Benedikt: Fyrstur til að viðurkenna hnökra á fjármálaáætluninni Ríkisfjármálaáætlunin stenst ekki lög, segir stjórnarandstaðan. Innlent 30. maí 2017 13:40
Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði. Innlent 30. maí 2017 07:00
Sigur stjórnarandstöðunnar: „Stjórnin er ekki að þvinga neitt í gegn“ Nokkur sátt ríkir um öll mál, utan ríkisfjármálaáætlunar, sem fara í gegnum Alþingi fyrir þingfrestun á morgun. Formaður VG segir mörg stór mál bíða. Jafnlaunavottun verður samþykkt nærri ágreiningslaust. Innlent 30. maí 2017 07:00
Costco og eftirpartý í eldhúsdagsumræðum Stefnt er að þinglokum í vikunni eftir snarpt og óvenjulegt vorþing. Af því tilefni fóru eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í gær. Þingmenn allra flokka fóru um víðan völl en heilbrigðis-, mennta- og myntmál voru fyrirferðarmikil. Innlent 30. maí 2017 07:00
Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Innlent 29. maí 2017 22:19
Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Innlent 29. maí 2017 21:52
„Opinbera heilbrigðiskerfinu er haldið við sultarmörk meðan fjármunir renna ljúflega í einkarekstur“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór um víðan völl í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld og gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar á ýmsum sviðum. Innlent 29. maí 2017 21:36
Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 29. maí 2017 21:16
Sagði Viðreisn berjast gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi. Innlent 29. maí 2017 20:48
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. Innlent 29. maí 2017 20:25
Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Innlent 29. maí 2017 20:13
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. Innlent 29. maí 2017 19:58
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. Innlent 29. maí 2017 18:45
Mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Innlent 26. maí 2017 21:34
Fjármálaráðherra hefur auknar áhyggjur af vaxandi styrk krónunnar Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýst eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Innlent 24. maí 2017 18:35
Vilhjálmur skipaður formaður Þingvallanefndar Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað nýjan formann og varaformann Þingvallanefndar. Innlent 24. maí 2017 18:10
Þvættingur að fjármálaáætlunin nái ekki í gegnum þingið Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Innlent 24. maí 2017 07:00
Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. Innlent 22. maí 2017 07:00
Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. Innlent 17. maí 2017 06:00
Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. Innlent 16. maí 2017 07:00
Píratar sagðir þurfa strúktúr Ásta sagði af sér embætti í gær vegna ágreinings innan þingflokksins um hlutverk þingflokksformanns, að sögn Ástu. Innlent 16. maí 2017 07:00
Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar. Innlent 16. maí 2017 06:00
Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. Innlent 16. maí 2017 05:00
Gagnrýndi Pírata fyrir að víkja af fundum til að „ræða forystukrísuna“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi þingmenn Pírata í upphafi þingfundar í dag fyrir að víkja af fundum fastanefnda þingsins í morgun. Innlent 15. maí 2017 15:42
Einar nýr þingflokksformaður Pírata Einar Brynjólfsson var kjörinn nýr formaður þingflokks Pírata á þingflokksfundi sem lauk fyrr í dag. Hann tekur við af Ástu Guðrúnu Helgadóttur sem steig til hliðar vegna ágreinings um innra starf þingflokksins. Innlent 15. maí 2017 15:20
Fimmtán hundruð króna komugjald hefði skilað 6 milljörðum í ríkissjóð Hefðu orðið 10 milljarðar ef komugjaldið hefði einnig verið á í ár. Innlent 15. maí 2017 15:17
Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. Innlent 13. maí 2017 07:00
Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. Innlent 11. maí 2017 07:00
Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. Innlent 9. maí 2017 16:45
Þingmenn létu Pál Magnússon heyra það við upphaf þingfundar: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessum viðbrögðum“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðiflokksins og formann atvinnuveganefndar, heyra það við upphaf þingfundar í dag. Innlent 9. maí 2017 14:42