Ísland í dag - Eva gerir mega töff vetrargarð!
Nú þegar fer að hausta er gaman að skoða vetrargarða. Mjög flottir garðar með möl og hellum og blómapottum með sígrænum plöntum að mestu viðhaldsfríir eru eitt af því vinsælasta í garðahönnun í dag. Landslagsarkitektinn og garðahönnuðurinn Eva Ósk Guðmundsdóttir hefur sýnt okkur í Íslandi í dag óvenjulega garða þar sem hún hefur t.d. sett palla á allan garðinn og teiknað og smíðað ævintýralega flott útieldhús og bari. Og að þessu sinni skoðum við garða sem Eva hefur hannað þar sem gróðurinn er bara í pottum og hellur og möl ráðandi og mjög töff. Vala Matt fór í haustgarðaleiðangur og hitti Evu Ósk og skoðaði nýjasta garðinn hjá henni.