„Erum óhrædd við lausnir og reynum ekki að vera ofurforeldrar“ „Við erum óhrædd við lausnir og reynum ekki að vera ofurforeldrar eða ofurpar. Við nýtum okkur þá aðstoð sem við getum fengið því það er mikilvægt að átta sig á því að við getum ekki verið 100% í öllu,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly á Íslandi. Atvinnulíf 1. maí 2023 07:00
Notuðu ryksugu og gömul verkfæri frá foreldrunum þegar þeir byrjuðu „Við Örn stofnuðum Stoð með 500 þúsund krónum í hlutafé og síðan lögðu fjölskyldurnar bara í púkk. Þetta var bara eins og það var þá. Við vorum til dæmis með gamla ryksugu frá tengdaforeldrum Arnars sem við notuðum sem sogkerfi og síðan vorum við með gömul verkfæri frá pabba,“ segir Sveinn Finnbogason þegar hann rifjar upp upphaf fyrirtækisins Stoð sem hann og Örn Ólafsson stofnuðu haustið 1982. Atvinnulíf 30. apríl 2023 09:01
Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. Atvinnulíf 29. apríl 2023 10:00
Skýringar á leti starfsfólks gætu verið stjórnunartengdar Við getum öll upplifað smá leti í vinnunni. Og reyndar er það alls ekkert svo slæmt að stundum séum við pínkulítið löt. Því rannsóknir sýna að til þess að fá nýjar og ferskar hugmyndir er mikilvægt fyrir okkur að gera reglulega ekki neitt. Atvinnulíf 28. apríl 2023 07:00
Hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf og að standa sjálfir í eldlínunni „Það er svo dýrmæt reynsla að setja sig í spor fólksins og prófa á eigin skinni að vera í eldlínunni. Hvernig eru viðskiptavinirnir til dæmis að tala við starfsfólkið? Hverjar eru helstu áskoranirnar, flækjurnar eða núningarnir og í hverju felast verkefnin sem okkar fólk er að kljást við dag frá degi,“ segir María Dís Gunnarsdóttir mannauðstjóri OK. Atvinnulíf 27. apríl 2023 07:01
Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa „Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan. Atvinnulíf 26. apríl 2023 07:01
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 24. apríl 2023 07:01
„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. Atvinnulíf 22. apríl 2023 10:00
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. Atvinnulíf 20. apríl 2023 07:02
Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. Atvinnulíf 19. apríl 2023 07:00
Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. Atvinnulíf 17. apríl 2023 07:00
„Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. Atvinnulíf 15. apríl 2023 10:01
Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. Atvinnulíf 14. apríl 2023 07:01
Vill sjá meira unnið með styrkleika barna í grunnskólum Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Atvinnulíf 12. apríl 2023 13:00
36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. Atvinnulíf 11. apríl 2023 07:01
Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. Atvinnulíf 8. apríl 2023 10:02
Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. Atvinnulíf 6. apríl 2023 07:01
Panikka alltaf á mismunandi tímum en nú í skýjunum yfir viðtökunum Það var heldur betur stemning í síðustu viku hjá þeim stöllunum Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur og Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur, sem kynntu til leiks fyrstu útgáfuna af HEIMA-appinu svo kallaða: Atvinnulíf 5. apríl 2023 07:01
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. Atvinnulíf 3. apríl 2023 07:00
Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. Atvinnulíf 1. apríl 2023 10:01
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. Atvinnulíf 30. mars 2023 07:01
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. Atvinnulíf 29. mars 2023 07:01
Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og nú hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf „Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen. Atvinnulíf 27. mars 2023 07:01
Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. Atvinnulíf 25. mars 2023 10:00
Í kjölfar Covid: Miklu fleira en Stóra uppsögnin í gangi Í kjölfar heimsfaraldurs hefur mikið verið fjallað um Stóru uppsögnina, eða The Great Resignation tímabilið. Þar sem sú þróun sýndi sig á vinnumarkaði um allan heim að hlutfallslega hefðu aldrei jafn margir sagt upp störfum sínum og hreinlega tekið ákvörðun um að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi. Atvinnulíf 24. mars 2023 07:01
Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. Atvinnulíf 23. mars 2023 07:01
Nefnir fimm fyrstu atriðin sem hann myndi skoða ef hann gæti breytt íslensku heilbrigðiskerfi Í þættinum Gott fólk með Guðrúnu Högna er Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, spurður um hvaða fimm atriði hann myndi setja í forgang sem fyrstu fimm forgangsverkefnin til að skoða, ef hann hefði tækifæri til þess að breyta íslensku heilbrigðiskerfi. Atvinnulíf 22. mars 2023 17:14
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. Atvinnulíf 22. mars 2023 07:01
„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. Atvinnulíf 20. mars 2023 07:01
Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. Atvinnulíf 18. mars 2023 10:00