Hlúum að hjarta skólans Jónella Sigurjónsdóttir og skrifa 30. janúar 2026 15:00 Þegar við hittum nýtt fólk er stundum spurt: Hvað gerir þú? Þegar ég er spurð að þessu svara ég sannleikanum samkvæmt: Ég er skólasafnskennari. Það eru ekki allir sem átta sig á því hvað það felur í sér og hugsa kannski um rykfallið rými í grunnskóla þar sem búið er að safna saman gömlu skóladóti eins og blekbyttum, svörtum krítartöflum og pennastokkum. Þrátt fyrir að þetta sé skemmtileg hugmynd er skólasafn eitthvað allt annað, það er líka stundum kallað skólabókasafn og stundum upplýsingamiðstöð. Skiljanlega vita ekki allir hvað skólasafn er þó fyrirbærið sé ekki nýtt af nálinni. Það er rúm hálf öld frá því að lög um grunnskóla kváðu á um að við hvern grunnskóla ætti að vera skólasafn. En þar sem lögin hafa ekki alltaf tilgreint hvernig svona safn ætti að vera og engar lágmarkskröfur settar, t.d. varðandi starfsmannahald, opnunartíma, fjármagn til bókakaupa eða fermetratölu, er framkvæmdin æði misjöfn. Þess vegna sitjum við Íslendingar uppi með þá stöðu að í sumum skólum er skólasafnið hjarta skólans, staður þar sem allt skólasamfélagið er velkomið, þar sem er stöðug umferð, þar sem hópar koma til að þiggja fræðslu hjá upplýsingafræðingi eða kennara skólasafnsins og þar sem bækurnar fljúga af hillunum og í hendur nemenda. Á meðan skólasamfélög í öðrum skólum verða að sætta sig við skólasafn sem samanstendur af bókum sem enginn sér um, annað hvort á víð og dreif um skólann eða í troðfullum hillum í læstri kompu. Staðreyndin er sú að íslenskir grunnskólanemendur sitja ekki allir við sama borð. Lifandi skólasöfn eru nefnilega afar mikilvæg í mörgum skilningi og hver skóli ætti að búa að einu slíku. Skólasöfn eru lestrarhvetjandi Það er fátt jafn dýrmætt fyrir skóla og að hafa einstakling innan skólans sem getur verið kennurum innan handar við val á bókum, eflt notkun bókmennta í skólastarfinu og einbeitt sér að því að hvetja nemendur til lestrar ásamt því að ýta undir jákvæða lestrarupplifun og bókaást. Umsjónarmenn skólasafna eru óþreytandi við að búa til eins fjölbreytt tækifæri og þeir geta til að hjálpa nemendum að finna bækur við hæfi og upplifa ánægjulegar stundir í gegnum bókmenntir. Sem dæmi skipuleggja þeir heimsóknir rithöfunda, bókaklúbba af öllu tagi, upplestur innan skólans, lestrarmaraþon, notalegar stundir inni á skólasafninu, pallborðsumræður um bækur, ritun bókadóma auk þess að gera ómótstæðilegar bókauppstillingar og búa til aðlaðandi og ævintýralegt umhverfi sem gestir skólasafnsins geta gleymt sér í. Á hverjum degi taka þeir á móti nemendum og þreytast ekki á að mæla með bókum alveg þangað til rétta bókin hittir rétta barnið. Skólasöfn eru jöfnunartæki Bækur þykja frekar dýr vara og ekki öll börn sem geta beðið fjölskyldu sína um að kaupa handa sér þær bækur sem þau langar í. Hvort sem þið trúið því eða ekki þá lesa börn bækur og sumar bækur eru gríðarlega vinsælar meðal grunnskólanemenda. Börn í íslenskum grunnskólum, bæði drengir og stúlkur, leggja það á sig að skrá sig á biðlista og bíða vikum saman eftir að bókin, sem þau virkilega langar til að lesa, losni á skólasafninu. Sum eru óþolinmóð og mæta oft á skólasafnið til að athuga númer hvað þau eru á biðlistanum. Það er því mikilvægt að allir grunnskólanemendur hafi aðgang að skólasafni, þar sem þess er gætt að bjóða upp á nýjustu bækurnar, og helst nokkur eintök af vinsælustu bókunum. Skólasöfn eru mikilvægar upplýsingamiðstövar Á skólasöfnum geta nemendur, undir handleiðslu skólasafnskennara og upplýsingafræðinga, lært hvaða leiðir er best að fara til að leita upplýsinga og meta réttmæti og áreiðanleika þeirra. Með því að fá aðstoð og leiðbeiningar geta nemendur smám saman nýtt upplýsingar sem traustar heimildir. Það er líklega sjaldgæft í dag að fjölskyldan hlusti saman á útvarpsfréttir eða horfi saman á sjónvarpsfréttir. Auðvitað eru stálpaðir krakkar og unglingar samt forvitnir og vilja vera vel upplýstir. Þeir hafa alist upp með annan fótinn í hinum stafræna heimi og ferðast þar yfirleitt á öðrum slóðum en hinir fullorðnu. Þeir leita sér því upplýsinga í gegnum miðla sem fáir fullorðnir þekkja af eigin raun. En eins og við vitum eru misupplýsingar stórt vandamál á netinu og því mikilvægt að þjálfa grunnskólanemendur í upplýsingalæsi og fræða þá um upplýsingaóreiðu. Það er eitthvað sem upplýsingafræðingar og skólasafnskennarar hafa þekkingu á og geta hjálpað nemendum með. Skólasöfn eru athvarf í erli dagsins Þrátt fyrir að vera svæði sem eru yfirleitt opin og aðgengileg öllu skólasamfélaginu, annað hvort allan daginn eða lungann úr skóladeginum, leggja umsjónarmenn skólasafnanna á sig mikla vinnu við að skapa þar örugg og róleg svæði. Þeir leggja sig fram um að vera til staðar fyrir nemendur sem þurfa skjól, spjall, eða bara að staldra aðeins við þegar skóladagurinn verður yfirþyrmandi. Þar að auki eru skólasöfnin gjarnan eftirsóknarverður staður til að koma inn á og læra, lesa eða spila. Skólasöfn eru hjarta skólans Það er vitað að aðstæður íslenskra grunnskóla eru ólíkar hvað varðar nemendafjölda, húsnæði og staðsetningu svo dæmi séu tekin. Það geta hins vegar allir skólar boðið upp á sína útfærslu af lifandi skólasafni sem er hjartað í skólastarfinu. Sama hverjar aðstæður eru vil ég hvetja sveitarstjórnarfólk, skólastjóra, kennara og foreldra til að hlúa að hjarta skólans og leggja sitt af mörkum við að virkja skólasafnið í sínum skóla. Höfundur er skólasafnskennari og formaður Félags fagfólks á skólasöfnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bókasöfn Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar við hittum nýtt fólk er stundum spurt: Hvað gerir þú? Þegar ég er spurð að þessu svara ég sannleikanum samkvæmt: Ég er skólasafnskennari. Það eru ekki allir sem átta sig á því hvað það felur í sér og hugsa kannski um rykfallið rými í grunnskóla þar sem búið er að safna saman gömlu skóladóti eins og blekbyttum, svörtum krítartöflum og pennastokkum. Þrátt fyrir að þetta sé skemmtileg hugmynd er skólasafn eitthvað allt annað, það er líka stundum kallað skólabókasafn og stundum upplýsingamiðstöð. Skiljanlega vita ekki allir hvað skólasafn er þó fyrirbærið sé ekki nýtt af nálinni. Það er rúm hálf öld frá því að lög um grunnskóla kváðu á um að við hvern grunnskóla ætti að vera skólasafn. En þar sem lögin hafa ekki alltaf tilgreint hvernig svona safn ætti að vera og engar lágmarkskröfur settar, t.d. varðandi starfsmannahald, opnunartíma, fjármagn til bókakaupa eða fermetratölu, er framkvæmdin æði misjöfn. Þess vegna sitjum við Íslendingar uppi með þá stöðu að í sumum skólum er skólasafnið hjarta skólans, staður þar sem allt skólasamfélagið er velkomið, þar sem er stöðug umferð, þar sem hópar koma til að þiggja fræðslu hjá upplýsingafræðingi eða kennara skólasafnsins og þar sem bækurnar fljúga af hillunum og í hendur nemenda. Á meðan skólasamfélög í öðrum skólum verða að sætta sig við skólasafn sem samanstendur af bókum sem enginn sér um, annað hvort á víð og dreif um skólann eða í troðfullum hillum í læstri kompu. Staðreyndin er sú að íslenskir grunnskólanemendur sitja ekki allir við sama borð. Lifandi skólasöfn eru nefnilega afar mikilvæg í mörgum skilningi og hver skóli ætti að búa að einu slíku. Skólasöfn eru lestrarhvetjandi Það er fátt jafn dýrmætt fyrir skóla og að hafa einstakling innan skólans sem getur verið kennurum innan handar við val á bókum, eflt notkun bókmennta í skólastarfinu og einbeitt sér að því að hvetja nemendur til lestrar ásamt því að ýta undir jákvæða lestrarupplifun og bókaást. Umsjónarmenn skólasafna eru óþreytandi við að búa til eins fjölbreytt tækifæri og þeir geta til að hjálpa nemendum að finna bækur við hæfi og upplifa ánægjulegar stundir í gegnum bókmenntir. Sem dæmi skipuleggja þeir heimsóknir rithöfunda, bókaklúbba af öllu tagi, upplestur innan skólans, lestrarmaraþon, notalegar stundir inni á skólasafninu, pallborðsumræður um bækur, ritun bókadóma auk þess að gera ómótstæðilegar bókauppstillingar og búa til aðlaðandi og ævintýralegt umhverfi sem gestir skólasafnsins geta gleymt sér í. Á hverjum degi taka þeir á móti nemendum og þreytast ekki á að mæla með bókum alveg þangað til rétta bókin hittir rétta barnið. Skólasöfn eru jöfnunartæki Bækur þykja frekar dýr vara og ekki öll börn sem geta beðið fjölskyldu sína um að kaupa handa sér þær bækur sem þau langar í. Hvort sem þið trúið því eða ekki þá lesa börn bækur og sumar bækur eru gríðarlega vinsælar meðal grunnskólanemenda. Börn í íslenskum grunnskólum, bæði drengir og stúlkur, leggja það á sig að skrá sig á biðlista og bíða vikum saman eftir að bókin, sem þau virkilega langar til að lesa, losni á skólasafninu. Sum eru óþolinmóð og mæta oft á skólasafnið til að athuga númer hvað þau eru á biðlistanum. Það er því mikilvægt að allir grunnskólanemendur hafi aðgang að skólasafni, þar sem þess er gætt að bjóða upp á nýjustu bækurnar, og helst nokkur eintök af vinsælustu bókunum. Skólasöfn eru mikilvægar upplýsingamiðstövar Á skólasöfnum geta nemendur, undir handleiðslu skólasafnskennara og upplýsingafræðinga, lært hvaða leiðir er best að fara til að leita upplýsinga og meta réttmæti og áreiðanleika þeirra. Með því að fá aðstoð og leiðbeiningar geta nemendur smám saman nýtt upplýsingar sem traustar heimildir. Það er líklega sjaldgæft í dag að fjölskyldan hlusti saman á útvarpsfréttir eða horfi saman á sjónvarpsfréttir. Auðvitað eru stálpaðir krakkar og unglingar samt forvitnir og vilja vera vel upplýstir. Þeir hafa alist upp með annan fótinn í hinum stafræna heimi og ferðast þar yfirleitt á öðrum slóðum en hinir fullorðnu. Þeir leita sér því upplýsinga í gegnum miðla sem fáir fullorðnir þekkja af eigin raun. En eins og við vitum eru misupplýsingar stórt vandamál á netinu og því mikilvægt að þjálfa grunnskólanemendur í upplýsingalæsi og fræða þá um upplýsingaóreiðu. Það er eitthvað sem upplýsingafræðingar og skólasafnskennarar hafa þekkingu á og geta hjálpað nemendum með. Skólasöfn eru athvarf í erli dagsins Þrátt fyrir að vera svæði sem eru yfirleitt opin og aðgengileg öllu skólasamfélaginu, annað hvort allan daginn eða lungann úr skóladeginum, leggja umsjónarmenn skólasafnanna á sig mikla vinnu við að skapa þar örugg og róleg svæði. Þeir leggja sig fram um að vera til staðar fyrir nemendur sem þurfa skjól, spjall, eða bara að staldra aðeins við þegar skóladagurinn verður yfirþyrmandi. Þar að auki eru skólasöfnin gjarnan eftirsóknarverður staður til að koma inn á og læra, lesa eða spila. Skólasöfn eru hjarta skólans Það er vitað að aðstæður íslenskra grunnskóla eru ólíkar hvað varðar nemendafjölda, húsnæði og staðsetningu svo dæmi séu tekin. Það geta hins vegar allir skólar boðið upp á sína útfærslu af lifandi skólasafni sem er hjartað í skólastarfinu. Sama hverjar aðstæður eru vil ég hvetja sveitarstjórnarfólk, skólastjóra, kennara og foreldra til að hlúa að hjarta skólans og leggja sitt af mörkum við að virkja skólasafnið í sínum skóla. Höfundur er skólasafnskennari og formaður Félags fagfólks á skólasöfnum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar