Lærum League of Legends - Þáttur 4

Í tilefni þess að Heimsmeistaramótið í League of Legends sé haldið hér á landi hefur Rafíþróttasamtök Íslands framleitt stutt kennslumyndbönd til að kynna almenningi fyrir League of Legends. League of Legends er strategískur liða leikur eða herkænskuleikur , markmiðið er að brjótast inn í höfuðstöðvar óvinanna og taka þær yfir áður en liðið missir sínar eigin bækistöðvar! Nú erum við með þetta alveg á hreinu. Í síðasta þætti köfuðum við í hlutverk hvers og eins í liðinu. Í þessum þætti ætlum við að fjalla um auka verkefnin sem liðið getur leyst til að styrkja sig í baráttunni um höfuðstöðvarnar. Við ætlum að kynnast drekunum, Herald og Baron.

530
02:23

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir