Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Heimilin taka bíla­lán sem aldrei fyrr

Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr Land Rover Defender 130 kynntur

Land Rover í Bretlandi kynnti á dögunum nýjan Defender, 130, sem er fjórða og nýjasta útgáfa bílsins á eftir Defender 90, Defender 110 og Defender Hard Top sem kynntir hafa verið frá því í júní 2020. Nýi Defender 130 er 34 sentimetrum lengri að aftan en Defender 110. Bíllinn verður frumsýndur hjá BL í haust.

Bílar
Fréttamynd

Toyota með flestar nýskráningar í maí

Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Kia Niro EV væntanlegur

Bílaumboðið Askja hóf í gær forsölu á nýjum rafbíl, Kia Niro EV. Þetta er þriðja kynslóð Kia Niro sem hefur verið einn vinsælasti bíll Kia um allan heim undanfarin ár. Hér á landi hefur hann verið söluhæsta gerð Kia.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Mismunadrif útskýrt

Mismunadrif er eitt af þessu sem margt fólk telur sig nú vita hvernig virkar, en margir eru í erfiðleikum með að útskýra fyrir öðrum. Eitthvað snýst á meðan annað er ekki að snúast, ekki jafn hratt hið minnsta. Myndband frá 1937 sem finna má í fréttinni er notað til að útskýra mismunadrif.

Bílar
Fréttamynd

Polestar fjárfestir í StoreDot

Rafbílaframleiðandinn Polestar hefur tilkynnt að félagið hafi fjárfest í StoreDot, frumkvöðlafyrirtæki frá Ísrael sem sérhæfir sig í ofurhraðhleðslu rafhlöðum.

Bílar
Fréttamynd

Um helmingur Breta myndi ekki íhuga rafbíl næsta áratuginn

Um helmingur breskra ökumanna myndi ekki íhuga að skipta yfir í rafbíl, vegna efasemda um drægni þeirra og hleðslu samkvæmt nýrri rannsókn, tryggingafélagsins NFU Mutual. Rannsóknin tók til rúmlega 1000 breskra ökumanna. 45 prósent þátttakenda sögðust ekki geta hugsað sér að skipta dísel eða bensín bíl sínum fyrir rafbíl á næsta áratug.

Bílar
Fréttamynd

Ísland í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu

Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum.

Bílar
Fréttamynd

Harley-Davidson stöðvar tímabundið smíði bensínmótorhjóla

Sögufrægi mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson mun stöðva framleiðslu bensín mótorhjóla í tvær vikur vegna vandamála með íhluti frá ónefndum þriðja aðila og reglufylgni. Rafmótorhjól framleiðandans, sem framleidd eru undir merkjum LiveWire verða ekki fyrir áhrifum vegna þessa.

Bílar
Fréttamynd

Rivian klúðrar tilkynningu um afhendingu á R1S

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Rivian setti á Twitter reikning sinn mynd af afhendingu á Rivian R1S jeppanum. Mikil eftirvænting hefur verið vegna afhendinga R1S. Myndin þykir frekar vandræðaleg þar sem eigandinn á myndinni er yfirmaður vélbúanaðarþróunar hjá fyrirtækinu, Vidya Rajagopalan.

Bílar
Fréttamynd

Kia EV6 er rafbíll ársins hjá Autocar

Kia EV6 var valinn rafbíll ársins 2022 hjá bílamiðlinum Autocar. Þetta er enn ein rósin í hnappagat EV6 sem hefur sankað að sér verðlaunum síðan bíllinn kom á markað á síðasta ári. Hann var til að mynda valinn Bíll ársins í Evrópu 2022 fyrir skemmstu.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Nýr Range Rover Sport við Kárahnjúka

Nýr Range Rover Sport var frumsýndur í vikunni. Frumsýningunni var streymt um víða veröld. Þar var meðal ananrs sýnt kynningarmyndband sem kappaksturskonan Jessica Hawkins ók um Hafrahvammagljúfur á bílnum í kappi við vatnsyfirborðið sem sífell hækkaði enda Hálslón komið á yfirfall.

Bílar
Fréttamynd

Haukur Viðar á Heklunni vann tvöfalt en bilun í nýja mótornum

Sindra torfæran fórm fram á Hellu síðustu helgi þar sem eknar voru tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins í torfæru. Fyrri umferðin á laugardag og seinni á sunnudag. Vel var mætt í brekkurnar báða daga og mikið var um tilþrif. Haukur Viðar Einarsson á Heklu gerði sér lítið fyrir og vann báða dagana og er þar af leiðandi kominn með gott forskot í Íslandsmótinu þar sem eknar verða fimm keppnir í viðbót.

Bílar
Fréttamynd

Veltir tekur við Dieci skotbómulyftara umboðinu

Veltir hefur tekið við sem sölu- og þjónustuaðili fyrir Dieci skotbómulyftara á Íslandi. Dieci hefur áratuga reynslu í framleiðslu á hágæða byggingar- og landbúnaðartækjum síðan 1962 sem hafa reynst afar vel við íslenskar aðstæður. Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar eru gríðarlega öflugir og hannaðir fyrir mikla notkun við erfiðar aðstæður.

Bílar
Fréttamynd

Torfærutímabilið hefst á Hellu á morgun

Sindratorfæran fer fram um helgina á akstursíþróttasvæðinu rétt austan við Hellu. Keppt verður bæði laugardag og sunnudag. Keppnin er því fyrsta og önnur umferð Íslandsmeistaramótsins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttadeild ungmennafélagsins Heklu. Keppni hefst klukkan 11 báða dagana.

Bílar
Fréttamynd

Ferðavagnar og bifhjól skulu í skoðun í maí

Samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja skulu húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki nú færð til skoðunar í maí. Athygli er vakin á þessu á vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

58,5% aukning nýskráninga á milli ára

Alls voru nýskráðar 2072 bifreiðar í aprílmánuði. Samtals hafa verið nýskráðar 6.396 bifreiðar það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.035 bifreiðar verið nýskráðar, aukning á milli ára er því 58,51%. Toyota var með flestar nýskráningar þegar litið er til tegunda með 409 bíla. Mitsubishi er í öðru sæti með 311 og Hyundai með 230 í þriðja sæti. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Framkvæmdastjóri Ford skýtur á Tesla

Ford F-150 Lightning er formlega farinn í framleiðslu í hinni sögulegu Rouge verksmiðju Ford og innanhúss hjá Ford er bíllinn talinn jafn mikilvægur og Model T. Jim Farley, framkvæmdastjóri Ford skaut á Tesla við fögnuð vegna upphafs framleiðslu bílsins.

Bílar