslensku, enda eiga auglýsingar hér í nánast öllum tilfellum erindi við heimamenn. Heimilt verður að hafa önnur tungumál samhliða en mér þykir ljóst að herða verður með afgerandi hætti á reglunni um íslensku í auglýsingum. Svokölluð „meginregla“ um þetta í lögum hefur ekki gert annað fram að þessu en boðið upp á útlenskuvæðingu íslensks samfélags. Varnarsamvinna sameiginlegt hagsmunamál Kjarnaverkefni nútímastjórnmála er að leita jafnvægis í samspilinu á milli taumlausrar alþjóðlegrar markaðshyggju og varðstöðu um hið þjóðlega. Þessi sjónarmið fara ekki alltaf saman, eins og í tilviki ótakmarkaðs „frjáls flæðis vinnuafls“. Svo árangursríkur hefur hinn glóbalíski sálfræðihernaður undanfarinna ára verið, að stjórnmálaöfl sem láta þjóðernið njóta vafans í þessari togstreitu eru markvisst gerð tortryggileg. „Afturhaldssamur þjóðernisflokkur sem sækir innblástur til Bandaríkjanna,“ eins og Miðflokknum var lýst í vikunni af formanni „markaðshyggjuflokksins“ sem afhenti Vinstri grænum lyklavöldin í forsætisráðuneytinu í sjö ár. Sama hvað menn leggja á sig til að afneita hinum þjóðlega þætti tilverunnar, leitar eðlið út um síðir, eins og hefur sannast á síðustu tímum. Sama hvar við stöndum í pólitík, höfum við Íslendingar flestir djúpa og náttúrulega samúð með rétti þjóða til að ráða sér og sínum landamærum sjálfar. Þess vegna stöndum við með vinum okkar í Grænlandi og fordæmum hótanir Bandaríkjamanna um að ætla sér að taka landið með valdi, þótt nú hafi slíkt sem betur fer verið útilokað. Málflutningur Bandaríkjamanna í málinu vofir þó áfram yfir heimshluta okkar, sem er bagalegt. Að efna til svona illdeilna við Dani, sem hafa mér vitanlega ekki sýnt Bandaríkjamönnum annað en hollustu í gegnum tíðina, tel ég afar illt afspurnar fyrir vestræna varnarsamvinnu á alþjóðasviðinu. Aðrar leiðir eru ekki í sjónmáli en áframhaldandi farsælt samstarf Bandaríkjanna og Evrópu í öryggismálum. Að mati Bandaríkjanna er alvarlegrar umræðu þörf um framlag Evrópu til þess samstarfs en að hleypa því öllu í uppnám vegna hagsmuna, sem kemur á daginn að má greiða úr með öðrum hætti en átökum, er þó ekki leiðin fram á við. Að kasta rýrð á náttúrulegt bandalag okkar yfir Atlantshafið er skollaleikur sem bitnar alls ekki aðeins á Evrópu. Framtíð Evrópu Evrópa virðist fá litlu um það ráðið hvernig Trump talar en Evrópa getur ráðið því hvernig hún tryggir eigin stöðu við breyttar aðstæður. Forystumenn í álfunni hljóma sumir eins og þeir séu að vakna upp við vondan draum, samanber ræðu Þýskalandskanslara í Davos. Spurningarnar eru löngu þekktar. Var ekki oft þörf en nú nauðsyn, að vinda ofan af regluvæðingu smæstu smáatriða í lífi borgaranna og ólýðræðislegu skrifræðisbákninu í Brussel? Að loka hinum opnu velferðarkerfum fyrir förumenn úr fjarlægum heimshlutum? Að láta af aðförum gegn málfrelsi fólks, sem hefur til dæmis gagnrýna sýn á hin opnu landamæri og fjölmenningartálsýnina? Ef til vill einnig að horfast í augu við sjálfsmörkin og sóunina í loftslagsstefnunni? Að endurheimta orkuöryggi álfunnar með alvöru uppbyggingu og þar með tryggja sjálfstætt framhaldslíf evrópsks iðnaðar? Nú ókyrrast eðlilega margir yfir því vígbúnaðarkapphlaupi sem hafið er í heiminum en Evrópa er þó hvött til að láta sitt ekki eftir liggja. Þar er boðuð mikil sókn en ég verst ekki áleitinni spurningu sem vaknar um stöðu þeirra stjórnvalda sem hafa áratugum saman talað af stækri fyrirlitningu um allt, sem kalla má einhvers konar þjóðernisstefnu. Í nafni hvers ætla þessi stjórnvöld að fá unga menn til gegna herskyldu í stríðum straumum? Varla fjölbreytileikans? Þótt ekki sé það komið til af góðu við fyrstu sýn, hljómar sums staðar eins og stund breyttrar pólitískrar forgangsröðunar sé runnin upp í Evrópu. Sú sjálfsblekking okkar miklu velmegunarsamfélaga virðist úr sögunni, að þjónkun við loftkenndar og ómælanlegar hugsjónir í þágu óræðs alþjóðlegs hugmyndafræðilegs málstaðar geti talist æðst pólitískra dyggða. Á þessum umbrotatímum er mestöll þolinmæði einnig horfin fyrir þeirri hugmynd, að þjóðríki geri best í að þjóna allt öðru fólki en sínu eigin. Öllu heldur hljóta næstu skref Evrópuríkja núna að vera aukin áhersla á að hlúa að eigin þörfum og eigin þjóðum. Þótt klisjurnar kveði á um annað, er það einmitt þannig sem Evrópa mun styrkja stöðu sína í samskiptum við Bandaríkin. Þjóðir sem standa ekki með sjálfum sér geta nefnilega illa staðið með öðrum. Höfundur er varaformaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Viðkvæm staða fámenns menningarsamfélags er viðeigandi alþjóðlegt fréttaefni á þessum síðustu og verstu tímum. Horfurnar hafa oft verið bjartari í þeirri varnarbaráttu sem við Íslendingar heyjum fyrir tungunni og þar með þjóðmenningu okkar og sjálfstæði. Tíðindamikil vika í stjórnmálunum er að baki. Ég átti afar ánægjulegt spjall við fréttamann BBC frá Skotlandi á Alþingi í vikunni, sem hafði áhuga á stöðu íslenskrar tungu. Hér á landi hefur ásælni menningarlegrar nýlendustefnu Bandaríkjanna farið fram úr hófi á undanförnum árum, þar sem enska hefur í gegnum tæknibreytingar og menningarneyslu grafið um sig í öllu okkar daglega lífi. Ákveðinn árangur hefur náðst við að gera íslenskuna gjaldgenga í stafrænum heimi en mun betur má ef duga skal. Lítið en táknrænt dæmi: Er það eitthvað annað en hneisa að Apple bregðist ekki við ítrekuðum óskum Íslendinga um að geta stillt síma sína á íslensku? Gögnin okkar eru tilbúin, það eina sem þeir þurfa að gera er að hlaða þeim inn. Árum saman höfum við sent erindi og beðið, en allt hefur komið fyrir ekki. Það er óviðunandi að fyrirtæki sem hefur eins víðtæka starfsemi hér á landi láti hjá líða að bregðast við sjálfsögðum óskum heimamanna. Vítahringur ágerist Afleiðingar stafrænnar ofneyslu bandarískrar afþreyingar blandast síðan í eitraðan kokteil með hinni stóru ógninni sem steðjar að tungumálinu, sem er glórulaus innflytjendastefna síðustu ára. Í leik- og grunnskólum landsins reynist í auknum mæli óraunhæft að kenna börnum innflytjenda íslensku, sem víða eru jafnvel orðinn meirihluti nemenda. Það er af sem áður var að þeir innflytjendur sem hingað komu áttu ekki annan kost en læra íslensku. Nú eru íslensku börnin orðin svo fær í ensku að oft verður hún að millimáli á meðal nemenda, sem koma úr öllum áttum. Börnin fara í sömu búðir og veitingastaði og við. Þar venjast þau því að víða sé enska hið almenna algilda samskiptamál. Hver er staða íslenskunnar í þessu umhverfi? Með tíð og tíma fer hún að líkjast eins konar heimamáli, í stað þess að vera fullburða opinbert tungumál á öllum sviðum í verkskiptu og nútímalegu menningarsamfélagi. Hvers vegna gefur okkar kynslóð þennan afslátt af sjálfsvirðingu sinni, sem hefði þótt óhugsandi fyrir aðeins örfáum áratugum? Skýringa er líklega að leita í þeirri útsmognu áróðursherferð sem hefur talist nauðsynleg til að réttlæta grundvallarbreytingar á innflytjendastefnu á öllum Vesturlöndum. Boðskapurinn er sá að nú sé tímabært að menn sleppi í grunninn takinu af eigin menningu, enda sé annað siðferðislega óréttlætanlegt á tuttugustu og fyrstu öld. Því miður hafa margir gert þessar ranghugmyndir að sínum og hingað erum við komin. Þarfir annarra Við þessar aðstæður erum við í ýmsu tilliti berskjölduð fyrir hvers konar yfirgangi að utan, eins og við sjáum í túristavæðingu íslensks samfélags. Heilu göturnar í Reykjavík bera þess fá merki að hér sé töluð íslenska og sömu sögu er jafnvel að segja af heilu bæjarfélögunum á landsbyggðinni. Enginn minnist þess að hafa samþykkt að sníða tilveru okkar að þörfum ferðamanna en dropinn holar steininn. Ég hef í vikunni verið að undirbúa tillögu á Alþingi um að auglýsingar á Íslandi skuli einfaldlega vera á íslensku, enda eiga auglýsingar hér í nánast öllum tilfellum erindi við heimamenn. Heimilt verður að hafa önnur tungumál samhliða en mér þykir ljóst að herða verður með afgerandi hætti á reglunni um íslensku í auglýsingum. Svokölluð „meginregla“ um þetta í lögum hefur ekki gert annað fram að þessu en boðið upp á útlenskuvæðingu íslensks samfélags. Varnarsamvinna sameiginlegt hagsmunamál Kjarnaverkefni nútímastjórnmála er að leita jafnvægis í samspilinu á milli taumlausrar alþjóðlegrar markaðshyggju og varðstöðu um hið þjóðlega. Þessi sjónarmið fara ekki alltaf saman, eins og í tilviki ótakmarkaðs „frjáls flæðis vinnuafls“. Svo árangursríkur hefur hinn glóbalíski sálfræðihernaður undanfarinna ára verið, að stjórnmálaöfl sem láta þjóðernið njóta vafans í þessari togstreitu eru markvisst gerð tortryggileg. „Afturhaldssamur þjóðernisflokkur sem sækir innblástur til Bandaríkjanna,“ eins og Miðflokknum var lýst í vikunni af formanni „markaðshyggjuflokksins“ sem afhenti Vinstri grænum lyklavöldin í forsætisráðuneytinu í sjö ár. Sama hvað menn leggja á sig til að afneita hinum þjóðlega þætti tilverunnar, leitar eðlið út um síðir, eins og hefur sannast á síðustu tímum. Sama hvar við stöndum í pólitík, höfum við Íslendingar flestir djúpa og náttúrulega samúð með rétti þjóða til að ráða sér og sínum landamærum sjálfar. Þess vegna stöndum við með vinum okkar í Grænlandi og fordæmum hótanir Bandaríkjamanna um að ætla sér að taka landið með valdi, þótt nú hafi slíkt sem betur fer verið útilokað. Málflutningur Bandaríkjamanna í málinu vofir þó áfram yfir heimshluta okkar, sem er bagalegt. Að efna til svona illdeilna við Dani, sem hafa mér vitanlega ekki sýnt Bandaríkjamönnum annað en hollustu í gegnum tíðina, tel ég afar illt afspurnar fyrir vestræna varnarsamvinnu á alþjóðasviðinu. Aðrar leiðir eru ekki í sjónmáli en áframhaldandi farsælt samstarf Bandaríkjanna og Evrópu í öryggismálum. Að mati Bandaríkjanna er alvarlegrar umræðu þörf um framlag Evrópu til þess samstarfs en að hleypa því öllu í uppnám vegna hagsmuna, sem kemur á daginn að má greiða úr með öðrum hætti en átökum, er þó ekki leiðin fram á við. Að kasta rýrð á náttúrulegt bandalag okkar yfir Atlantshafið er skollaleikur sem bitnar alls ekki aðeins á Evrópu. Framtíð Evrópu Evrópa virðist fá litlu um það ráðið hvernig Trump talar en Evrópa getur ráðið því hvernig hún tryggir eigin stöðu við breyttar aðstæður. Forystumenn í álfunni hljóma sumir eins og þeir séu að vakna upp við vondan draum, samanber ræðu Þýskalandskanslara í Davos. Spurningarnar eru löngu þekktar. Var ekki oft þörf en nú nauðsyn, að vinda ofan af regluvæðingu smæstu smáatriða í lífi borgaranna og ólýðræðislegu skrifræðisbákninu í Brussel? Að loka hinum opnu velferðarkerfum fyrir förumenn úr fjarlægum heimshlutum? Að láta af aðförum gegn málfrelsi fólks, sem hefur til dæmis gagnrýna sýn á hin opnu landamæri og fjölmenningartálsýnina? Ef til vill einnig að horfast í augu við sjálfsmörkin og sóunina í loftslagsstefnunni? Að endurheimta orkuöryggi álfunnar með alvöru uppbyggingu og þar með tryggja sjálfstætt framhaldslíf evrópsks iðnaðar? Nú ókyrrast eðlilega margir yfir því vígbúnaðarkapphlaupi sem hafið er í heiminum en Evrópa er þó hvött til að láta sitt ekki eftir liggja. Þar er boðuð mikil sókn en ég verst ekki áleitinni spurningu sem vaknar um stöðu þeirra stjórnvalda sem hafa áratugum saman talað af stækri fyrirlitningu um allt, sem kalla má einhvers konar þjóðernisstefnu. Í nafni hvers ætla þessi stjórnvöld að fá unga menn til gegna herskyldu í stríðum straumum? Varla fjölbreytileikans? Þótt ekki sé það komið til af góðu við fyrstu sýn, hljómar sums staðar eins og stund breyttrar pólitískrar forgangsröðunar sé runnin upp í Evrópu. Sú sjálfsblekking okkar miklu velmegunarsamfélaga virðist úr sögunni, að þjónkun við loftkenndar og ómælanlegar hugsjónir í þágu óræðs alþjóðlegs hugmyndafræðilegs málstaðar geti talist æðst pólitískra dyggða. Á þessum umbrotatímum er mestöll þolinmæði einnig horfin fyrir þeirri hugmynd, að þjóðríki geri best í að þjóna allt öðru fólki en sínu eigin. Öllu heldur hljóta næstu skref Evrópuríkja núna að vera aukin áhersla á að hlúa að eigin þörfum og eigin þjóðum. Þótt klisjurnar kveði á um annað, er það einmitt þannig sem Evrópa mun styrkja stöðu sína í samskiptum við Bandaríkin. Þjóðir sem standa ekki með sjálfum sér geta nefnilega illa staðið með öðrum. Höfundur er varaformaður Miðflokksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar