Lærum League of Legends - Þáttur 2
Í tilefni þess að Heimsmeistaramótið í League of Legends sé haldið hér á landi hefur Rafíþróttasamtök Íslands framleitt stutt kennslumyndbönd til að kynna almenningi fyrir League of Legends. League of Legends er strategískur liða leikur eða herkænskuleikur, markmiðið er að brjótast inn í höfuðstöðvar óvinanna og taka yfir þær áður en liðið missir sínar eigin bækistöðvar! Kannist þið við þetta? Í síðasta þætti fórum við yfir þessi atriði og um Summoners Rift, sem er eina kortið sem er spilað og fjölluðum um brautirnar þrjár sem er barist um. Í dag köfum við ögn dýpra í leikinn, en engar áhyggjur, við erum enn í grunnu lauginni. Þetta eru mörg ný orð og virðist jafnvel vera óyfirstíganlegt að kynnast leiknum en við skulum taka þetta eitt skref í einu og eftir nokkra þætti skilja áhorfendur LOL eins og meistarar eða geta í það minnsta sagt að þau hafi séð úr leiknum.