CS Nostalgían - WarDrake mætir á vígvöllinn

CS Nostalgían er á sínum stað og að þessu sinni ætla Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson að sýna viðureign Drake og mta í Simnet Netdeildinni árið 2004. Drake tefldi fram sínu allra sterkasta liði það árið með fyrirliðann WarDrake í fararbroddi. Allir þáverandi liðsmenn Drake hafa komið við sögu hjá okkur áður að frátöldum WarDrake. Það er eiginlega skömm að segja frá því að þetta er fyrsti leikurinn þar sem hann kemur fyrir. WarDrake var nefnilega lengi vel einn af bestu spilurum landsins ásamt því að vera stoð og stytta Drake-liðsins. Einnig var hann iðinn í myndbandsgerð og horfðu flestir íslenskir CS spilarar margoft á myndbönd úr smiðju hans. Má þar helst nefna ‘Drake The Movie’, en þar er sýnt frá töktum liðsmanna Drake undir dúndrandi teknó og rokktónlist. Liðsmenn mta voru heldur engir nýgræðingar á þessum tíma. Leiðtogi liðsins, fixer, var með sjóðheitar skyttur á sínum snærum. Leikmaðurinn vargur var þar fremstur meðal jafningja og áttu liðsmenn Drake í stökustu vandræðum með hann. Þetta er hörku viðureign sem fór fram á vígvellinum Nuke í CS 1.6. Liðsmenn Drake: blibb, DynaMo, Some0ne, WarDrake, zombie. Liðsmenn mta: fixer, gaui, moon, vargur, yzer.

1319
41:03

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir