Handbolti

„Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson í viðtali eftir leikinn. Hann var skiljanlega mjög svekktur.
Orri Freyr Þorkelsson í viðtali eftir leikinn. Hann var skiljanlega mjög svekktur. EPA/JOHAN NILSSON

Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í íslenska landsliðinu með átta mörk en hann, eins og aðrir í liðinu, var svekktur í leikslok.

„Mér liður bara mjög illa. Ég hafði alltaf trú á að við værum að koma okkur einhvern veginn yfir allan seinni hálfleikinn. Þeir bara skora alltaf. Þetta er bara ógeðslega leiðinlegt og maður er mjög svekktur,“ sagði Orri Freyr við Val Pál Eiríksson eftir leikinn.

Klippa: Skulda öllum og sér sjálfum

Hvað vantaði upp á í íslensku vörninni?

„Við erum að fá á okkur 38 mörk og það má telja margt til. Að ná að vinna betur stöðurnar, ná að hjálpa betur og taka fráköstin. Það eru margir þættir sem spila þarna saman. Ég er ekki búinn að horfa á þetta aftur og er ekki með neina heildarmynd. Ég man eiginlega bara eftir síðustu sókninni okkar,“ sagði Orri.

Snýst þetta núna um að vonast eftir sem bestum úrslitum í dag og undirbúa sig fyrir morgundaginn?

„Við þurfum einhvern veginn að vinna úr þessu og mæta klárir á morgun á móti Slóvenum sem eru mjög góðir. Við ætlum bara að vinna þann leik. Það er bara það sem við skuldum öllum, og okkur sjálfum. Mér finnst við bara vera þar. Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag. Ég skila því ekki því ég hafði bara svo ógeðslega mikla trú á þessu bara allan tímann,“ sagði Orri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×