Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Niðurlægði þingflokk Samfylkingarinnar

Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksinsk segir fá eða engin dæmi um að formaður flokks hafi niðurlægt þingmenn sína með þeim hætti sem formaður Samfylkingarinnar hafi gert í ræðu á flokkstjórnarfundi flokksins um helgina, þegar hún sagði þjóðina ekki treysta þingflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast stefnubreytingar í umferðarmálum

Neytendasamtökin krefjast stefnubreytingar í umferðarmálum af hálfu ráðamanna landsins með það að markmiði að auka umferðaröryggi og fækka hörmulegum slysum og örkumlum á vegunum.

Innlent
Fréttamynd

Segja vinnubrögð ekki hafa verið óeðlileg

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafna þeim fullyrðingum tveggja bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í bæjarfélaginu að óeðlileg vinnubrögð hafi átt sér stað við þá beiðni Eðalhúsa að fá auglýsta tillögu sína um deiliskipulag svokallaðs Sigtúnsreits. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum í kjölfar fréttar á Stöð 2 í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Einkaframkvæmd komi til greina ef hún flýti fyrir framkvæmdum

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi í dag að hann teldi koma til greina að fela einkaaðilum að tvöfalda Suðurlandsveg ef það yrði til að flýta framkvæmdum við hann. Þetta kom fram í svari hans til Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurðist fyrir um stefnu stjórnvalda í málefnum Suðurlandsvegar.

Innlent
Fréttamynd

Heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að betra og heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak árið 2003 en hins vegar telur hann að ákvörðunin hafi verið rétt miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Segir Margréti hafa búið til ágreining um innflytjendamál

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir Margréti Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra flokksins, hafa búið til ágreining um málefni innflytjenda í flokknum til að búa í haginn fyrir slag um formennsku eða varaformennsku í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Ölgerðin varar við hugmyndum um hækkun áfengisgjalds

Fyrirhugaðar breytingar á áfengisgjaldi og virðisaukaskatti á áfengi munu hafa í för með sér stórfelldar verðhækkanir á áfengi að óbreyttu að mati Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Bendir fyrirtækið á að með fyrirhuguðum lagabreytingum standi tekjur ríkissjóðs ekki í stað heldur munu aukast sem sé öfugt við það sem haft hafi verið eftir fjármálaráðherra í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Segir uppsögn Margrétar fullkomlega eðlilega

Uppsögn Margrétar Sverrisdóttir, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, í gærkvöld var fullkomlega eðlileg, segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins. Hann vísar því á bug að uppsögnin tengist gagnrýni Margrétar á Jón Magnússon og innlegg hans um málefni innflytjenda. Margrét ætlar þrátt fyrir allt að taka sæti á lista flokksins ef hún nær því í forvali.

Innlent
Fréttamynd

Ölfus og OR sýni náttúruperlum nærgætni

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar vill að Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveita Reykjavíkur gangi af virðingu og nærgætni um náttúruperlur Hengilssvæðisins í skipulagsmálum og framkvæmdum næstu ára. Þetta kemur fram í ályktun frá bæjarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndir sækja á samkvæmt könnun Gallups

Frjálslyndi flokkurinn fengi ellefu prósent atkvæða ef kosið yrði til Alþingis núna, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Fylgisaukning frjálslyndra virðist vera á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem tapaði sex prósenta fylgi frá síðustu könnun, en aðrir flokkar standa nokkurn veginn í stað.

Innlent
Fréttamynd

Matarskattsfrumvarp á dagskrá Alþingis í dag

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um matarskattinn er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpið er í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar frá 9. október um að lækka matarverð. Virðisaukaskattur lækkar úr fjórtán prósentum í sjö þann 1. mars og vörugjöld af öðru en sykri og sætindum falla niður.

Innlent
Fréttamynd

Jón tekur Íraksmálið ekki upp í ríkisstjórn

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki taka upp Íraksmálið í ríkisstjórn og segir of mikið lesið úr orðum sínum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Hart var deilt á ríkisstjórnina vegna málsins á þingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið leggi sitt af mörkum vegna almenningssamgangna

Ársfundur Strætós bs. og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skora á ríkisvaldið að leggja sitt af mörkum til að bæta rekstrarskilyrði almenningssamgangna og minnka þær álögur sem lagðar eru á starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið í mál við olíufélögin

Dómsmálaráðuneytið hefur falið Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni að höfða skaðabótamál á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs á tíunda áratug síðustu aldar. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofu að krafan varðaði einkum meint samráð vegna útboða á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu en sagði kröfugerð ekki hafa verið mótaða

Innlent
Fréttamynd

Vilja að afgreiðslu RÚV-frumvarps verði frestað

Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á forystumenn Framsóknarflokksins að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið um óákveðinn tíma eða á meðan málið er rætt betur innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar taka upp stjórnmálasamband við Líberíu

Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Afríkuríkið Líberíu. Fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í New York í gær. Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og þar búa um 3,5 milljónir manna.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarráðherra lét hlera síma sjálfstæðismanna

Sjálfstæðismenn töldu að símar forystumanna Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og Vísis væru hleraðir á fjórða áratug síðustu aldar, í tíð vinstristjórnar sem þá var við völd. Maðurinn sem sagður er hafa flett ofan af þessum meintu hlerunum var Bjarni Benediktsson, sem seinna átti eftir að fyrirskipa hleranir á símum vinstrimanna þegar hann varð dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan

Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sigrún Björk tekur við bæjarstjóraembætti 9. janúar

Sigrún Björk Jakbobsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu þann 9. janúar af Kristjáni Þór Júlíussyni, á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir áramót. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsi Akureyrar laust fyrir klukkan ellefu.

Innlent
Fréttamynd

Nýr bæjarstjóri kynntur til sögunnar á Akureyri

Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan korter í ellefu í ráðhúsi Akureyrar í dag þar sem kynna á breytingar á yfirstjórn bæjarins. Fastlega má búast við því að þar verði tilkynnt hver tekur við að Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, sem er væntanlega á leið á þing í vor eftir að hann sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Raforkuverð til almennings hækkar um 2,4 prósent um áramót

Raforkuverð til almennings á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 2,4 prósent frá áramótum. Þetta kom fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að hækkunina megi rekja til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar um tíu prósent frá ársbyrjun 2005, en Orkuveitan kaupir um 60 prósent af rafmagni til almennings af Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Björn á ráðherrafundi Pompidou-hópsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Pompidou-hópsins svokallaða í Strassborg, en hópurinn starfar undir handarjaðri Evrópuráðsins og samræmir stefnu og starf þátttökuríkjanna í baráttunni gegn fíkniefnum.

Innlent